Atvinnulíf

Að­eins þremur af hverjum tíu starfs­mönnum hrósað síðustu daga

„Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum.

Atvinnulíf

Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf

„Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að.

Atvinnulíf

Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni

„Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir.

Atvinnulíf

Umræða starfsfólks oft óvægin og persónuleg en kúnstin að halda alltaf áfram

„Ég viðurkenni alveg að í lok sumars upplifði ég mig hálf örmagna og það gat verið freistandi hugsun að hætta bara við þetta allt saman. Því það að innleiða stefnu tekur verulega á og það geta komið upp tímar þar sem maður veltir fyrir sér hvort þetta er allt þess virði,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í viðtali þar sem við rýnum í það, hvað þarf til að vinnustaðir nái að innleiða stefnu þannig að raunverulegar breytingar eigi sér stað.

Atvinnulíf

„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“

„Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi.

Atvinnulíf

Góðir stjórnarhættir: Úttektarferlið tækifæri til að fá rýni og ábendingar

„Það er ekkert sjálfgefið að fyrirtæki fái þessar viðurkenningar. Til að teljast fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum þarf fyrst að standast ákveðna skoðun úttektaraðila,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um fyrirmyndarfyrirtækin átján sem í vikunni hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Atvinnulíf

Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt

„Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa.

Atvinnulíf

Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina

„Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp.

Atvinnulíf

„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“

„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla.

Atvinnulíf

Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé

Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma.

Atvinnulíf

Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu

Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum.

Atvinnulíf

Þegar klukkan tifar mjög hægt á föstudegi

Það koma föstudagar í vinnunni sem líða ótrúlega hægt. Við erum spennt fyrir helginni, margt á döfinni og rólegt að gera hvort eð er. Fyrir utan það að það vantar líka helminginn af vinnufélögunum því þeir eru í fríi.

Atvinnulíf