Woods: Verð ekki góður fyrr en 2010 30. september 2008 11:44 NordicPhotos/GettyImages Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segist ekki eiga von á því að ná sér að fullu eftir hnéuppskurð fyrr en á keppnistímabilinu 2010. Woods er enn að ná sér eftir krossbandaaðgerð og hefur ekki spilað sínðan hann vann dramatiskan sigur á opna bandaríska meistaramótinu í júní í sumar. Woods segist ekki reikna með því að geta sveiflað golfkylfu á ný fyrr en í fyrsta lagi í janúar. "Það mun taka mig næstu 18 mánuði að fá 100% styrk í hnéð á ný, svo þetta verður tveggja ára tímabil sem ég verð frá mínu besta. Það er víst ekki hægt að flýta fyrir þessu ferli," sagði Woods. Hann vann 9 af þeim 12 mótum sem hann tók þátt í á árinu og segist hafa verið í sínu besta formi á ferlinum áður en hann þurfti að fara í aðgerðina. "Ég held að ég hafi aldrei leikið betur og þó ég hafi kannski unnið fleiri mót áður, held ég að ég hafi aldrei verið að keppa um sigur á eins mögum mótum og unnið eins mörg mót í röð og á þessum spretti. Þetta var góð rispa," sagði Woods. Þessi frábæri kylfingur hefur unnið 65 sigra á PGA mótaröðinni og aðeins Jack Nicklaus (73) og Sam Snead (82) hafa unnið fleiri sigra í sögunni. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segist ekki eiga von á því að ná sér að fullu eftir hnéuppskurð fyrr en á keppnistímabilinu 2010. Woods er enn að ná sér eftir krossbandaaðgerð og hefur ekki spilað sínðan hann vann dramatiskan sigur á opna bandaríska meistaramótinu í júní í sumar. Woods segist ekki reikna með því að geta sveiflað golfkylfu á ný fyrr en í fyrsta lagi í janúar. "Það mun taka mig næstu 18 mánuði að fá 100% styrk í hnéð á ný, svo þetta verður tveggja ára tímabil sem ég verð frá mínu besta. Það er víst ekki hægt að flýta fyrir þessu ferli," sagði Woods. Hann vann 9 af þeim 12 mótum sem hann tók þátt í á árinu og segist hafa verið í sínu besta formi á ferlinum áður en hann þurfti að fara í aðgerðina. "Ég held að ég hafi aldrei leikið betur og þó ég hafi kannski unnið fleiri mót áður, held ég að ég hafi aldrei verið að keppa um sigur á eins mögum mótum og unnið eins mörg mót í röð og á þessum spretti. Þetta var góð rispa," sagði Woods. Þessi frábæri kylfingur hefur unnið 65 sigra á PGA mótaröðinni og aðeins Jack Nicklaus (73) og Sam Snead (82) hafa unnið fleiri sigra í sögunni.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira