Erlent Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Erlent 22.10.2024 22:43 Bein útsending: Nýjustu tíðindi af baráttunni vestan hafs Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Washington og sérfræðingur í utanríkismálum, ræða stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs og hvaða áhrif úrslitin munu hafa á Bandaríkin og umheiminn. Erlent 22.10.2024 13:54 Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. Erlent 22.10.2024 13:32 Fyrrverandi forseti í tuttugu ára fangelsi fyrir mútuþægni Dómstóll í Perú dæmdi Alejandro Toledo, fyrrverandi forseta landsins, í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í gær. Múturnar sem Toledo þáði tengdust stærsta spillingarmáli sem skekið hefur heimshlutann. Erlent 22.10.2024 11:30 Sautján daga fyrirburi tekinn af sjúkrahúsi í París Lögreglan í París hefur lýst eftir sautján daga gömlum fyrirbura sem tekinn var frá sjúkrahúsi í borginni í gær. Foreldrar drengsins liggja undir grun og eru þau talin hafa tekið barnið af sjúkrahúsinu seint í gærkvöldi. Erlent 22.10.2024 11:07 Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Erlent 22.10.2024 10:33 Fjölmiðlar lengi í vanda með Trump: „Þetta er ekki eðlilegt“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hóf langa ræðu sína í Latrobe í Pennsylvaníu um helgina á því að ræða stærð typpis golfkappans Arnold Palmer. Sagði hann aðra golfara hafa verið slegna þegar þeir fóru með Palmer í sturtu. Erlent 22.10.2024 10:21 Weinstein greindur með krabbamein Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur verið greindur með krabbamein, nánart tiltekið langvinnt kyrningahvítblæði. Erlent 22.10.2024 08:35 Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. Erlent 22.10.2024 07:28 Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. Erlent 22.10.2024 06:59 Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Erlent 21.10.2024 13:01 Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Erlent 21.10.2024 10:35 Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. Erlent 21.10.2024 07:48 Fethullah Gülen er látinn Tyrkneski prédikarinn Fethullah Gülen, sem bjó síðustu ár í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, er látinn, 83 ára að aldri. Erlent 21.10.2024 07:34 Vígahópum vex ásmegin: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta. Erlent 21.10.2024 07:03 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. Erlent 21.10.2024 06:52 Þrír táningar létust í bílslysi í Svíþjóð Þrír ungir piltar – tveir ára og einn sautján – eru látnir eftir að bílslys varð skammt frá Luleå í norðurhluta Svíþjóðar í nótt. Átján ára stúlka slasaðist einnig lífshættulega í slysinu. Erlent 20.10.2024 12:59 Enn rafmagnslaust á Kúbu Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Erlent 20.10.2024 08:45 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. Erlent 19.10.2024 22:17 Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. Erlent 19.10.2024 13:36 Sprengjudróni hæfði heimili Netanjahús Sprengjudróni hæfði heimili Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, snemma í morgun. Um er að ræða hús hans í Sesareu í norðurhluta Ísraels. Erlent 19.10.2024 10:42 Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Erlent 19.10.2024 09:01 Heita hertum reglum í hælisleitendamálum Leiðtogar Evrópusambandsins leita nú leiða til að draga úr flæði farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Stuðningur við slíkar aðgerðir hefur aukist töluvert og er sú aukning rakin til aukins fylgis fjar-hægri flokka í Evrópu, sem eru verulega mótfallnir fólksflutningum til Evrópu. Erlent 18.10.2024 17:02 Ætlar ekki að leyfa Úkraínu að eignast kjarnorkuvopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann muni ekki leyfa Úkraínumönnum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Líkti hann ummælum ráðamanna í Úkraínu um að slíkt kæmi til greina sem „ögrun“ og hét hann því að sigra Úkraínumenn. Erlent 18.10.2024 15:31 Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Erlent 18.10.2024 14:21 Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum. Erlent 18.10.2024 10:04 Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Erlent 18.10.2024 09:51 Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Erlent 18.10.2024 09:35 Hafa birt myndskeið af síðustu augnablikum Sinwar Ísraelsher hefur birt myndskeið sem er sagt sýna hinstu stund Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas og skipuleggjanda árásanna 7. október. Erlent 18.10.2024 08:55 Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Erlent 18.10.2024 07:31 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 334 ›
Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Erlent 22.10.2024 22:43
Bein útsending: Nýjustu tíðindi af baráttunni vestan hafs Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Washington og sérfræðingur í utanríkismálum, ræða stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs og hvaða áhrif úrslitin munu hafa á Bandaríkin og umheiminn. Erlent 22.10.2024 13:54
Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. Erlent 22.10.2024 13:32
Fyrrverandi forseti í tuttugu ára fangelsi fyrir mútuþægni Dómstóll í Perú dæmdi Alejandro Toledo, fyrrverandi forseta landsins, í tuttugu og hálfs árs fangelsi fyrir mútuþægni í gær. Múturnar sem Toledo þáði tengdust stærsta spillingarmáli sem skekið hefur heimshlutann. Erlent 22.10.2024 11:30
Sautján daga fyrirburi tekinn af sjúkrahúsi í París Lögreglan í París hefur lýst eftir sautján daga gömlum fyrirbura sem tekinn var frá sjúkrahúsi í borginni í gær. Foreldrar drengsins liggja undir grun og eru þau talin hafa tekið barnið af sjúkrahúsinu seint í gærkvöldi. Erlent 22.10.2024 11:07
Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Erlent 22.10.2024 10:33
Fjölmiðlar lengi í vanda með Trump: „Þetta er ekki eðlilegt“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hóf langa ræðu sína í Latrobe í Pennsylvaníu um helgina á því að ræða stærð typpis golfkappans Arnold Palmer. Sagði hann aðra golfara hafa verið slegna þegar þeir fóru með Palmer í sturtu. Erlent 22.10.2024 10:21
Weinstein greindur með krabbamein Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur verið greindur með krabbamein, nánart tiltekið langvinnt kyrningahvítblæði. Erlent 22.10.2024 08:35
Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. Erlent 22.10.2024 07:28
Úkraínumenn reiðir vegna fyrirhugaðs fundar Guterres og Pútín Stjórnvöld í Úkraínu eru sögð afar ósátt með fregnir þess efnis að António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggist funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á fimmtudaginn. Erlent 22.10.2024 06:59
Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Erlent 21.10.2024 13:01
Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Erlent 21.10.2024 10:35
Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. Erlent 21.10.2024 07:48
Fethullah Gülen er látinn Tyrkneski prédikarinn Fethullah Gülen, sem bjó síðustu ár í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, er látinn, 83 ára að aldri. Erlent 21.10.2024 07:34
Vígahópum vex ásmegin: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta. Erlent 21.10.2024 07:03
Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. Erlent 21.10.2024 06:52
Þrír táningar létust í bílslysi í Svíþjóð Þrír ungir piltar – tveir ára og einn sautján – eru látnir eftir að bílslys varð skammt frá Luleå í norðurhluta Svíþjóðar í nótt. Átján ára stúlka slasaðist einnig lífshættulega í slysinu. Erlent 20.10.2024 12:59
Enn rafmagnslaust á Kúbu Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Erlent 20.10.2024 08:45
„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. Erlent 19.10.2024 22:17
Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. Erlent 19.10.2024 13:36
Sprengjudróni hæfði heimili Netanjahús Sprengjudróni hæfði heimili Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, snemma í morgun. Um er að ræða hús hans í Sesareu í norðurhluta Ísraels. Erlent 19.10.2024 10:42
Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Erlent 19.10.2024 09:01
Heita hertum reglum í hælisleitendamálum Leiðtogar Evrópusambandsins leita nú leiða til að draga úr flæði farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Stuðningur við slíkar aðgerðir hefur aukist töluvert og er sú aukning rakin til aukins fylgis fjar-hægri flokka í Evrópu, sem eru verulega mótfallnir fólksflutningum til Evrópu. Erlent 18.10.2024 17:02
Ætlar ekki að leyfa Úkraínu að eignast kjarnorkuvopn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að hann muni ekki leyfa Úkraínumönnum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Líkti hann ummælum ráðamanna í Úkraínu um að slíkt kæmi til greina sem „ögrun“ og hét hann því að sigra Úkraínumenn. Erlent 18.10.2024 15:31
Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Erlent 18.10.2024 14:21
Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum. Erlent 18.10.2024 10:04
Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Erlent 18.10.2024 09:51
Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Erlent 18.10.2024 09:35
Hafa birt myndskeið af síðustu augnablikum Sinwar Ísraelsher hefur birt myndskeið sem er sagt sýna hinstu stund Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas og skipuleggjanda árásanna 7. október. Erlent 18.10.2024 08:55
Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Erlent 18.10.2024 07:31