Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“

Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla

Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer­tugur Cazorla er hvergi nærri hættur

Fyrrum leikmaður Arsenal, Santi Cazorla, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félag sitt Real Oviedo. Félagið komst upp í spænsku úrvalsdeildina í gegnum umspilið á síðasta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman

FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum.

Íslenski boltinn