Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2025 15:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Valberg Ísland mun taka þátt í að stofna sameiginlega netöryggismiðstöð með öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Þau ríki sem koma að miðstöðinni munu koma á fót sameiginlegum greiningarbúnaði og svæðisbundinni gagnadeilingu til að nýta rauntímaupplýsingar og verjast netárásum. Auk Íslands koma Noregur, Danmörk, Finnland, Eistland, Lettland og Litáen að stofnun miðstöðvarinnar sem kallast Nordic Baltic Cyber Consortium eða NBCC. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu er verkefnið samfjármagnað af Evrópusambandinu en Samfélagaöryggisstofnun Danmerkur fer með umsjón verkefnisins, með aðkomu CERT-IS. „Netárásir þekkja engin landamæri og eru hluti af þeirri öryggisáskorun sem samfélög standa frammi fyrir í dag. Þær geta haft alvarleg áhrif á þjóðaröryggi og mikilvæga innviði sem við reiðum okkur á í okkar daglega lífi. Á þeim víðsjárverðu tímum sem við lifum er því mikilvægt sem aldrei fyrr að samstíga ríki efli samstarf sitt enn frekar til að sporna gegn þessari vá sem sífellt færist í aukana,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, í yfirlýsingunni. „Með þessu samstarfi við okkar helstu samstarfsríki byggjum við upp traust, deilum þekkingu og eflum viðbragð til að vernda samfélög okkar og tryggja sameiginlegt öryggi þeirra til framtíðar.“ Auk þess að vera samstarfsvettvangur ríkja á NBCC einnig að vera vettvangur fyrir þróun nýrrar tækni og stuðla þannig að auknu samstarfi einkaaðila og vísindasamfélagsins. Þá á miðstöðin einnig að styðja við stjórnvöld og tryggja samstarf varðandi ástandsvitund og samhæfingu netöryggismála. Í yfirlýsingunni segir að NBCC muni starfa sem svæðisbundin netöryggismiðstöð þvert á landamæri. Það þýði að Atlantshafsbandalagið verði einnig virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi innan ESB um netöryggi. Netöryggi Utanríkismál Noregur Danmörk Finnland Eistland Lettland Litáen Evrópusambandið NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Auk Íslands koma Noregur, Danmörk, Finnland, Eistland, Lettland og Litáen að stofnun miðstöðvarinnar sem kallast Nordic Baltic Cyber Consortium eða NBCC. Samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu er verkefnið samfjármagnað af Evrópusambandinu en Samfélagaöryggisstofnun Danmerkur fer með umsjón verkefnisins, með aðkomu CERT-IS. „Netárásir þekkja engin landamæri og eru hluti af þeirri öryggisáskorun sem samfélög standa frammi fyrir í dag. Þær geta haft alvarleg áhrif á þjóðaröryggi og mikilvæga innviði sem við reiðum okkur á í okkar daglega lífi. Á þeim víðsjárverðu tímum sem við lifum er því mikilvægt sem aldrei fyrr að samstíga ríki efli samstarf sitt enn frekar til að sporna gegn þessari vá sem sífellt færist í aukana,“ er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, í yfirlýsingunni. „Með þessu samstarfi við okkar helstu samstarfsríki byggjum við upp traust, deilum þekkingu og eflum viðbragð til að vernda samfélög okkar og tryggja sameiginlegt öryggi þeirra til framtíðar.“ Auk þess að vera samstarfsvettvangur ríkja á NBCC einnig að vera vettvangur fyrir þróun nýrrar tækni og stuðla þannig að auknu samstarfi einkaaðila og vísindasamfélagsins. Þá á miðstöðin einnig að styðja við stjórnvöld og tryggja samstarf varðandi ástandsvitund og samhæfingu netöryggismála. Í yfirlýsingunni segir að NBCC muni starfa sem svæðisbundin netöryggismiðstöð þvert á landamæri. Það þýði að Atlantshafsbandalagið verði einnig virkur þátttakandi í víðtæku samstarfi innan ESB um netöryggi.
Netöryggi Utanríkismál Noregur Danmörk Finnland Eistland Lettland Litáen Evrópusambandið NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira