Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“

Skagamenn unnu frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð Bónus deildar karla í kvöld, 102-92. Skagamenn voru að leika sinn fyrsta leik í efstu deild síðan árið 2000. Styrmir Jónasson var frábær í liði skagamanna og leiddi liðið áfram í upphafi síðari hálfleiks.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þá er erfitt að spila hér“

Þórir Þorbjarnarson, fyrirliði KR, var sáttur með dramatískan sigur liðsins í kvöld gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. KR-ingar voru í veseni langt inn í seinni hálfleikinn en unnu sig til baka í leikinn og tókst að sigra Stjörnuna 102-98 eftir framlengdan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst þetta full mikil brekka“

Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Beeman gekk frá fyrrum fé­lögum

Abby Beeman átti stórleik í frumraun sinni fyrir Grindavík í Bónus deild kvenna og var stigahæst í 89-74 sigri á útivelli gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Hamar/Þór.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón vísar um­mælum Rögn­valdar til föður­húsanna

Í færslu á Facebook svarar Jón Guðmundsson ummælum Rögnvaldar Hreiðarssonar, fyrrverandi dómara og fyrrverandi nefndarmanns í dómaranefnd KKÍ. Jón segist aldrei hafa neitað því að dæma í öðrum deildum en þeim efstu og segist ekki hafa skynjað áhuga hjá dómaranefnd að nýta krafta hans.

Körfubolti
Fréttamynd

KR vann nýliða­slaginn

KR sótti Ármann heim í nýliðaslag Bónus deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að gestirnir vestur úr bæ unnu 15 stiga sigur, lokatölur 60-75.

Körfubolti