Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. Innlent 2.9.2025 18:26 Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag. Innlent 2.9.2025 18:02 Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. Innlent 2.9.2025 17:45 Fækka eftirlitsaðilum verulega Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Innlent 2.9.2025 16:42 Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Innlent 2.9.2025 16:31 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Innlent 2.9.2025 15:54 Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafa boðað til sameiginlegs kynningarfundar klukkan 14:30. Innlent 2.9.2025 14:03 „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Innlent 2.9.2025 14:03 Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Innlent 2.9.2025 13:30 Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. Innlent 2.9.2025 13:25 Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 2.9.2025 12:47 „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Innlent 2.9.2025 12:18 „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík. Innlent 2.9.2025 12:02 Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. Innlent 2.9.2025 11:40 Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Í hádegisfréttum verður fjallað um uppsagnirnar á Bakka sem tilkynnt var um í gær og rætt við verkalýðsforkólfa og ráðherra vegna málsins. Innlent 2.9.2025 11:37 Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. Innlent 2.9.2025 11:00 Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Framkvæmdum við leikskólann Hlíð mun ekki ljúka fyrr en í apríl 2027 en úrbætur sem ráðast þarf í reyndust meiri en gert var ráð fyrir. Leikskólanum var lokað í október 2022 vegna myglu. Innlent 2.9.2025 10:34 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi. Innlent 2.9.2025 10:13 Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Alls eru 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Ef horft er til barna 18 mánaða og eldri eru þau 67. Í fyrra biðu á svipuðum tíma 653 barn og 2023 voru þau 658. Innlent 2.9.2025 09:24 Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. Innlent 2.9.2025 08:47 Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag. Innlent 2.9.2025 08:27 „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. Innlent 2.9.2025 07:02 Eftirlýstur náðist á nöglunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt, eftir að hann flúði lögreglumenn sem hugðust sekta hann fyrir notkun nagladekkja. Innlent 2.9.2025 06:21 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. Innlent 1.9.2025 23:41 Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. Innlent 1.9.2025 23:17 Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri nú en síðustu mánaðamót. Innlent 1.9.2025 21:33 Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar bíður eftir því að rússneskt fiskiskip með veikan skipverja færi sig nær landinu. Tilkynning barst fyrst um veikindin í morgun en skipið var þá staðsett djúpt norðaustur af landinu. Innlent 1.9.2025 21:15 Geti reynst ógn við öryggi allra barna Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Innlent 1.9.2025 21:00 Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Um 140 þúsund ferðamenn hafa heimsótt gestastofuna í Skaftafelli það sem af er ári. Um 10% af ferðamönnunum eru Íslendingar. Mikil ánægja er með tjaldsvæðið í Skaftafelli og allan aðbúnað á staðnum. Innlent 1.9.2025 20:03 Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara. Innlent 1.9.2025 19:39 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. Innlent 2.9.2025 18:26
Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag. Innlent 2.9.2025 18:02
Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. Innlent 2.9.2025 17:45
Fækka eftirlitsaðilum verulega Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Innlent 2.9.2025 16:42
Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Innlent 2.9.2025 16:31
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Innlent 2.9.2025 15:54
Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafa boðað til sameiginlegs kynningarfundar klukkan 14:30. Innlent 2.9.2025 14:03
„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Innlent 2.9.2025 14:03
Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Innlent 2.9.2025 13:30
Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. Innlent 2.9.2025 13:25
Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 2.9.2025 12:47
„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Innlent 2.9.2025 12:18
„Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík. Innlent 2.9.2025 12:02
Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni. Innlent 2.9.2025 11:40
Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Í hádegisfréttum verður fjallað um uppsagnirnar á Bakka sem tilkynnt var um í gær og rætt við verkalýðsforkólfa og ráðherra vegna málsins. Innlent 2.9.2025 11:37
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. Innlent 2.9.2025 11:00
Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Framkvæmdum við leikskólann Hlíð mun ekki ljúka fyrr en í apríl 2027 en úrbætur sem ráðast þarf í reyndust meiri en gert var ráð fyrir. Leikskólanum var lokað í október 2022 vegna myglu. Innlent 2.9.2025 10:34
Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi. Innlent 2.9.2025 10:13
Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Alls eru 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Ef horft er til barna 18 mánaða og eldri eru þau 67. Í fyrra biðu á svipuðum tíma 653 barn og 2023 voru þau 658. Innlent 2.9.2025 09:24
Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. Innlent 2.9.2025 08:47
Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag. Innlent 2.9.2025 08:27
„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. Innlent 2.9.2025 07:02
Eftirlýstur náðist á nöglunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt, eftir að hann flúði lögreglumenn sem hugðust sekta hann fyrir notkun nagladekkja. Innlent 2.9.2025 06:21
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. Innlent 1.9.2025 23:41
Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. Innlent 1.9.2025 23:17
Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri nú en síðustu mánaðamót. Innlent 1.9.2025 21:33
Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar bíður eftir því að rússneskt fiskiskip með veikan skipverja færi sig nær landinu. Tilkynning barst fyrst um veikindin í morgun en skipið var þá staðsett djúpt norðaustur af landinu. Innlent 1.9.2025 21:15
Geti reynst ógn við öryggi allra barna Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins. Innlent 1.9.2025 21:00
Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Um 140 þúsund ferðamenn hafa heimsótt gestastofuna í Skaftafelli það sem af er ári. Um 10% af ferðamönnunum eru Íslendingar. Mikil ánægja er með tjaldsvæðið í Skaftafelli og allan aðbúnað á staðnum. Innlent 1.9.2025 20:03
Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara. Innlent 1.9.2025 19:39