„Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 07:03 Margrét Guðmundsdóttir situr í stjórn Festi og Eimskips, hefur setið í fjölda annarra stjórna en starfaði lengst af sem forstjóri Icepharma o.fl. Margrét er ein þeirra sem telur í hópi reynslubolta í Framtíðin á sér fortíð, en hún segir einkageirann ekki kunna það eins vel og pólitíkin að nýta sér þekkingu og hæfileika þeirra sem reynsluna hafa. Íris Dögg Einarsdóttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. Mér finnst ég of oft sjá dæmi um eitthvað í íslensku atvinnulífi sem mætti gera betur. Uppsagnir eru gott dæmi. Það er allt of algengt að það sé ekki staðið vel að því að segja upp fólki, jafnvel fólki sem hefur verið trygglynt vinnuveitanda sínum lengi. En er nánast eins og hent út, enginn veit neitt og ekki næst í stjórnendur,“ nefnir Margrét sem dæmi og bætir við: „Þarna gæti það nýst vel að hafa sótt í brunn þeirra sem eldri eru, hafa reynsluna og geta séð til þess að sömu mistökin séu ekki endurtekin aftur og aftur.“ Margrét var ein fyrirlesara á fundi sem Mannauður, samtök mannauðsfólks á Íslandi, hélt í vikunni í samstarfi við Framtíðin á sér fortíð. Hugmyndin að Framtíðin á sér fortíð er að það verði að nokkurs konar samtökum eða hreyfiafli sem fyrirtæki, stofnandir og félagasamtök geta leitað til, til að fá reynslubolta eða sérfræðinga á einhverju sviði til að miðla af sinni þekkingu og reynslu. „Það er í raun svo mikil sóun að gera það ekki,“ segir Margrét og brosir. Flott sýn Það má með sanni segja að Margrét sé hokin af reynslu. Og það sama má segja um fyrirlesarana Óskar Magnússon og Ögmund Jónasson, sem einnig héldu erindi á fundinum, ásamt Sverri Briem hjá Hagvangi. Fundarstjóri var Ólafur Ingi Ólafsson. Allt gamalkunnug og þekkt nöfn úr ólíkum geirum: Einstaklingar sem eru til í að miðla af sinni reynslu, öðrum og yngri aðilum til gagns. „Þegar ég segi að pólitíkin kunni þetta vel, er ég að vísa til þess hvernig pólitíkin leitar statt og stöðugt til þeirra sem hafa mestu reynsluna. Til dæmis til að setjast í alls kyns nefndir og fleira,“ segir Margrét og nefnir sem dæmi að nú hefur WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, fengið Katrínu Jakobsdóttur til liðs við sig sem formann nefndar um loftlagsbreytingar og heilsu. Í erindi sínu á fundinum vitnaði Margrét sjálf í sér eldri og vitrari mann, sem hún kynntist sem ung kona í starfi hjá Dansk ESSO í Danmörku: Ég var mjög heppin með minn fyrsta yfirmann þar,“ segir Margrét og útskýrir að sá hafi endað sinn starfsferil hjá fyrirtækinu sem framkvæmdastjóri mannauðssviðsins, þá þegar búinn að vera framkvæmdastjóri nánast allra þeirra sviða sem hægt var að veita forstöðu hjá fyrirtækinu. „Hann sagði eitt sinn við mig að lítandi til baka hefði það alltaf veitt honum mestu gleðina í gegnum allan hans starfsferil, hefði verið að fylgjast með fólki sem hann hefði ráðið til starfa þegar það var ungt og sjá það síðan vaxa og dafna í starfi og nú væru allir framkvæmdastjórar fyrirtækisins aðilar sem hann hafi ráðið til félagsins“ Þetta segir Margrét að hafi haft mikil áhrif á sig. ,,Ég held að þessi orð hans hafi fylgt mér alla tíð síðan. Enda man ég að ég hugsaði með mér þegar hann sagði þetta: Vá, hvað þetta er flott sýn.“ Sem stemmir einmitt við það markmið reynsluboltanna sem þegar tilheyra hópnum Framtíðin á sér fortíð: Að efla íslenskt atvinnulíf með því að miðla af reynslunni sinni. „Það er margt sem reynir á í starfi stjórnandans. Þegar ég starfaði hjá Dansk ESSO sem skrifstofustjóri, voru stjórnendur vel þjálfaðir í stjórnun og því góðar fyrirmyndir fyrir mig. Fjórum árum seinna var ég búinn að fá alþjóðlega stjórnendaþjálfun eins og hún gerist best og tilbúin í næsta skref,“ segir Margrét og bætir við: Ég hef því oft sagt við ungt fólk sem er að fá ráðleggingar frá mér: Ekki velja bara starf veldu stjórnandann. Góður stjórnandi hefur áhuga á að kenna, þjálfa og sjá fólk vaxa og dafna og gefa því tækifæri og ekki síður ungt fólk.“ Reynslan og starfsframinn Margrét nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Eftir nám starfaði Margrét sem skrifstofustjóri Dansk ESSO, síðar Statoil og um tíma starfaði hún sem aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel. Á Íslandi starfaði Margrét lengst af sem forstjóri Icepharma. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi. Margrét var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013 og formaður European Surgical Trade Association 2011-2013. Í dag situr Margrét í stjórn Festi hf og er varaformaður stjórnar Eimskip hf. Sjálf hef ég aldrei tekið stórar ákvarðanir án þess að ráðfæra mig við einhvern fyrst. Það getur verið svo mikilvægt að ræða við einhvern áður en stór ákvörðun er tekin því þannig tryggir maður meðal annars að manni yfirsjáist ekkert,“ segir Margrét sem dæmi um hvernig hægt er að nýta sér mannauð og þekkingu þeirra sem hafa reynsluna. „Ég var svo heppin að geta hætt að vinna 62 ára, eftir að hafa starfað í áratugi sem stjórnandi. Eins og á við svo marga aðra sem teljast til hópsins í Framtíðin á sér fortíð og eru aðilar tilbúnir til að miðla af sinni þekkingu og reynslu,“ segir Margrét og bætir við: „Og ég var líka svo heppin að eftir að ég hætti að vinna, hef ég getað einbeitt mér að því sem mér finnst skemmtilegast með því að taka að mér verkefni eins og að sitja í stjórnum. Margir lenda hins vegar í því þegar þeir hætta að vinna, eftir að hafa starfað áratugum saman í mjög annasömum störfum, að síminn einfaldlega hættir að hringja vegna þess að nú telst fólk svo gamalt. Þessi hópur er samt fólk sem enn býr yfir miklum hæfileikum, þekkingu og reynslu.“ Áhrif til góðs Margrét segist sjálf hafa takmarkaðan tíma til að koma fram sem einn af reynsluboltum hópsins Fortíðin á sér framtíð. Hún þekki það hins vegar vel að miðla af reynslu sinni. Bæði til fólks í atvinnulífinu en líka vegna tengsla úr einkalífinu. „Í gegnum tíðina hef ég oft sest niður með vinum og kunningum,. sem hafa kannski verið að fara í gegnum erfiða tíma, til dæmis vegna atvinnumissis. Og eru þá að leita í samtöl við sér reyndari einstakling til að leita ráða. Þetta getur verið mjög gott og margir einstaklingar sem þekkja að hafa gert þetta í gegnum sitt einstaklingstengslanet.“ Að búa til vettvang eins og Framtíðin á sér fortíð, segir hún hins vegar mögulega geta opnað fyrir enn faglegri og markvissari reynslu á milli kynslóða. Þannig að mannauður þeirra sem eldri eru, sé nýttur. Aftur nefnir Margrét sem dæmi, þegar fólki er sagt upp og mikilvægi þess að skilja alltaf í góðu. „Í mínum huga eru mannauðsmálin og markaðsmálin sitthvor hliðin á sama peningnum og sterkur þáttur í ímynd fyrirtækis Því sá sem eitt sinn starfaði hjá fyrirtækinu, heldur áfram að vera fulltrúi fyrirtækisins við starfslok. Ef illa er staðið að uppsögn til dæmis, eru allar líkur á því að viðkomandi muni ekki bera fyrirtækinu vel seinna meir. Jafnvel lýsa því sem ömurlegum vinnustað, vegna þess að síðustu dagarnir voru ömurlegir því illa var staðið að uppsögninni.“ En hvers vegna telur þú að lítið samfélag eins og Ísland, þar sem ,,allir þekkja alla“ í viðskiptalífinu eða vita að minnsta kosti deili á fólki, sé ekki að nýta sér reynslu þeirra sem eldri eru í meira mæli? „Ég held ekki að það sé vegna þess að fólk er feimið við að leita til annarra um góð ráð. En þá sem einstaklingar. Framtíðin á sér fortíð er hins vegar leið fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að fá til sín ýmsa sérfræðinga til að læra af. Eða að starfsfólk innan fyrirtækja, geti leitað til reynslubolta og sérfræðinga sem þar eru,“ segir Margrét. En ef þetta heppnast vel, þá held ég að það sé einfaldlega frábært. Því í raun snýst þetta um þessa sömu sýn og gamli yfirmaðurinn minn deildi með mér á sínum tíma: Að við séum að hafa áhrif til góðs. Því fyrir þá sem yngri eru, getur það nýst afar vel í mismunandi skilgreindum kringumstæðum, að læra af þeim sem á undan eru komin.“ Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Mér finnst ég of oft sjá dæmi um eitthvað í íslensku atvinnulífi sem mætti gera betur. Uppsagnir eru gott dæmi. Það er allt of algengt að það sé ekki staðið vel að því að segja upp fólki, jafnvel fólki sem hefur verið trygglynt vinnuveitanda sínum lengi. En er nánast eins og hent út, enginn veit neitt og ekki næst í stjórnendur,“ nefnir Margrét sem dæmi og bætir við: „Þarna gæti það nýst vel að hafa sótt í brunn þeirra sem eldri eru, hafa reynsluna og geta séð til þess að sömu mistökin séu ekki endurtekin aftur og aftur.“ Margrét var ein fyrirlesara á fundi sem Mannauður, samtök mannauðsfólks á Íslandi, hélt í vikunni í samstarfi við Framtíðin á sér fortíð. Hugmyndin að Framtíðin á sér fortíð er að það verði að nokkurs konar samtökum eða hreyfiafli sem fyrirtæki, stofnandir og félagasamtök geta leitað til, til að fá reynslubolta eða sérfræðinga á einhverju sviði til að miðla af sinni þekkingu og reynslu. „Það er í raun svo mikil sóun að gera það ekki,“ segir Margrét og brosir. Flott sýn Það má með sanni segja að Margrét sé hokin af reynslu. Og það sama má segja um fyrirlesarana Óskar Magnússon og Ögmund Jónasson, sem einnig héldu erindi á fundinum, ásamt Sverri Briem hjá Hagvangi. Fundarstjóri var Ólafur Ingi Ólafsson. Allt gamalkunnug og þekkt nöfn úr ólíkum geirum: Einstaklingar sem eru til í að miðla af sinni reynslu, öðrum og yngri aðilum til gagns. „Þegar ég segi að pólitíkin kunni þetta vel, er ég að vísa til þess hvernig pólitíkin leitar statt og stöðugt til þeirra sem hafa mestu reynsluna. Til dæmis til að setjast í alls kyns nefndir og fleira,“ segir Margrét og nefnir sem dæmi að nú hefur WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, fengið Katrínu Jakobsdóttur til liðs við sig sem formann nefndar um loftlagsbreytingar og heilsu. Í erindi sínu á fundinum vitnaði Margrét sjálf í sér eldri og vitrari mann, sem hún kynntist sem ung kona í starfi hjá Dansk ESSO í Danmörku: Ég var mjög heppin með minn fyrsta yfirmann þar,“ segir Margrét og útskýrir að sá hafi endað sinn starfsferil hjá fyrirtækinu sem framkvæmdastjóri mannauðssviðsins, þá þegar búinn að vera framkvæmdastjóri nánast allra þeirra sviða sem hægt var að veita forstöðu hjá fyrirtækinu. „Hann sagði eitt sinn við mig að lítandi til baka hefði það alltaf veitt honum mestu gleðina í gegnum allan hans starfsferil, hefði verið að fylgjast með fólki sem hann hefði ráðið til starfa þegar það var ungt og sjá það síðan vaxa og dafna í starfi og nú væru allir framkvæmdastjórar fyrirtækisins aðilar sem hann hafi ráðið til félagsins“ Þetta segir Margrét að hafi haft mikil áhrif á sig. ,,Ég held að þessi orð hans hafi fylgt mér alla tíð síðan. Enda man ég að ég hugsaði með mér þegar hann sagði þetta: Vá, hvað þetta er flott sýn.“ Sem stemmir einmitt við það markmið reynsluboltanna sem þegar tilheyra hópnum Framtíðin á sér fortíð: Að efla íslenskt atvinnulíf með því að miðla af reynslunni sinni. „Það er margt sem reynir á í starfi stjórnandans. Þegar ég starfaði hjá Dansk ESSO sem skrifstofustjóri, voru stjórnendur vel þjálfaðir í stjórnun og því góðar fyrirmyndir fyrir mig. Fjórum árum seinna var ég búinn að fá alþjóðlega stjórnendaþjálfun eins og hún gerist best og tilbúin í næsta skref,“ segir Margrét og bætir við: Ég hef því oft sagt við ungt fólk sem er að fá ráðleggingar frá mér: Ekki velja bara starf veldu stjórnandann. Góður stjórnandi hefur áhuga á að kenna, þjálfa og sjá fólk vaxa og dafna og gefa því tækifæri og ekki síður ungt fólk.“ Reynslan og starfsframinn Margrét nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með merc. próf frá Copenhagen Business School og Executive menntun frá CEDEP/Insead í Frakklandi. Eftir nám starfaði Margrét sem skrifstofustjóri Dansk ESSO, síðar Statoil og um tíma starfaði hún sem aðstoðarframkvæmdastjóri AIESEC International í Brussel. Á Íslandi starfaði Margrét lengst af sem forstjóri Icepharma. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi. Margrét var formaður Félags atvinnurekenda 2009-2013 og formaður European Surgical Trade Association 2011-2013. Í dag situr Margrét í stjórn Festi hf og er varaformaður stjórnar Eimskip hf. Sjálf hef ég aldrei tekið stórar ákvarðanir án þess að ráðfæra mig við einhvern fyrst. Það getur verið svo mikilvægt að ræða við einhvern áður en stór ákvörðun er tekin því þannig tryggir maður meðal annars að manni yfirsjáist ekkert,“ segir Margrét sem dæmi um hvernig hægt er að nýta sér mannauð og þekkingu þeirra sem hafa reynsluna. „Ég var svo heppin að geta hætt að vinna 62 ára, eftir að hafa starfað í áratugi sem stjórnandi. Eins og á við svo marga aðra sem teljast til hópsins í Framtíðin á sér fortíð og eru aðilar tilbúnir til að miðla af sinni þekkingu og reynslu,“ segir Margrét og bætir við: „Og ég var líka svo heppin að eftir að ég hætti að vinna, hef ég getað einbeitt mér að því sem mér finnst skemmtilegast með því að taka að mér verkefni eins og að sitja í stjórnum. Margir lenda hins vegar í því þegar þeir hætta að vinna, eftir að hafa starfað áratugum saman í mjög annasömum störfum, að síminn einfaldlega hættir að hringja vegna þess að nú telst fólk svo gamalt. Þessi hópur er samt fólk sem enn býr yfir miklum hæfileikum, þekkingu og reynslu.“ Áhrif til góðs Margrét segist sjálf hafa takmarkaðan tíma til að koma fram sem einn af reynsluboltum hópsins Fortíðin á sér framtíð. Hún þekki það hins vegar vel að miðla af reynslu sinni. Bæði til fólks í atvinnulífinu en líka vegna tengsla úr einkalífinu. „Í gegnum tíðina hef ég oft sest niður með vinum og kunningum,. sem hafa kannski verið að fara í gegnum erfiða tíma, til dæmis vegna atvinnumissis. Og eru þá að leita í samtöl við sér reyndari einstakling til að leita ráða. Þetta getur verið mjög gott og margir einstaklingar sem þekkja að hafa gert þetta í gegnum sitt einstaklingstengslanet.“ Að búa til vettvang eins og Framtíðin á sér fortíð, segir hún hins vegar mögulega geta opnað fyrir enn faglegri og markvissari reynslu á milli kynslóða. Þannig að mannauður þeirra sem eldri eru, sé nýttur. Aftur nefnir Margrét sem dæmi, þegar fólki er sagt upp og mikilvægi þess að skilja alltaf í góðu. „Í mínum huga eru mannauðsmálin og markaðsmálin sitthvor hliðin á sama peningnum og sterkur þáttur í ímynd fyrirtækis Því sá sem eitt sinn starfaði hjá fyrirtækinu, heldur áfram að vera fulltrúi fyrirtækisins við starfslok. Ef illa er staðið að uppsögn til dæmis, eru allar líkur á því að viðkomandi muni ekki bera fyrirtækinu vel seinna meir. Jafnvel lýsa því sem ömurlegum vinnustað, vegna þess að síðustu dagarnir voru ömurlegir því illa var staðið að uppsögninni.“ En hvers vegna telur þú að lítið samfélag eins og Ísland, þar sem ,,allir þekkja alla“ í viðskiptalífinu eða vita að minnsta kosti deili á fólki, sé ekki að nýta sér reynslu þeirra sem eldri eru í meira mæli? „Ég held ekki að það sé vegna þess að fólk er feimið við að leita til annarra um góð ráð. En þá sem einstaklingar. Framtíðin á sér fortíð er hins vegar leið fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að fá til sín ýmsa sérfræðinga til að læra af. Eða að starfsfólk innan fyrirtækja, geti leitað til reynslubolta og sérfræðinga sem þar eru,“ segir Margrét. En ef þetta heppnast vel, þá held ég að það sé einfaldlega frábært. Því í raun snýst þetta um þessa sömu sýn og gamli yfirmaðurinn minn deildi með mér á sínum tíma: Að við séum að hafa áhrif til góðs. Því fyrir þá sem yngri eru, getur það nýst afar vel í mismunandi skilgreindum kringumstæðum, að læra af þeim sem á undan eru komin.“
Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. 31. janúar 2021 08:00
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00