Innlent

Lenti á Ís­landi eftir fæðingu í há­loftunum

Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel.

Innlent

Vest­firðingar þokast nær langþráðum vegabótum

Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda.

Innlent

Æfðu við­brögð við svörtustu sviðs­myndinni

Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð.

Innlent

Inga iðrast og biðst af­sökunar á sím­tali

Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra.

Innlent

Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau.

Innlent

Gómuðu leður­blökuna

Leðurblakan sem hefur verið á sveimi um Hlíðar og Laugardal undanfarna daga hefur verið fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún var varla með lífsmarki og hefur verið svæfð.

Innlent

Stór­hættu­leg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Yfirlögregluþjónn segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Líkur á eld­gosi fara vaxandi

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi.

Innlent

Pawel stýrir utan­ríkis­mála­nefnd

Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi.

Innlent

Fjór­tán metra hvalur í Guðlaugs­vík

Fjórtán metra hvalur fannst í Guðlaugsvík á Ströndum í upphafi þessarar viku. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðvesturlandi segir að um sé að ræða búrhval og að til samanburðar megi áætla að hvalurinn sé jafnlangur og þrjár Tesla Y bifreiðar eða sjö Cleveland þriggja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum.

Innlent

Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðu­neytinu

Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar.

Innlent

Hvat­vísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 

Innlent

Telur um­ræðu um styrki flokkanna há­væra um­fram til­efni

Umræðan um mögulega ofgreidd framlög til stjórnmálaflokka er hávær umfram tilefni og tekur ekki nægt mið af kjarna málsins og markmiði laga um gagnsæi. Þetta segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sem var formaður nefndar sem undirbjó breytingar að lögum um styrki til stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig ekki þurfa að greiða styrki til baka.

Innlent

Fjöru­tíu og fjórir ein­staklingar 100 ára eða eldri

Í dag eru 44 einstaklingar 100 ára eða eldri á íslandi. Þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 107 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Þjóðskrá Íslands.

Innlent

Vegum lokað vegna snjó­flóða­hættu

Veginum um Raknadalshlíð í Patreksfirði og Kleifaheiði var lokað í kvöld vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð hafa fallið á svæðinu og er talin hætta á fleiri flóðum næstu klukkustundir. 

Innlent

Kennaraverkföll: Hve­nær, hvar og hve lengi?

Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu laugardaginn 1. febrúar í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföll eru fyrirhuguð og hvort um tímabundin eða ótímabundin verkföll í hverjum skóla fyrir sig er að ræða. 

Innlent

Myndi setja ríkis­stjórnina í „al­gjöra úlfa­kreppu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki geta endurgreitt greiðslur úr ríkissjóði sem hann hefur fengið undanfarin ár, þrátt fyrir að uppfylla ekki lagaleg skilyrði um skráningu sem stjórnmálaflokkur. Verði flokknum gert að endurgreiða peningana muni flokkurinn fara í þrot.

Innlent