Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 23:56 Salvador Plasencia kallaði Matthew Perry fávita í skilaboðum til annars læknis og sagði að hægt væri að hagnast á leikaranum. AP Salvador Plasencia, læknir sem játaði að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamín hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Hann er ekki sakaður um að hafa selt Perry skammtinn sem dró hann til dauða. Perry fannst látinn í heitum potti heima hjá sér í október 2023. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna neyslu ketamíns. Hann var 54 ára gamall og hafði lengi glímt við fíkn. Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig til andláts hans af völdum ofneyslu. AP fréttaveitan hefur eftir dómaranum sem las upp dóminn gegn Plasencia í dag að þó læknirinn hafi ekki selt Perry hans síðasta skammt, hafi hann og aðrir nýtt sér fíkn Perry og hagnast á henni. Þetta fólk hafi leitt hann áfram þá leið sem leiddi til dauða hans. Plasencia viðurkenndi að hafa nýtt sér fíkn leikarans og að hann hefði vitað að Perry ætti í vandræðum. Í skilaboðum sem hann sendi öðrum lækni kallaði Plasencia Perry „fávita“ sem hægt væri að græða á. Saksóknarar höfðu farið fram á að hann yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi. Læknirinn var leiddur úr dómsal í handjárnum á meðan móðir hans grét hástöfum, samkvæmt blaðamanni AP sem var í salnum. „Uppáhaldsvinur“ allra Áður en dómurinn var kveðinn upp lásu móðir Perrys og tvær hálfsystur hans upp yfirlýsingar. Þær sögðu meðal annars að dauði hans hefði haft gífurleg og slæm áhrif á þær. Madeleine Morrison sagði að heimurinn syrgði með þeim. „Hann var uppáhaldsvinur allra,“ sagði hún en Perry var hvað þekktastur fyrir að leika Chandler Bing í þáttunum Friends. Suzanne Perry, móðir leikarans, talaði um styrk sonar síns og hvað honum hefði tekist að áorka í lífinu. „Þú kallaðir hann fávita,“ sagði hún við Plasencia. „Það var engin fáviska í þessum manni. Hann var meira að segja fíkill sem naut velgengni.“ Perry brast seinna meir í grát og skammaði Plasencia fyrir það sem hann gerði syni hennar. „Ég hefði átt að vernda hann“ Plasencia ávarpaði einnig dómarann þar sem hann sagðist ekki geta ímyndað sér daginn þegar hann þyrfti að útskýra fyrir tveggja ára syni sínum að hann hefði ekki verndað son annarrar konu. „Það særir mig svo mikið. Ég trúi ekki að ég sé hérna,“ sagði hann. Þá bað hann fjölskyldu Perrys afsökunar og sagði: „Ég hefði átt að vernda hann.“ Dómsuppkvaðning hinna fjögurra sem hafa játað sök mun eiga sér stað á næstu mánuðum. Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Matthew Perry Hollywood Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Perry fannst látinn í heitum potti heima hjá sér í október 2023. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna neyslu ketamíns. Hann var 54 ára gamall og hafði lengi glímt við fíkn. Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig til andláts hans af völdum ofneyslu. AP fréttaveitan hefur eftir dómaranum sem las upp dóminn gegn Plasencia í dag að þó læknirinn hafi ekki selt Perry hans síðasta skammt, hafi hann og aðrir nýtt sér fíkn Perry og hagnast á henni. Þetta fólk hafi leitt hann áfram þá leið sem leiddi til dauða hans. Plasencia viðurkenndi að hafa nýtt sér fíkn leikarans og að hann hefði vitað að Perry ætti í vandræðum. Í skilaboðum sem hann sendi öðrum lækni kallaði Plasencia Perry „fávita“ sem hægt væri að græða á. Saksóknarar höfðu farið fram á að hann yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi. Læknirinn var leiddur úr dómsal í handjárnum á meðan móðir hans grét hástöfum, samkvæmt blaðamanni AP sem var í salnum. „Uppáhaldsvinur“ allra Áður en dómurinn var kveðinn upp lásu móðir Perrys og tvær hálfsystur hans upp yfirlýsingar. Þær sögðu meðal annars að dauði hans hefði haft gífurleg og slæm áhrif á þær. Madeleine Morrison sagði að heimurinn syrgði með þeim. „Hann var uppáhaldsvinur allra,“ sagði hún en Perry var hvað þekktastur fyrir að leika Chandler Bing í þáttunum Friends. Suzanne Perry, móðir leikarans, talaði um styrk sonar síns og hvað honum hefði tekist að áorka í lífinu. „Þú kallaðir hann fávita,“ sagði hún við Plasencia. „Það var engin fáviska í þessum manni. Hann var meira að segja fíkill sem naut velgengni.“ Perry brast seinna meir í grát og skammaði Plasencia fyrir það sem hann gerði syni hennar. „Ég hefði átt að vernda hann“ Plasencia ávarpaði einnig dómarann þar sem hann sagðist ekki geta ímyndað sér daginn þegar hann þyrfti að útskýra fyrir tveggja ára syni sínum að hann hefði ekki verndað son annarrar konu. „Það særir mig svo mikið. Ég trúi ekki að ég sé hérna,“ sagði hann. Þá bað hann fjölskyldu Perrys afsökunar og sagði: „Ég hefði átt að vernda hann.“ Dómsuppkvaðning hinna fjögurra sem hafa játað sök mun eiga sér stað á næstu mánuðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Matthew Perry Hollywood Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira