Fréttir

Ó­víst hvort hægt verði að endur­heimta jarð­neskar leifar Kjartans

Ekki hefur tekist að endurheimta lík íslensks karlmanns sem féll á vígvellinum í Úkraínu og óvíst er hvort hægt verði yfir höfuð að endurheimta jarðneskar leifar hans. Fjölskylda mannsins nýtur aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts mannsins sem hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs. 

Innlent

Upp­haf langra mála­ferla

Nicolás Maduro, forseti Venesúela, og Cilia Flores, eiginkona hans, hafa verið flutt í dómshúsi í New York þar sem þau verða færð fyrir dómara fyrsta sinn. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi en þau voru fjarlægð með hervaldi frá Venesúela á dögunum.

Erlent

Snjó­fram­leiðslan „fárán­lega flott“ í Ártúns­brekkunni

Líklegt er að skíðasvæðið í Ártúnsbrekku verði opnað á miðvikudag. Hafin var snjóframleiðsla á svæðinu síðasta föstudag. Ólíklegt er að opni í Bláfjöllum í vikunni en rekstrarstjóri segir unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar. Þriggja vikna rigningartímabil um hátíðarnar hafi verið starfsfólki mikil vonbrigði.

Innlent

Brynjar vill aðra setningu og Arn­dís Anna reynir aftur

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau voru það líka síðast þegar embættið var auglýst laust til umsóknar. Þá hlaut Brynjar tæplega eins árs setningu í embætti.

Innlent

„Það mun reyna á okkur hér“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika.

Innlent

Í­trekaðar í­hlutanir í „bak­garði“ Banda­ríkjanna

Árás Bandaríkjastjórnar á Venesúela um helgina var fyrsta hernaðaraðgerð hennar í Rómönsku Ameríku á þessari öld. Bandaríkin eiga sér hins vegar aldalanga sögu íhlutana í heimshluta sem þarlendir ráðamenn hafa oft skilgreint sem „bakgarð“ þeirra.

Erlent

Nýr veru­leiki ætli Banda­ríkin að taka Græn­land

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur.

Innlent

Maduro verður leiddur fyrir dómara síð­degis

Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela, mun í dag sverja embættiseið og taka við sem forseti landsins. Nicolas Maduro forseti Venesúela, sem var handsamaður af Bandaríkjamönnum um helgina, mætir fyrir dómara í New York í dag.

Erlent

Fjögur þyrluútköll á einum sólar­hring

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti alls fjórum útköllum á sunnudaginn, en það gerist sjaldan að sveitin sé kölluð svo oft til innan sama sólarhringsins. Þyrla sveitarinnar var send á vettvang í kjölfar umferðarslys, til að sækja slasaðan skipverja og í tvígang vegna veikinda.

Innlent

Margrét Löf sættir sig ekki við sex­tán ára dóm

Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað sextán ára fangelsisdómi, sem hún hlaut fyrir að ráða föður sínum bana á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum og að ráðast á móður sína.

Innlent

Vara við gróðureldum vegna flug­elda

Almannavarnanefnd Austurlands varar við því að mikil hætta sé á gróðureldum vegna flugelda. Snjóþekja sé víða lítil og gróður þurr en nokkuð stórir eldar kviknuðu í Neskaupstað, á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi kringum áramótin.

Innlent

Ekki endi­lega betri heimur fyrir Ís­land

Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina.

Innlent

Kosningavaktin 2026: Lands­menn kjósa sér sveitar­stjórnir

Sveitarstjórnarkosningar árið 2026 fara fram þann 16. maí þar sem kosið verður um stjórnir allra 62 sveitarfélaga landsins. Þangað til verður valið á lista hinna ýmsu stjórnmálaflokka, hvort sem það verður með prófkjörum eða öðrum hætti. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. 

Innlent

Reyna að koma sex­tán skipum gegnum her­kví

Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma.

Erlent

Suður­lands­vegi lokað vegna umferðarslyss

Suðurlandsvegur var lokað í báðar áttir á milli Lækjarbotna að Gunnarshólma í morgun vegna umferðarslys. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni var veginum lokað til beggja átta sunnan Hólmsár en lögregla stýrir nú umferð á vettvangi um eina akrein.

Innlent

Rann­saka klám­myndir spjall­mennis Musk af táningum

Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim.

Erlent