Innlent

Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi

Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra.

Innlent

Úlf­úð í ís­lensku skáksamfélagi

Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla.

Innlent

Jóla­ljósin tendruð á Oslóartrénu

Oslóartréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli nú síðdegis, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Margmenni kom saman á Austurvelli til að fylgjast með því þegar kveikt var á þessari táknmynd jóla í miðborginni.

Innlent

For­maður ÖBÍ segir mál Husseins afar sorg­legt

Fatlaður umsækjandi um alþjóðlega vernd yfirgaf landið í gær þar sem fjölskyldu hans, sem hann er háður vegna fötlunar sinnar, var vikið úr landi. Formaður Öryrkjabandalagsins, sem fundaði nýlega með ráðherra og hagsmunasamtökum vegna málsins, segir framkvæmd þess ömurlega.

Innlent

Gæti um­bylt kenningum um myndun reiki­stjarna

Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Særður eftir stunguárás í mið­bænum

Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu.

Innlent

Mál Eddu hljóti að vera eins­dæmi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær.

Innlent

Oddur ætt­fræðingur er látinn

Oddur F. Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, er látinn, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf.

Innlent

Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Ís­lands

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi.

Innlent

Hussein yfir­gaf Ís­land á­samt fjöl­skyldu sinni

Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti.

Innlent

Búist við snjó­komu víða um land

Búist er við snjókomu á köflum víða um land í dag. Það á meðal annars við um höfuðborgarsvæðið, en sérstaklega er minnst á Reykjanesið varðandi snjókomuna.

Innlent

Vilja bjarga síðustu kanínunum í Elliða­ár­dal

Fólk vitjar enn kanína í Elliðaárdal, tæpum tveimur árum eftir að þeim var nánast öllum bjargað af dýravelferðarfélögum og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Sjálfboðaliði Dýrahjálpar segir að enn séu eftir ellefu kanínur í dalnum en að um níutíu hafi verið bjargað. 47 þeirra vantar enn heimili.

Innlent

Edda Björk í gæslu­varð­haldi

Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur segist ekkert hafa heyrt frá henni síðan hún var framseld til Noregs í gær. Hún hafi síðast vitað af systur sinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Óvissan sé afar erfið fyrir fjölskylduna. Barnamálaráðherra segir hug sinn allan hjá börnunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Í­búum í Skaga­firði fjölgar og fjölgar

Íbúum Skagafjarðar fjölgar og fjölgar og eru nú orðnir rúmlega fjögur þúsund og fjögur hundruð en alls hefur fjölgað um 80 íbúa á árinu. Mikið er byggt út um allt í sveitarfélaginu en það, sem skortir eru vinnandi hendur því næga atvinnu er að hafa í Skagafirði.

Innlent

Ó­vinnu­fær eftir á­rás nemanda

Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir var nýbyrjuð að vinna sem iðjuþjálfi í grunnskóla þegar hún varð fyrir árás af hálfu nemanda og slasaðist illa. Afleiðingarnar voru þær að hún varð óvinnufær og datt út af vinnumarkaði.

Innlent

Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi

Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi.

Innlent

Ís­land verði að beita sér af krafti

Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg.

Innlent