Fréttir Norðlæg átt og víðast hvar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis. Veður 18.8.2025 07:10 Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram „Selenskí Úkraínuforseti getur bundið enda á stríðið við Rússa svo til samstundis, ef hann vill, eða hann getur haldið áfram að berjast.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi. Erlent 18.8.2025 06:34 Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Einn var handtekinn á höfuðborgðarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt grunaður um líkamsárás og annar grunaður um innbrot og þjófnað. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Innlent 18.8.2025 06:16 RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Innlent 17.8.2025 23:31 Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Allt stefnir í að fundur Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og leiðtogum Evrópu marki tímamót í vegferðinni að friði. Alþjóðasamfélagið stóð á öndinni föstudagskvöldið og kveið niðurstöðum fundar Pútíns og Trump í Alaska sem reyndust svo ekki ýkja miklar. Á morgun sest Selenskí í sama stól og hann sat í þegar hann fékk illa útreið en í þetta sinn verður hann ekki einn. Erlent 17.8.2025 22:57 Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Það hefur verið meira en nóg að gera hjá landvörðum á Jökulsárlóni í sumar við að sinna og þjónusta ferðamenn því þangað komu um hundrað þúsund ferðamenn í júlí og reiknað er með svipuðum fjölda nú í ágúst og september. Forvitnir selir á svæðinu vekja alltaf mikla athygli. Innlent 17.8.2025 21:04 Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Innlent 17.8.2025 21:01 Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. Erlent 17.8.2025 20:01 Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn barni á leikskólanum var leiðbeinandi og hafði unnið á Múlaborg í tæplega tvö ár. Innlent 17.8.2025 19:38 Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Innlent 17.8.2025 19:30 Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum. Innlent 17.8.2025 17:56 Braust inn á flugvallarsvæðið Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 17.8.2025 17:50 Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekkert benda til þess að leikskólastarfsmaður, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Innlent 17.8.2025 17:48 Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36 „Það bjó enginn í húsinu“ Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. Innlent 17.8.2025 16:37 Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Halastjarna úr öðru sólkerfi sem mun fljúga nálægt jörðu í nóvember gæti í raun verið geimskip sem ætlað er að ráðast á jörðina. Þetta er tilgáta tveggja stjarneðlisfræðinga við Harvard háskóla. Íslenskur sérfræðingur segir hinsvegar ekkert að óttast. Innlent 17.8.2025 15:00 Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Fluvél Wizz air sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands þurfti óvænt að lenda í Noregi í gærkvöldi þar sem að vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir mega búast við sitthvorri sektinni upp á 180 þúsund krónur. Innlent 17.8.2025 14:38 „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO. Innlent 17.8.2025 14:01 Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.8.2025 13:46 Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Innlent 17.8.2025 13:21 Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Lögregla kærði í gær íþróttafélag í Reykjavík fyrir að veita áfengi utandyra á íþróttakappleik. Innlent 17.8.2025 12:17 Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi endi á átökin í Úkraínu. Hingað til hafi Evrópa hallað sér um of að Bandaríkjunum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 17.8.2025 11:49 Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Innlent 17.8.2025 11:01 Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Innlent 17.8.2025 11:00 Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Umferðarslys varð í Laugardal í Reykjavík í gærkvöld eða nótt. Þar skemmdust þrír bílar og einn þeirra varð óökufær eftir á og var sá dreginn af vettvangi. Engin slys urðu á fólki. Innlent 17.8.2025 09:38 Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 17.8.2025 09:30 Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist á Djöflasandi í morgun og er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur síðan í nóvember 2007. Innlent 17.8.2025 09:28 Hlýjast suðaustantil Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar. Veður 17.8.2025 08:48 Sundlaugargestur handtekinn Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 17.8.2025 07:31 Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. Erlent 17.8.2025 00:06 « ‹ 54 55 56 57 58 59 60 61 62 … 334 ›
Norðlæg átt og víðast hvar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis. Veður 18.8.2025 07:10
Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram „Selenskí Úkraínuforseti getur bundið enda á stríðið við Rússa svo til samstundis, ef hann vill, eða hann getur haldið áfram að berjast.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi. Erlent 18.8.2025 06:34
Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Einn var handtekinn á höfuðborgðarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt grunaður um líkamsárás og annar grunaður um innbrot og þjófnað. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Innlent 18.8.2025 06:16
RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Innlent 17.8.2025 23:31
Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Allt stefnir í að fundur Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og leiðtogum Evrópu marki tímamót í vegferðinni að friði. Alþjóðasamfélagið stóð á öndinni föstudagskvöldið og kveið niðurstöðum fundar Pútíns og Trump í Alaska sem reyndust svo ekki ýkja miklar. Á morgun sest Selenskí í sama stól og hann sat í þegar hann fékk illa útreið en í þetta sinn verður hann ekki einn. Erlent 17.8.2025 22:57
Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Það hefur verið meira en nóg að gera hjá landvörðum á Jökulsárlóni í sumar við að sinna og þjónusta ferðamenn því þangað komu um hundrað þúsund ferðamenn í júlí og reiknað er með svipuðum fjölda nú í ágúst og september. Forvitnir selir á svæðinu vekja alltaf mikla athygli. Innlent 17.8.2025 21:04
Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Umhverfisráðherra segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málum sjókvíaeldis og segir að tekið verði fastar utan um málaflokkinn í frumvarpi sem lagt verði fram á næsta þingi. Meginreglan sé sú að „skussinn borgi brúsann.“ Innlent 17.8.2025 21:01
Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. Erlent 17.8.2025 20:01
Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn barni á leikskólanum var leiðbeinandi og hafði unnið á Múlaborg í tæplega tvö ár. Innlent 17.8.2025 19:38
Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Innlent 17.8.2025 19:30
Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum. Innlent 17.8.2025 17:56
Braust inn á flugvallarsvæðið Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 17.8.2025 17:50
Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekkert benda til þess að leikskólastarfsmaður, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Innlent 17.8.2025 17:48
Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Grjót hrundi úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun og stór hnullungur fór yfir þjóðveginn. Þetta var á svipuðum stað og banaslys varð vegna grjóthruns í mars á þessu ári. Innlent 17.8.2025 17:36
„Það bjó enginn í húsinu“ Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. Innlent 17.8.2025 16:37
Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Halastjarna úr öðru sólkerfi sem mun fljúga nálægt jörðu í nóvember gæti í raun verið geimskip sem ætlað er að ráðast á jörðina. Þetta er tilgáta tveggja stjarneðlisfræðinga við Harvard háskóla. Íslenskur sérfræðingur segir hinsvegar ekkert að óttast. Innlent 17.8.2025 15:00
Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Fluvél Wizz air sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands þurfti óvænt að lenda í Noregi í gærkvöldi þar sem að vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir mega búast við sitthvorri sektinni upp á 180 þúsund krónur. Innlent 17.8.2025 14:38
„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO. Innlent 17.8.2025 14:01
Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.8.2025 13:46
Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist hafa áhyggjur af því hvernig dómsmálaráðherra talar um útlendingamál, og finnst ráðherrann ala á ótta. Innlent 17.8.2025 13:21
Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Lögregla kærði í gær íþróttafélag í Reykjavík fyrir að veita áfengi utandyra á íþróttakappleik. Innlent 17.8.2025 12:17
Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi endi á átökin í Úkraínu. Hingað til hafi Evrópa hallað sér um of að Bandaríkjunum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 17.8.2025 11:49
Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Innlent 17.8.2025 11:01
Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Innlent 17.8.2025 11:00
Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Umferðarslys varð í Laugardal í Reykjavík í gærkvöld eða nótt. Þar skemmdust þrír bílar og einn þeirra varð óökufær eftir á og var sá dreginn af vettvangi. Engin slys urðu á fólki. Innlent 17.8.2025 09:38
Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 17.8.2025 09:30
Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist á Djöflasandi í morgun og er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur síðan í nóvember 2007. Innlent 17.8.2025 09:28
Hlýjast suðaustantil Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar. Veður 17.8.2025 08:48
Sundlaugargestur handtekinn Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 17.8.2025 07:31
Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. Erlent 17.8.2025 00:06