Fréttir

Á­rásar­maðurinn í Upp­sölum hand­tekinn

Maður sem talinn er hafa skotið þrjá til bana í miðborg Uppsala í Svíþjóð síðasta þriðjudag hefur verið handtekinn. Lögregla segir að grunur sé um að árásin hafi tengst erjum tveggja glæpaklíka í borginni.

Erlent

Hent nauðugri út úr hryllings­húsi vegna ógreiddrar leigu

Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda.

Innlent

Komu naum­lega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bret­landi

Breskir sérsveitarmenn og lögregluþjónar eru sagðir hafa í naumindum komið í veg fyrir hryðjuverkaárás á breskri grundu. Farið var í nokkur áhlaup um Bretland í um helgina, vegna tveggja mismunandi rannsókna, og voru átta menn handteknir. Þar af eru sjö frá Íran.

Erlent

Með bæði betri og fleiri vopn en síðast

Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt.

Erlent

Ætla að her­nema Gasaströndina

Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu.

Erlent

Segir réttarríkið standa í vegi sínum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum.

Erlent

Skallaði mann og dóna­legur við lög­reglu­þjóna

Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann sem hafði skallað annan í miðbænum. Farið var með manninn á lögreglustöð til að reyna að ræða við manninn en það gekk hins vegar ekki vegna ölvunar mannsins og dónaskaps hans í garð lögregluþjóna.

Innlent

Bíða með að selja í­búðir frekar en að lækka verðið

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði.

Innlent

Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim

Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim.

Erlent