Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aron Einar kominn á toppinn

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í liði Al Gharafa þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Al Duhail og kom sér á topp katörsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mjög sáttur með samninginn“

Birnir Snær Ingason samdi við Stjörnuna og ætlar að hjálpa liðinu að stíga næsta skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum en pælir ekki í því hvort hann sé sá launahæsti í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hefði séð eftir því alla ævi“

Fjölskylda Lárusar Orra Sigurðssonar þurfti að færa ýmsar fórnir svo hann gæti gripið tækifærið að taka við fótboltaliði ÍA á miðju sumri. Það var tækifæri sem hann var ekki viss að myndi bjóðast aftur og hann nýtti það sannarlega vel.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bað alla nema þjálfarann af­sökunar

Vinícius Júnior hefur beðið stuðningsfólk Real Madríd afsökunar eftir frekjukast sitt þegar hann var tekinn af velli gegn Barcelona á dögunum. Raunar hefur hann beðið nær alla aðra en Xabi Alonso, þjálfara Real, afsökunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vísar slúðrinu til föður­húsanna

Hinn brasilíski Lucas Paquetá er enn eina orðaður frá West Ham United. Greint var frá því á dögunum að hann ætlaði sér að yfirgefa félagið í janúar. Segja má að Paquetá hafi svarað því slúðri sjálfur með myndbirtingu á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu

Roma jafnaði Ítalíumeistara Napoli að stigum með 2-1 sigri á Parma í Serie A, efstu deild karla þar í landi. Inter vann þá öruggan sigur á Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa sem tapaði enn einum leiknum. Bæði Íslendingaliðin eru í bullandi fallhættu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eitt­hvað sem ég mun aldrei gleyma“

Efnilegasti leikmaður Bestu-deildar kvenna árið 2025, Thelma Karen Pálmadóttir, sinn fyrsta landsleik þegar hún kom inn á fyrir Sveindís Jane Jónsdóttur gegn Norður-Írum nú í kvöld. Thelma mætti himin lifandi til viðtals strax að leik loknum og sagði tilfinninguna vera frábæra.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands: Þrjár heitastar í frostinu

Leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gekk afar vel að fóta sig í frostinu á upphituðu gervigrasinu á Þróttarvelli í kvöld, í sigrinum á Norður-Írum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Þor­steinn breytir engu á milli leikja

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, teflir fram nákvæmlega sama byrjunarliði í dag og í fyrri leiknum á móti Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja spurningar vakna um stöðu Elísa­betar

Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári.

Fótbolti