Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gott silfur gulli betra en hvað nú?

Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Dómur af himnum ofan“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið

Viðar Ari Jónsson var ekki lengi að láta til sín taka og skoraði aðeins um mínútu eftir að hann kom inn á í leik HamKam og Bodö/Glimt. Viðar stangaði boltann í netið og minnkaði muninn en þurfti svo að sætta sig við 1-3 tap.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær ekki nýjan samning eftir fót­brotið

Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marta mætti og bjargaði Brasilíu

Brasilíska goðsögnin gangandi, Marta, kom inn af varamannabekknum og skoraði tvisvar í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins. Hún jafnaði leikinn í uppbótartíma og Brasilía stóð svo uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans

Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Þessir þurfa að heilla Amorim

Manchester United á enn eftir að tapa leik á undirbúningstímabilinu. Að því tilefni fór ESPN yfir hvaða leikmenn þyrftu að heilla þjálfarann Ruben Amorim til að eiga möguleika á að fá mínútur á komandi leiktíð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Brynjólfur Ander­sen með tvö gegn Wrex­ham

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales.

Fótbolti
Fréttamynd

Eggert Aron skoraði og lagði upp í stór­sigri Brann

Eggert Aron Guðmundsson fór mikinn þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 4-1 útisigur á Sarpsborg í efstu deild norska fótboltans. Eggert Aron var í byrjunarliði Brann líkt og Sævar Atli Magnússon. Sveinn Aron Guðjohnsen sat hins vegar allan tímann á varamannabekk heimaliðsins.

Fótbolti