Golf

Cabrera: „Ég trúi þessu ekki.“

Angel Cabrera, nýkrýndur sigurvegari Opna Bandaríska Meistaramótsins í golfi, á erfitt með að átta sig á því að hann hafi virkilega sigrað á mótinu. „Mér líður frábærlega, þetta er frábær stund fyrir mig. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Cabrera.

Golf

Endaði á fjórum yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson fær um 450 þúsund krónur í verðlaunafé á Saint-Omer mótinu í Frakklandi sem lauk í gær. Birgir lék hringina fjóra á fjórum höggum yfir pari, þann síðasta í gær einn yfir pari vallarsins. Birgir lauk keppni í 26. sæti á mótinu og vann sig upp um tvö sæti á peningalista mótaraðarinnar.

Golf

Cabrera vann á U.S. Open

Angel Cabrera sigraði í kvöld Opna Bandaríska Meistaramótið. Cabrera lék síðasta hringinn á 69 höggum, og lék því alla fjóra hringina á 285 höggum, eða fimm yfir pari. Tiger Woods og Jim Furyk enduðu í 2-3 sæti með sex yfir pari. Þetta er í fyrsta sinn sem að Cabrera sigrar stórmót.

Golf

Angel Cabrera með yfirhöndina á US Open

Angel Cabrera er nú með bestan árangur á Opna Bandaríska Meistaramótinu en hann er búinn með 15 holur og er á þremur undir pari. Hann var með bestan árangur eftir tvo hringi en missteig sig í gær og fór hringinn á sex yfir pari.

Golf

Tiger Woods: „Reynslan mun nýtast mér.“

Tiger Woods er sannfærður um að reynslan muni nýtast honum þegar hann leikur lokahring sinn í dag á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Woods er tveimur höggum á eftir Aaron Baddeley, sem er með bestu stöðuna eftir þrjá hringi.

Golf

Aaron Baddeley efstur eftir 3 hringi

Ástralinn Aaron Baddeley hefur staðið sig best á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Eftir þrjá hringi hefur hann spilað á 212 höggum, eða 2 yfir pari. Tiger Woods átti góðan hring og spilaði á 1 undir pari og komst í annað sætið, með samtals 4 yfir pari.

Golf

Frábær endasprettur hjá Birgi - lék á 72 höggum

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjaði ill á lokahringnum á Open de Saint-Omer mótinu í Frakklandi í dag, en sýndi mikinn styrk með því að snúa því við þegar leið á hringinn. Hann fékk fjóra skolla á fyrstu fimm holunum.

Golf

Þremur yfir pari í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á Saint-Omer mótinu í Frakklandi í gær á einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á þremur yfir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag. Birgir er í 32-40 sæti.

Golf

Birgir lauk þriðja hring á einum yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið þriðja hring á Open De Saint-Omer mótinu í Frakklandi en hann er á einu höggi yfir pari. Birgir fékk skolla á 10. holu en svo komu sex pör í röð, fugl og svo par á 18. og síðustu holunni.

Golf

Birgir á höggi undir pari í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék fyrsta hringinn á Open de Saint-Omer mótinu í Lumbres í Frakklandi í dag á 70 höggum, eða einu höggi undir pari. Hann er sem stendur í 27.-44. sæti. Birgir Leifur fékk þrjá fugla á hringum í dag (1., 10. og 16. holu) og tvo skolla (á 2. og 18. holu). Fresta varð leik um tíma í dag vegna þrumveðurs sem gekk yfir völlinn.

Golf

Birgir Leifur á pari í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur leikið fyrstu 12 holurnar á fyrsta hring á Open de Saint-Omer mótinu, sem hófst í Lumbres í Frakklandi í morgun, á pari. Hann hefur fengið 2 fugla og tvo skolla, en hinar holurnar lék hann á pari. Hann er sem stendur í 47. sæti.

Golf

Olazabal byrjar vel á opna bandaríska

Keppni er hafin á Opna bandaríska Meistaramótinu á Oakmont vellinum í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. 156 bestu kylfinga heims taka þátt í mótinu. Tiger Woods hóf leik með því að fá skolla á fyrstu holu, síðan kom fugl og par. Hann er því á pari eftir þrjár holur.

Golf

John og Sherry Daly benda hvort á annað

Sherry Daly hefur svarað ásökunum eiginmanns síns, John Daly, um að hún hafi reynt að stinga hann með steikarhníf. Sherry segir að John hafi klórað sig sjálfan í andliti til að reyna að fela þá staðreynd að hann hafi verið ofurölvi á fimmtudagskvöld og misst stjórn á skapi sínu.

Golf

Frábær lokahringur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er sem stendur í 18. sæti á samtals 8 höggum undir pari.

Golf

Daly með áverka eftir konu sína

Kylfingurinn skrautlegi John Daly spilaði annan hringinn á Memphis mótinu á PGA með skrámur í andliti eftir illdeilur við konu sína. Hann hringdi í lögreglu klukkan 6 að morgni að staðartíma og hélt því fram að konan hefði ráðist að sér með steikarhníf. Hann lét þessa uppákomu ekki á sig fá og hélt áfram að leika í mótinu eins og ekkert hefði í skorist. Þar er Ástralinn Adam Scott í forystu á sjö höggum undir pari.

Golf

Besti hringurinn hjá Birgi til þessa

Birgir Leifur Hafþórsson átti ljómandi góðan hring á Opna austurríska mótinu í Vínarborg í dag en hann hóf keppni í morgun og lék þriðja hringinn á 68 höggum. Birgir er því á fjórum höggum undir pari að loknum þremur keppnisdögum. Hann lék fyrsta hringinn í mótinu á einu höggi undir pari og annan hringinn fór hann á pari.

Golf

Birgir Leifur komst áfram í Austurríki

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á Opna austurríska mótinu í dag á 71 höggi, eða pari vallar. Hann er því samtals á 141 höggi, eða einu höggi undir pari eftir 36 holur. Hann er í 45.-59. sæti sem stendur og öruggur í gegnum niðurskurðinn. Íslenski kylfingurinn fékk 3 fugla á hringnum í dag, 12 pör og 3 skolla.

Golf

Birgir Leifur í 44. sæti eftir fyrsta hring

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Opna BA CA mótinu í Austurríki á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Mótið er haldið í Vínarborg og er liður í Evrópumótaröðinni. Birgir er því í 44. sæti á mótinu en það er enski kylfingurinn Graeme Storm sem er í fyrsta sætinu eftir að hann lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða 8 undir pari.

Golf

16 kylfingar hafa farið holu í höggi í ár

Þótt ekki sé langt liðið á golfvertíðina 2007 eru þegar komnar til skrifstofu GSÍ 16 tilkynningar um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa náð draumahögginu í ár, en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði til GSÍ. Á meðan að svo er, þá er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum.

Golf

Alfreð, Ottó og Sigmundur deila efsta sæti

Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi.

Golf

Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna velska Meistaramótinu í dag. Hann náði sér ekki strik og endaði á átta höggum yfir pari. Hann lauk hringnum á 73 höggum.

Golf

Birgir Leifur á einu höggi yfir pari

Birgir Leifur hefur lokið 9 holum af 18 á öðrum keppnisdegi á Opna velska Meistaramótinu í dag. Hann fór þessar 9 holur á einu höggi yfir pari og því samtals á 5 höggum yfir pari.

Golf

Birgir Leifur ósáttur við fyrsta hringinn

Birgir Leifur Hafþórsson var ekki sáttur við spilamennsku sína á fyrsta hringnum á opna velska mótinu í dag þar sem hann lauk leik á 73 höggum eða fjórum yfir pari. Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði verið að missa of mörg stutt pútt og það hefði kostað sig dýrt.

Golf

Birgir Leifur á fjórum höggum yfir pari

Birgir Leifur lauk fyrsta degi sínum á opna welska meistaramótinu á fjórum höggum yfir pari en mótið fer fram á The Celtic Manor vellinum. Birgir Leifur fékk 5 skolla og einn fugl.

Golf

Anders Hansen sigraði á BMW mótinu

Englendingurinn Justin Rose og Daninn Anders Hansen urðu efstir og jafnir á BMW PGA meistaramótinu sem fram fór um helgina á Wentworth-vellinum í Surrey á Englandi. Þeir Rose og Hansen léku hringina fjóra á 8 höggum undir pari, einu höggi færra en Vijay Singh og Richard Sterne sem deildu 3.-4. sæti.

Golf

Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki

Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu.

Golf

Sigurpáll lék vel í Lundi

Sigurpáll Geir Sveinsson, kyflingur úr Kili, spilaði lokahringinn á Gambro-mótinu í Lundi í Svíþjóð á 67 höggum, eða þremur höggum undir pari. Lék hann hringina þrjá á 210 höggum eða pari og hafnaði í 12. sæti og fékk 73 þúsund krónur í verðlaunafé.

Golf

Kaupþingsmótaröðin að hefjast

Golfssamband Íslands hefur skrifað undir samning við Kaupþing banka vegna íslensku mótaraðarinnar í golfi og mun Íslandsmótið ganga undir nafninu, Kaupþingsmótaröðin. Fyrsta mót sumarsins fer fram á Garðavelli við Akranes og hefst á laugardaginn en 123 keppendur eru skráðir til leiks.

Golf