Bandaríska sveitin er með 3 vinninga forskot eftir fyrsta keppnisdaginn í Ryder-keppninni í golfi sem fer fram á Valhalla-vellinum í Kentucky í Bandaríkjunum.
Anthony Kim og Phil Mickelson annars vegar og Justin Leonard og Hunter Mahan hins vegar unnu leiki sína í kvöld fyrir Bandaríska liðið en þeir Ian Poulter og Justin Rose fyrir Evrópuliðið.
Í síðustu viðureigninni náðu Evrópumennirnir Sören Hansen og Lee Westwood að bjarga hálfum vinningi með því að vinna síðustu holuna gegn JB Holmes og Boo Weekley.
Staðan er því 5 1/2 vinningur bandaríska liðsins gegn 2 1/2 vinningi Evrópumanna.
Bandaríkin juku forskot sitt
