„Gerðum gott úr þessu“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur. Íslenski boltinn 30.3.2025 19:26
Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 30.3.2025 15:30
Lewandowski með tvö og er á toppnum Barcelona er með þriggja stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir öruggan sigur gegn Girona, 4-1, í dag. Fótbolti 30.3.2025 16:25
Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni. Fótbolti 30.3.2025 14:10
Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ „Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti. Fótbolti 30.3.2025 11:02
Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. Fótbolti 30.3.2025 10:33
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu. Enski boltinn 30.3.2025 10:02
Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City unnu afar sætan sigur gegn LA Galaxy í Kaliforníu í gærkvöld, 2-1, með skrautlegu sigurmarki í MLS-deildinni í fótbolta. Fótbolti 30.3.2025 09:30
Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Tugþúsundir fólks gengu um götur Newcastle í gær og fögnuðu deildarbikarnum, sem liðið vann í úrslitaleik gegn Liverpool á dögunum og endaði sjötíu ára bið stuðningsmanna eftir titli. Enski boltinn 30.3.2025 07:03
Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu. Fótbolti 29.3.2025 23:33
Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Nottingham Forest komst áfram í undanúrslit FA bikarsins með sigri gegn Brighton í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 29.3.2025 20:24
Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Real Madrid slapp naumlega með 3-2 sigur gegn fallbaráttuliðinu Leganes í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappé og Jude Bellingham skoruðu mörk Madrídinga, sem eru nú jafnir Barcelona að stigum í efsta sæti deildarinnar. Fótbolti 29.3.2025 19:30
Slæmt tap í fyrsta leik Freys Slæmt tap beið Freys Alexanderssonar í fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Brann. Hann setti Eggert Aron Guðmundsson inn á síðasta hálftímann en ekki tókst að laga stöðuna og 3-0 tap varð niðurstaðan gegn Fredrikstad. Fótbolti 29.3.2025 19:18
Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hlynur Freyr Karlsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá sínum liðum í dag, í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Fótbolti 29.3.2025 18:30
Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Elías Már Ómarsson fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði NAC Breda 1-1 jafntefli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brynjólfur Darri Willumsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í þessum hádramatíska leik. Fótbolti 29.3.2025 18:05
Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu og Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá toppliði Birmingham í 4-1 sigri gegn Shrewsbury, neðsta liði League One deildarinnar á Englandi. Enski boltinn 29.3.2025 17:03
Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Íslenskar landsliðskonur voru á ferðinni í danska og sænska fótboltanum í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru í erfiðri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitum danska bikarsins. Fótbolti 29.3.2025 16:21
Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og fagnaði sigri. Á Ítalíu lék Íslendingalið Venezia enn einn leikinn án þess að skora og varð að sætta sig við tap. Fótbolti 29.3.2025 16:05
Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir komuna frá Ítalíu, og það með aðstoð liðsfélaga síns úr íslenska landsliðinu. Fótbolti 29.3.2025 15:28
Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda. Fótbolti 29.3.2025 15:08
Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion. Enski boltinn 29.3.2025 14:43
Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, með afar flottum 3-0 sigri gegn Fulham í Lundúnaslag á Craven Cottage. Mörkin má sjá á Vísi. Enski boltinn 29.3.2025 14:15
Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. Íslenski boltinn 29.3.2025 12:41
Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. Íslenski boltinn 29.3.2025 10:50