Verður Bitcoin hluti af varaforða þjóðríkja?
Efnahagskerfi heimsins ganga nú í gegnum mikla umbreytingu. Hátt vaxtastig, auknar skuldir þjóðríkja, vaxandi verðbólguógn og aukin samkeppni milli stórvelda eru að endurmóta alþjóðahagkerfið. Bandaríkjadalur hefur um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í fjármálakerfi heimsins, þar sem hann er undirstaða fjármálamarkaða og alþjóðaviðskipta. Það gæti þó verið að breytast.