
Fréttir

Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd
Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi.

„Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“
Fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar voru ekki ákærðir þrátt fyrir að lögreglu hafi tekist að bera kennsl á fjóra þeirra. Fráfarandi stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segist harmi sleginn yfir því að þeir verði ekki sóttir til saka.

Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum
Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og á Suðurlandi eru nú að kynna nýja og spennandi leið fyrir ferðamenn, sem nær frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi að Öræfajökli í sunnanverðum Vatnajökli. Leiðin er um 700 kílómetra.

Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar
Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Lögmaður samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir mótmælin ólögmæt. Möguleg bótaskylda Eflingar sé til skoðunar.

Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair
Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum.

Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd
Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Í kvöldfréttum verður rætt við lögmann Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri sem segir mótmælin ólögmæt.

Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær
Sálfræðingar í opinberri þjónustu felldu í gær kjarasamning með 61,2 prósent greiddra atkvæða. Kjörsókn var 76,7 prósent. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir hljóðið þungt í sálfræðingum sem starfa í opinberri þjónustu. Hann segir félagið nú stefna á að ræða við félagsmenn til að ákvarða næstu skref.

Weidel og Scholz kanslaraefni
Mörg þúsund mótmæltu í Riesa í Saxlandi í Þýskalandi í morgun þar sem landsfundur fjarhægriflokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD, fór fram í dag. Mótmælendur stöðvuðu meðal annars umferð að fundarstaðnum.

Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum
Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag.

Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar
Björgunarsveitin Tindar Ólafsfirði og Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði voru kallaðar út á mesta forgangi fyrr í dag þegar neyðarboð barst frá litlum fiskibát sem þá var staddur nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar, og hafði fengið í skrúfuna.

Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna
Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið.

Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli
Jóhannes Þór Skúlason segir bókunarsvindl sem tröllríða íslenskum ferðamannaiðnaði um þessar mundir flest vera frá asískum ferðamönnum. Ferðamennirnir fari í ferðir og láta svo eins og þeir hafi ekk veitt heimild fyrir greiðslunni sem er þá afturkölluð.

Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni
Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna.

Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði.

Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu.

Anita Bryant er látin
Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri.

Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump
Hlé hefur verið gert í kjarasamningsviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Náist ekki samningar fyrir 1. febrúar hefjast verkföll að nýju.

Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana
Maður sem gekk vopnaður inn á veitingastað í Washington D.C. vegna skáldaðra samsæriskenninga fyrir níu árum síðan var skotinn til bana af lögreglunni í Norður-Karólína á umferðarstoppi.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“
Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands.

Þórdís vill ekki fresta landsfundi
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar.

Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum
Smálægð milli Íslands og Grænlands beinir hægri suðlægri átt með slydduéljum að landinu. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður á bóginn og í nótt er von á allhvassri suðaustanátt með rigningu og hækkandi hita.

Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand
Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það.

„Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“
Caroline Darian, dóttir Dominique og Giséle Pelicot, segist sannfærð um að faðir sinn hafi einnig nauðgað henni þó engar sannanir séu fyrir því. Mynd af hálfklæddri meðvitundarlausri dótturinni fundust í tölvu föðursins. Hún vonar að hann losni aldrei úr fangelsi.

Eins og að vera fangi í eigin líkama
Freyja Imsland var að nálgast þrítugt og var við það að ljúka doktorsnámi í Svíþjóð þegar hún byrjaði að þróa með sér einkenni ME sjúkdómsins. Í dag er hún alfarið rúmföst og getur lítið gert án þess að örmagnast.

„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“
Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn.

Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
Heimilisköttur á Seltjarnarnesi greindist í dag með fuglaflensu. Skæð fuglaflensa H5N5 greindist í fyrsta skipti í ketti sem drapst fyrir jól.

Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga
Árið í ár var það heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar náði fyrsta skipti neðri þröskuldi Parísarsakomulags um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu.

Útgöngubann í borginni í nótt
Íslendingur sem býr í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni en erfiðlega gengur að ná stjórn á gróðureldum sem þar geisa. Tíu hafa látist hið minnsta í eldunum og mörg þúsund hús brunnið, Útgöngubann verður í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér ástandið og látið greipar sópa.

85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki
Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.

Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar
Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi.