Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Nýsjálenska knattspyrnukonan Ali Riley sagði frá góðhjörtuðum gömlum mótherja sínum á samfélagsmiðlum sínum en sú sem um ræðir er ein stærsta goðsögnin í sögu kvennafótboltans. Fótbolti 14.7.2025 09:31
Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Framtíð landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar er á milli tannanna á fólki og margir vilja sjá nýjan þjálfara hjá íslenska kvennalandsliðinu. En hver gæti tekið við? Besta sætið fékk að vita skoðun tveggja sigursæla reynslubolta sem þekkja íslenska kvennaboltann vel. Fótbolti 14.7.2025 09:00
Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 14.7.2025 08:45
Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Fótbolti 13.7.2025 20:11
Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Það var tilfinningaþrungin stund í dag er Liverpool spilaði sinn fyrsta leik eftir fráfall leikmanns félagsins, Diogo Jota. Enski boltinn 13.7.2025 20:00
Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Lærisveinar Freys Alexanderssonar hjá Brann unnu sterkan 3-1 sigur á Viking í norska boltanum í kvöld og komust með sigrinum upp í annað sætið. Liðið er sex stigum á eftir Viking. Fótbolti 13.7.2025 19:16
Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram England tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum á EM er liðið vann öruggan sigur á Wales. Fótbolti 13.7.2025 18:30
Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Holland er úr leik á EM en Frakkland var þegar komið áfram fyrir leik kvöldsins. Fótbolti 13.7.2025 18:30
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. Fótbolti 13.7.2025 18:26
Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Fyrrum leikmaður Arsenal, Santi Cazorla, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félag sitt Real Oviedo. Félagið komst upp í spænsku úrvalsdeildina í gegnum umspilið á síðasta tímabili. Fótbolti 13.7.2025 16:01
Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13.7.2025 15:17
Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Liverpool spilar sinn fyrsta leik í dag eftir fráfall Diogo Jota er liðið tekur á móti Stefáni Teit og félögum í Preston í vináttuleik. Enski boltinn 13.7.2025 14:00
Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni KR sækir ÍA heim á Elkem-völlinn á Akranesi í 15. umferð Bestu deildar karla annað kvöld. Heimferð Vesturbæinga af Skaganum lengist um 45 mínútur eða svo, þar sem Hvalfjarðargöngin verða lokuð vegna framkvæmda. Íslenski boltinn 13.7.2025 12:25
„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Íslenski boltinn 13.7.2025 11:47
Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Jack Grealish fór ekki með Manchester City á HM félagsliða og gæti farið frá félaginu í sumar. Þrátt fyrir þetta segir hann að hann elski félagið „meira en allt.“ Enski boltinn 13.7.2025 11:02
Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand er allt annað en sáttur með stuðningsmenn Arsenal. Allar líkur eru á því að Noni Madueke gangi til liðs við félagið frá Chelsea fyrir rúmlega 50 milljónir punda en hluti stuðningsmanna Arsenal hafa mótmælt því mikið. Enski boltinn 13.7.2025 10:32
Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sænski framherjinn Viktor Gyökeres fær að öllum líkindum stóra sekt þar sem hann hefur ákveðið að mæta ekki á æfingar hjá portúgalska liðinu Sporting. Forseti félagsins segir að félagaskipti hans frá félaginu gætu orðið „flóknari úr þessu.“ Enski boltinn 13.7.2025 10:00
Messi slær enn eitt metið Lionel Messi sló enn eitt metið í nótt þegar Inter Miami vann Nashville 2-1 í MLS deildinni. Hann er sá eini í deildinni til að skora meira en eitt mark í fimm leikjum í röð. Fótbolti 13.7.2025 09:31
Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Pólland vann í kvöld sinn fyrsta sigur á EM kvenna í fótbolta þegar þær mættu Dönum. Þær komast ekki upp úr riðlinum en það var ljóst fyrir leik. Fótbolti 12.7.2025 18:31
Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Svíþjóð vann riðilinn sinn á EM kvenna í fótbolta eftir sigur gegn Þjóðverjum. Bæði lið fara áfram úr riðlinum, en það var ljóst fyrir leik. Fótbolti 12.7.2025 18:31
Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Njarðvík mistókst að komast á topp Lengjudeildarinnar í dag. Liðið gerði þá 1-1 jafntefli gegn Völsungi á Húsavík. Íslenski boltinn 12.7.2025 16:01
Onana frá næstu vikurnar Markvörður Man. Utd, Andre Onana, meiddist á æfingu hjá Man. Utd og getur ekki leikið með liðinu næstu vikurnar. Enski boltinn 12.7.2025 15:33
Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni. Íslenski boltinn 12.7.2025 13:31
Ánægður með Arnar og er klár í haustið Hákon Rafn Valdimarsson hrósar landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni og hlakkar til næsta landsliðsverkefnis Íslands. Strákarnir okkar séu meira en klárir í komandi undankeppni HM. Fótbolti 12.7.2025 13:01