Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Djöfullinn klæðist Prada á ný

Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Staupasteinsstjarna er látin

George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gurra og Georg hafa eignast litla systur

Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Joe Don Baker látinn

Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Trump tollar kvik­myndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“

Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir óvissu ríkja í kvikmyndaiðnaðinum vestanhafs eftir að Bandaríkjaforseti boðaði hundrað prósenta tolla á kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna. Hann hafi áhyggjur af mögulegum áhrifum á eigin verkefni sem og íslenskan kvikmyndaiðnað í heild en að áætlanir forsetans komi fyrst og fremst til með að bitna á Bandaríkjamönnum sjálfum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta ís­lenska myndin í Cannes Premiere-flokki

Kvikmyndin Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, verður heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda.

Bíó og sjónvarp