Innlent

Vaktin: Hættu­svæðið stækkar

Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum á Reykjanesi frá hádegi. Sá stærsti var 2,7 að stærð og átti upptök sín norðauastan við Hagafell.

Innlent

Breyting á inn­komu í Grinda­vík vegna landriss

Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. 

Innlent

Gengu út af við­burði Clinton og mót­mæltu

Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 

Innlent

Land rís hratt við Svarts­engi

Bylgjuvíxlmynd Veðurstofu Íslands sýnir aukin hraða í landrisi á svæðinu umhverfis Svartsengi. Myndir sýna landris allt að 30 mm á einum sólarhring á milli dagana 18.-19. nóvember.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Grindavík og rætt verður við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, um kröfu Grindvíkinga að lánastofnanir bregðist betur við þeim vanda sem er upp kominn.

Innlent

Sam­veru­stund fyrir Grind­víkinga í Keflavíkurkirkju

Séra Elínborg Gísladóttir mun leið samverustund fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju klukkan fimm í dag. Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík munu flytja ávörp.

Innlent

Ætlaði ekki að verða þrí­tug og enn með sín brjóst

„Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini.

Innlent

„Það þarf að finna lausn á lána­málum Grind­víkinga“

Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða.

Innlent

Skrímsli í sjó og staðan á Reykja­nesi

Sprengisandur hefst með Þorvaldi Friðrikssyni, þeim sama og kom róti á huga Íslendinga fyrir ári með bók sinni um keltnesk áhrif á Íslandi. Nú er hann að skrifa um skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi, fullviss um að þau séu raunveruleg.

Innlent

Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum.

Innlent

Hand­tóku mann og losnuðu svo ekki við hann

Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur.

Innlent

Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa

Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 

Innlent

Glæsi­leg sýning á skrautdúfum

Þær voru skrautlegar dúfurnar sem voru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en um eitt hundrað skrautdúfur voru á sýningunni, meðal annars hláturdúfur.

Innlent