Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar 17. nóvember 2025 12:32 Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Alþingi Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun