Erlent

Sakfelldir vegna útlits og litarafts
Tveir menn voru, á grundvelli litarafts og útlits, dæmdir til 15 ára fangelsisvistar fyrir nokkrar nauðganir í Barcelona í lok síðustu aldar. Vitað er hver hinn raunverulegi ódæðismaður var. Nú 30 árum síðar hefur eitt fórnarlambanna stigið fram og viðurkennt að hafa veitt falskan vitnisburð. Engu að síður er talið ólíklegt að mennirnir hljóti sakaruppgjöf.

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn
„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Mikilvægustu kosningar fyrir Evrópusambandið í langan tíma
Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Allar skoðanakannanir síðustu daga benda til sigurs Macrons. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar geta skipt sköpum fyrir framtíð Evrópusambandsins.

Rússar líti fram hjá nauðgunum á almennum borgurum
Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu.

Tíu látnir og sextán er saknað eftir að bátur sökk við strendur Japans
Staðfest er að tíu eru látnir eftir að ferðamannabátur fórst við japönsku eyjuna Hokkaido í gær. Sextán er enn saknað.

Vaktin: Pútín hefur engan áhuga á friðarviðræðum
Iryna Vereschuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir að ekki takist að opna flóttaleiðir í Mariupol í dag. Hún segir að aftur verði reynt á morgun en ekki tókst að opna flóttaleiðir fyrir íbúa í gær.

Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna
Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna.

Takmarka aðgengi að matarolíu vegna stríðsins
Matvöruverslanir í Bretlandi hafa takmarkað aðgengi viðskiptavina sinna að matarolíu. Mikill meirihluti sólblómaolíu landsins kemur frá Úkraínu.

Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól
Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum.

Segir Rússa geta ráðist inn í fleiri Evrópulönd
Bretar ætla að opna aftur sendiráð sitt í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, og munu aðstoða Pólverja við að gefa Úkraínumönnum skriðdreka. Forseti Úkraínu varar Vesturlönd við því að Rússar ætli sér að ráðast inn í fleiri lönd í álfunni.

Tíu saknað eftir annað námuslysið á fjórum dögum í Póllandi
Tíu er saknað eftir slys sem varð í Borynia-Zofiowka kolanámunni í suðurhluta Póllands í nótt. Þetta er annað kolanámuslysið í Póllandi á aðeins fjórum dögum en fimm létust og sjö er saknað eftir slys á miðvikudag.

Vaktin: Selenskí vill fá að hitta Pútín
„Innrásin í Úkraínu er aðeins upphaf af því sem koma skal,“ sagði Volódímír Selenskí Úkraínuforseti í ávarpi í gærkvöldi. Hann segir að ummæli háttsetts rússnesks herforingja bendi til þess að Rússar vilji ráðast inn í önnur lönd.

Hart barist í austurhluta Úkraínu og Mariupol ósigruð
Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborgini.

Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni
Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings.

Macron eykur forskot sitt á Le Pen
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist vera að stinga Marine Le Pen, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum, af samkvæmt könnunum. Frakkar kjósa á milli þeirra á sunnudaginn næstkomandi.

Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða
Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins.

Fyrrverandi forseti Keníu látinn
Mwai Kibaki, fyrrverandi forseti Afríkuríkisins Keníu, er látinn, níræður að aldri. Kibaki gegndi embætti forseta landsins á árunum 2002 til 2013.

Vaktin: Þakklátur Bretum fyrir að opna aftur sendiráð í Kænugarði
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að ræða beint við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, nema ljóst sé að viðræður þeirra muni skila áþreifanlegum niðurstöðum.

Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann
Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007.

Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol
Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni.

Meirihluti Svía vill í NATO
Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu.

Bretlandsdrottning fagnar 96 ára afmæli
Elísabet önnur drottning Bretlands fagnar 96 ára afmæli í dag. Hún hyggst eyða deginum með fjölskyldu og vinum á býli í Norfolk í Englandi.

Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum
Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð.

Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna
Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað.

Áfrýja ákvörðun dómara um afnám grímuskyldu
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur áfrýjað ákvörðun alríkisdómara frá því fyrr í vikunni um að afnema grímuskyldu í flugi og almenningssamgöngum. Stofnunin hafði óskað eftir því að grímuskyldan yrði framlengd til 3. maí en því var hafnað.

Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur.

Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi
Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi.

Paludan og Stram kurs bjóða fram til þings í Svíþjóð
Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan og flokkur hans Stram kurs munu bjóða sig fram í sænsku þingkosningunum sem fram fara í september næstkomandi.

Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange
Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra.

Fjórir látnir og sjö saknað eftir sprengingu í kolanámu í Póllandi
Minnst fjórir eru látnir og sjö er saknað eftir sprengingu í kolanámu í suðurhluta Póllands snemma í morgun. Eigandi námunnar telur líklegt að um metansprengingu hafi verið að ræða.