Fréttir

Dæmdur í fangelsi á grund­velli úr­elts sakavottorðs

Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum.

Innlent

Segir stöðuna auka líkur á að kjara­samningum verði sagt upp

Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR.

Innlent

Femín­istar botna ekkert í Diljá

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi.

Innlent

Mikill meiri­hluti lands­manna á­nægður með Guðna

Ný könnun Maskínu sýnir að 81 prósent landsmanna segjast vera ánægðir með Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands síðasta ár hans í embætti. Miðað við niðurstöður Maskínu er Guðni talsvert vinsælli en Ólafur Ragnar Grímsson á síðasta ári hans í embætti en þá sögðust 59 prósent landsmanna vera ánægð með hans störf.

Innlent

Þrýstingur á Biden og leigu­verð á hraðri upp­leið

Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka og hátt settir demókratar láta nú í sér heyra. Á sama tíma er Trump á siglingu í könnunum og varaforsetaefni hans ávarpaði landsþing repúblikana í gær við dynjandi lófatak. Fjallað verður um stjórnmálin vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Fréttir

„Það er svo al­rangt að ég sé ein­hver ras­isti“

Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni.

Innlent

Ís­lenski nuddarinn í Kanada sýknaður

Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð.

Erlent

Sérdagar fyrir Ís­lendinga vegna hótana og yfir­gangs

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga.

Innlent

Banda­ríkja­for­setar skot­mörk blóðugra banatilræða

Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af.

Erlent

Sæmdur fálka­orðu fyrir endur­reisn safns Samúels Jóns­sonar

Forseti Íslands sæmdi í gær þýska myndlistarmanninn Gerhard König riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu varðveislu íslenskrar menningarsögu. Gerhard er frá Þýskalandi og hefur í yfir aldarfjórðung unnið að endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði.

Innlent

Eldingar með skúrum síð­degis

Þungbúið er á landinu í dag og væta í flestum landshlutum. Eftir hádegi birtir heldur til en þó eru líkur á skúrum seinnipartinn og jafnvel með eldingum um tíma suðvestanlands.

Veður

Hét því að endur­vekja banda­ríska drauminn

„Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“

Erlent

Gekk ber­serks­gang með öskrum og ó­látum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt þar sem maður gekk berserksgang í íbúð í póstnúmerinu 105. Öskur og ólæti bárust frá íbúðinni samkvæmt lögreglu og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Innlent

Joe Biden með Covid

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum.

Erlent