Skoðun

Stefnum á að veita 1000 börnum inn­blástur fyrir fram­tíðina

Dr. Bryony Mathew skrifar

Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að skipta um starf og verða þrívíddarmatarprentari, fjarskurðlæknir eða samvinnuþjarkamiðlari? Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en fyrir mörg börn í grunnskóla í dag gætu þetta orðið raunveruleg störf í ekki svo fjarlægri framtíð.

Skoðun

Sam­gönguáætlun – skuld­binding, ekki kosninga­lof­orð

Samgönguáætlun er lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og fjarskipti og er samþykkt af Alþingi. Hún skiptist í annars vegar tólf ára stefnumarkandi áætlun, þar sem sett eru fram markmið og áherslur stjórnvalda, og hins vegar fjögurra ára framkvæmdaáætlun.

Skoðun

Menntun til fram­tíðar

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum.

Skoðun

Við getum öll bjargað lífi

Kristófer Kristófersson skrifar

Slys og bráð veikindi eins og hjartastopp geta komið upp hvenær og hvar sem er. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að geta hjálpað og þekkja grunnatriði skyndihjálpar og þá sérstaklega endurlífgunar. 

Skoðun

Mennta­stefna stjórn­valda – ferð án fyrir­heits?

Sigvaldi Egill Lárusson skrifar

Þegar farið er í stefnumótun er ætlunin að breyta hlutum til hins betra. Hvatinn er að fara frá núverandi ástandi í átt að framtíðarsýn eða óskastöðu sem felur í sér betra ástand en nú. Þetta byggist á því að móta skýra sýn eða markmið um það hvað einkennir nýtt ástand og fá með því alla hlutaðeigandi með í vegferðina til að komast þangað sem ferðinni er heitið.

Skoðun

Fyrir hvern erum við að byggja?

Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern?

Skoðun

Beint og milli­liða­laust

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá.

Skoðun

Á­fengis­sala: Þrýstingur úr tveimur áttum

Ögmundur Jónasson skrifar

Nokkur umræða hefur farið fram í kjölfar þess að ákæra koma fram vegna netverslunar með áfengi. Sölulaðilar og fulltrúar þeirra beirra bera sig illa og segja aðför gerða að sér og að hún sé til komin vegna óeðlilegs þrýstingas. Þannig er haft eftir Heiðari Ásberg Atlasyni lögmanni Smáríkisins, eins þeirra fyrirtækja sem stundað hafa ólöglega verslun með áfengi um nokkurra ára skeið og nú fengið á sig ákæru, að lögregla og ákæruvald hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi að leggja fram ákæruna.

Skoðun

Hver vill heyra um eitt­hvað já­kvætt sem er gert í skólunum?

Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Ég held að ég sé ekki sú eina sem er orðin þreytt á því að sjá bara neikvæðar fréttir af skólastarfi núna í skólabyrjun. Það er erfitt fyrir alla sem koma að skólastarfi að fá að heyra það þegar þeir hefja nýtt skólaár að það sem þeir hafa verið að gera sé ekki nógu gott.

Skoðun

Enn af ferðum Angelu Müller. Eru er­lendir ferða­menn af­ætur?

BJarnheiður Hallsdóttir skrifar

Einn gesta þáttarins „Viklokin” á Rás 1, laugardaginn 30.ágúst, var Þórólfur Matthíasson prófessor emeritus og hagfræðingur. Til umræðu enn og aftur var hin svokallaða „innviðaskuld” okkar Íslendinga. Þórólfur talaði þar um slit á vegakerfinu sem m.a. orsakaðist af því að allir vöruflutningar fara nú fram á þjóðvegum landsins.

Skoðun

Hin yndis­lega að­lögun

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Kona kom í heimsókn og menn fóru gjörsamlega á límingunum! Uppnámið varð slíkt að annað eins hafði ekki sést í áraraðir, einhver stjórnmálaleiðtogi gekk svo langt að segja á samfélagsmiðlum að sér hafi orðið flökurt. Vonandi er honum batnaður flökurleikinn.

Skoðun

Krist­rún slær á puttana á Við­reisn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Viðtal Morgunblaðsins við Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, um síðustu helgi, þar sem hún tók skýrt fram að áherzla ríkisstjórnar hennar væri á efnahagsmálin en ekki Evrópusambandið, verður ekki túlkað á annan hátt en útspil til þess að slá á puttana á Viðreisn og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni flokksins. Viðreisnarfólk hefur í kjölfarið áréttað að þjóðaratkvæði um málið sé forsenda stjórnarsamstarfsins.

Skoðun

Skóli án að­greiningar: Að gefast upp er ekki val­kostur

Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar

Um þessar mundir er hávær umræða um það hvort skóli án aðgreiningar hafi mistekist. Sumir telja að svo sé og að lausnin felist í að snúa við blaðinu til eldra fyrirkomulags þegar fötluð börn og börn með fjölþættar stuðningsþarfir voru aðgreind frá öðrum börnum í sérbekki eða önnur sérúrræði.

Skoðun

Er félags­fælni­far­aldur í upp­siglingu?

Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls.

Skoðun

Hug­leiðing við starfs­lok kennara í Reykja­vík

Elín Guðfinna Thorarensen skrifar

Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu.   

Skoðun

Bíla­hús í Reykja­víkur­borg – að­gengi, lög og ó­jöfnuður

Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa

Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum.

Skoðun

Aðild að Evrópu­sam­bandinu kallar á breytt vinnu­brögð

Guðmundur Ragnarsson skrifar

Það hefur alltaf verið samfæring mín að við eigum að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið þegar við erum tilbúin til þess. Það sem ég hef horft mest á er að fá sterkan gjaldmiðil í stað krónunnar sem er okkur mjög dýr.

Skoðun

Stækkun Þjóð­leik­hússins er löngu tíma­bær

Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar

Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna.

Skoðun

Evrópu­sam­bandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki

Þórdís Rafnsdóttir skrifar

Á síðustu árum hefur netöryggi ríkja orðið enn mikilvægara. Með stóraukinni stafrænnri þróun og alþjóðlegum átökum hafa netárásir orðið að hluta af vopnabúri ríkja og samtaka, sem beita tækni til að ná pólitískum, fjárhagslegum og hernaðarlegum markmiðum.

Skoðun

Von í Vonarskarði

Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn

Skoðun

Þjóð gegn þjóðarmorði

Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa

Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi

Skoðun

Hvað er eigin­lega málið með þessa þéttingu??

Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru.

Skoðun

Eitt próf á ári – er það snemmtæk í­hlutun?

Íris E. Gísladóttir skrifar

Hugtakið snemmtæk íhlutun hefur undanfarin ár orðið lykilorð í menntastefnu og umræðu um velferð barna. Það vísar til þess að gripið sé inn í náms- eða þroskavanda barns strax við fyrstu merki, áður en hann þróast í alvarlegri erfiðleika. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun eykur líkur á farsælli námsframvindu, dregur úr félagslegum hindrunum og minnkar kostnað samfélagsins til lengri tíma.

Skoðun

Þegar öllu er á botninn hvolft

Ingólfur Sverrisson skrifar

Boðað hefur verið til opins fræðslufundar í Ólíkindalandi. Framsögufólk er sagt frá Sjálfræðisflokknum sem lagt hefur gríðarlega áherslu á meinta yfirburði krónu landsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum heimsbyggðarinnar.

Skoðun

Kynbundin á­hrif barn­eigna á at­vinnu­þátt­töku og tekjur

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti.

Skoðun