Veiði

Ný stjórn SVFR

Á aðalfundi SVFR sem er nýlokið var kosið til stjórnar félagsins. Sitjandi stjórnarmenn héldu sæti sínu auk þess sem að Hörður Birgir Hafsteinsson hlaut kosningu.

Veiði

VSK á veiðileyfi?

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði grein í fréttablaðið sl. föstudag sem vakið hefur mikla athygli. Víkur hann að skattlagningu á lax- og silungsveiðileyfi.

Veiði

Síðasta rjúpnahelgin framundan

Nú er síðasta rjúpnahelgin framundan og einhverjir veiðimenn sem eiga ennþá eftir að ná sér í jólamatinn, en flestir af þeim sem við höfum heyrt í eru komnir með sitt.

Veiði

Fiskvegur um Steinbogann í Jöklu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fiskvegar framhjá steinboganum í Jökulsá á Dal. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Forseti bæjarstjórnar greiddi einn atkvæði gegn leyfinu. Hann vill frekari rannsóknir á að fiskvegurinn skili tilætluðum árangri til að réttlætanlegt sé að framkvæma við náttúruundrið.

Veiði

Utanfundar kosning SVFR hafin

Kosning utan kjörfundar til stjórnar SVFR hefst í dag. Kosið verður daglega fram til föstudags frá klukkan 11.00-15.00 á skrifstofu félagsins.

Veiði

Norðmenn fyrirmynd í laxeldi?

Merkilegur fréttaflutningur átti sér stað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkveldi. Þar var fjallað um laxeldi hérlendis en því miður með mjög einhliða hætti.

Veiði

Kynning á frambjóðendum SVFR

Fyrir þá sem vilja kynna sér frambjóðendur til stjórnar SVFR þá eru upplýsingar um frambjóðendur að birtast þessa dagana á vefnum hjá Stangó.

Veiði

Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar

Hvannadalsá var töluvert undir væntingum í sumar, eins og svo margar aðrar ár, þó var gott hlutfall stórlaxa í ánni. Samkvæmt okkar bókum komu rétt rúmlega 100 laxar úr ánni í sumar sem er töluvert fall frá 465 löxum í fyrra. Hluti af skýringunni er eflaust sá að í sumar var einungis leyð fluguveiði í fyrsta skipti og reynslan sýnir okkur að fyrsta ár í fluguveiði skilar alltaf lægri heildartölu en vanalega.

Veiði

Bókin Stórlaxar komin út

Gunnar Bender og Þór Jónsson voru nýlega að gefa út bókina Stórlaxar. Þar er að finna viðtöl við þekkta veiðimenn sem og frásagnir þeirra af skemmtilegum veiðitúrum.

Veiði

Rjúpnahelgi framundan

Nú styttist í þriðju helgina í rjúpu og veðurspáin er víst alveg með ágætum víðast hvar um landið alla helgina. Reikna má með mikilli umferðveiðimanna víðast hvar og eru menn hvattir til að sýna tillitsemi og hófsemi við veiðarnar.

Veiði

SVFR framlengir í dölunum

Um helgina voru framlengdir leigusamningar SVFR við Laxá í Dölum og Fáskrúð. Að sögn Bjarna Júlíussonar formanns SVFR er mikil ánægja meðal stjórnar félagsins með þessa nýju samninga.

Veiði

Miðsvæðin í Blöndu

Svæði 2 og 3 í Blöndu voru nokkuð góð í sumar, alls komu um 400 laxar á land. Að vísu eru allnokkrar stangir á svæðunum eða 9 stangir í allt – en fátítt var að það væru allar bókaðar. Einnig verður að líta til þess að veiðin á sér nánast öll stað fyrir mánaðarmót júlí og ágúst, dagveiðin er því nokkuð góð á því tímabili, sérstaklega eftir 10 júlí.

Veiði

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR

Fimmta framboðið til stjórnar SVFR hefur borist skrifstofu og er frá Eiríki St. Eiríkssyni félagsmanni númer 605. Því er nokkuð ljóst að fimm frambjóðendur eru í þrjú stjórnarsæti á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember næstkomandi, því harla ólíklegt er að framboð berist í bréfpósti.

Veiði

Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD

Út er kominn pakki um stórlaxaveiðar á Íslandi sem inniheldur bæði bók og kvikmynd! Betra verður það einfaldlega ekki! Þessi magnaði veiðipakki er eftir bræðurnar Gunnar og Ásmund Helgasyni og ber heitið Leitin að stórlaxinum. Nú þegar er hafin forsala á www.veidiflugur.is en pakkinn fer í almenna dreifingu 21. nóvember næstkomandi.

Veiði

Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan

Frá því að SVFR kom að leigutöku á urriðasvæðunum í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit hefur hlutfall slepptra silunga margfaldast, en 58% af urriðanum í sumar var sleppt.

Veiði

Veiðin í Reykjadalsá 2011

Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta.

Veiði

Lokatölur úr ánum og vangaveltur

Eins og fram hefur komið þá var laxasumarið 2011 það sjötta besta frá upphafi skráninga skv bráðabirgðatölum frá VMSt. VoV hefur tekið saman allar þær lokatölur sem komist hefur verið yfir. Ekki tæmandi listi, en hér kennir margra grasa.

Veiði

Nýtt framboð til stjórnar SVFR

Í gærkveldi barst skrifstofu SVFR framboð frá Herði Birgi Hafsteinssyni félaga nr. 2127 til stjórnar á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember.

Veiði

Engin rjúpnaveiði næstu helgi

Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur.

Veiði

Víðidalsá - Uppgjör 2011

Veiði lauk í Víðidalsá þann 24 september og var lokatala úr ánni 747 laxar á land. Oft hafa sést hærri tölur úr þessari rómuðu stóralaxaá en hlutfall stórlaxa var sem fyrr afar hátt.

Veiði

Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út

Fimmta tölublað vef-tímaritsins Veiðislóð er komið út. Eitt blað eftir af tilraun þeirra félaga á www.votnogveidi.is og verður fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér með framhald á þessu tímariti.

Veiði

Sagan endurtekur sig

Árið 1999 skrifaði Hilmar Hansson þáverandi formaður Landssambands Stangaveiðifélaga grein í Morgunblaðið um glórulaust laxeldi hérlendis. Greinina mætti nú birta aftur - og það óbreytta. Hana má í það minnsta lesa hér að neðan, og gæti hún allt eins verið rituð nú í morgun:

Veiði

Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið

Það voru vægast sagt erfiðar aðstæður til rjúpnaveiða í Breiðdal og á Jöklusvæðinu sl. helgi er veiðar hófust. Engin snjór og nánast sumarhiti niður í dölunum á föstudag og lítið um rjúpu á hefbundnum svæðum. En það var eins gott að nýja svæðið upp á Jökuldalsheiði var með því þar var nægur snjór og rjúpa líka!

Veiði

Sitjandi stjórnarmenn hafa allir gefið kost á sér

Skrifstofa félagsins hefur í dag móttekið framboð Árna Friðleifssonar, Bernhards A. Petersen og Hilmars Jónssonar til stjórnar SVFR. Ljóst er því að þeir munu óska eftir áframhaldandi umboði til starfa fyrir félagið næstu tvö árin.

Veiði

Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum

Í sumar var í fyrsta sinn var aðeins leyfð fluguveiði í Eldvatnsbotnum í Meðallandi. Það virðist ekki hafa haft áhrif á veiðitölur á svæðinu. Eldvatnsbotnar fara ekki varhluta af bannsettri Steinsugunni, því mikill meirihluti sjóbirtingsins er bitinn og særður. Sérstaklega á þetta við um stærri birtinginn sem virðist, líkt og í Tungufljóti, einfaldlega allur vera soginn.

Veiði

Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum?

Miðað við þau útboð sem hafa verið síðustu mánuði og vikur er ljóst að einhverjar ár muni hækka næsta sumar og sumar mikið. Nýlegt 111 milljóna tilboð í Þverá kemur þannig út að meðalverð á stöngina er um 100.000 kr, þ.e.a.s. kostnaðarverð leigutaka. Hvernig þetta skilar sér svo í verðum til veiðimanna er ekki útséð ennþá.

Veiði

Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest

Veiðisumrinu lauk formlega á mánudaginn þegar veiði í Ytri-Rangá var hætt. Þar komu flestir laxar á land eða alls 4.961. Næst flestir laxar veiddust í Eystri-Rangá. Í Haffjarðará og Selá veiddust hins vegar flestir laxar á stöng. Veiðin í Elliðaánum var líka mjög góð.

Veiði

Fáskrúð var fín á liðnu sumri

Veiðitölur eru loks komnar í hús úr Fáskrúð í Dölum frá því í sumar. Veiðin í ánni var með ágætum í sumar þó langur vegur sé frá metveiði fyrra árs. Sumarveiðin hljóðar upp á 247 laxar en veitt er ýmisst á tvær til þrjár dagsstangir. Í fyrra var veiðin hins vegar 523 laxar sem er einhver mesta veiði sem um getur úr Fáskrúð.

Veiði