Golf

Stensson og Allenby efstir í Miami

Svíinn Henrik Stenson og Ástralinn Robert Allenby hafa forystu eftir fyrsta hring á WGC-CA meistaramótinu í Miami sem er liður í PGA-mótaröðinni.

Golf

Birgir á tveimur yfir pari

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk fyrsta hringnum á Meideira mótinu í golfi á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Hann er sem stendur í kring um 70. sætið af 144 keppendum, en 70 efstu komast í gegn um niðurskurð á morgun.

Golf

Birgir Leifur á pari eftir tíu holur

Birgir Leifur Hafþórsson er á pari eftir 10 holur á opna Madeiramótinu í golfi.  Birgir Leifur fékk fugl á 3. holu en skolla á þeirri áttundu.  Hann hefur parað hinar holurnar.  Englendingurinn Peter Baker hefur forystu, á 5 undir pari eftir 13 holur en annar er Daninn Mats Vibe-Hastrup, höggi á eftir.

Golf

Birgir Leifur byrjaður á Madeira

Birgir Leifur Hafþórsson er á einu höggi undir pari eftir 4 holur á opna Madeira mótinu í golfi sem hófst á Santo da Serra vellinum í morgun. Birgir Leifur paraði tvær fyrstu holurnar en fékk síðan fugl á fjórðu holu. Hann er á einu undir pari eftir 5 holur.

Golf

Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational

Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti.

Golf

Frábær árangur hjá Birgi Leifi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sínum besta árangri í Evrópumótaröðinni í golfi þegar hann varð í 25-33. sæti á móti á TCL meistaramótinu í Kína. Birgir Leifur fékk 630 þúsund krónur í verðlaunafé og lék lokahringinn í nótt á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Golf

Birgir lék á pari

Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á TCL-mótinu í Kína á pari í nótt og er því enn á sex höggum undir pari á mótinu. Birgir er í 47.-55. sæti á mótinu, en tælenski kylfingurinn Chapchai Nirat er í forystu á mótinu á 21 höggi undir pari.

Golf

Birgir Leifur áfram í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson lék í morgun á tveimur höggum undir pari á TCL-mótinu á Hainan eyju í Kína. Birgir er í 37-54. sæti á 6 höggum undir pari og heldur áfram keppni tvo næstu dagana. Birgir Leifur fékk 3 fugla og einn skolla á hringnum í morgun. Tælendingurinn Chapchai Nirat hefur örugga forystu, er á 17 höggum undir pari og er 6 höggum á undan 5 kylfingum sem eru jafnir í 2-6. sæti.

Golf

Frábær byrjun hjá Birgi Leifi í Kína

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði mjög vel á TCL mótinu í Kína í nótt þegar hann lauk fyrsta hringnum á 68 höggum - eða fjórum höggum undir pari. Tælendingurinn Chapchai Nirat setti vallarmet þegar hann spilaði hringinn á 61 höggi.

Golf

Wilson sigraði á Honda Classic eftir bráðabana

Mark Wilson sigraði á Honda Classic PGA-mótinu í Flórída í dag eftir fjögurra manna bráðabana – fékk fugl á meðan Jose Coceres rétt missti fuglinn af um þriggja metra færi á þriðju holu í bráðabana. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Wilsons á PGA-mótaröðinni.

Golf

Wi efstur á Honda Classic

Charlie Wi frá Suður Kóreu hefur eins höggs forystu á Honda Classic mótinu í golfi sem hófst í gær. Bernhard Langer frá Þýsklandi stal senunni í gær.

Golf

Stenson algjörlega búinn á því

“Ég er of þreyttur til að geta fagnað,” sagði hinn sænski Henrik Stenson, nýkrýndur heimsmeistari í holukeppni, eftir að hafa lagt Ástralann Geoff Ogilvy af velli í úrslitum í gær. Stenson spilaði 120 holur á fimm dögum í Arizona og segir sá sænski að mótið hafi verið hans mesta þolraun til þessa á ferlinum.

Golf

Stenson hafði betur gegn Ogilvy

Svíinn Henrik Stenson sigraði á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem lauk í Arizona í Bandaríkjunum í gær. Stenson hafði betur gegn Geoff Ogilvy frá Ástralíu í úrslitum, en hann átti titil að verja frá því í fyrra. Stenson fær 100 milljónir króna fyrir sigurinn.

Golf

Stenson og Ogilvy mætast í úrslitum

Það verða Svíinn Henrik Stenson og Ástralinn Geoff Ogilvy sem mætast úrslitum heimsmeistaramótsins í holukeppni sem fram fer í Arizona í Bandaríkjunum. Stenson vann sannfærandi sigur á Trevor Immelmann frá Suður-Afríku í undanúrslitum en Ogilvy, sem á titil að verja á mótinu, bar sigurorð af Bandaríkjamanninnum Chad Campbell.

Golf

Birgir Leifur í 60. sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í í 59.-60. sæti á á Opna Indónesíska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í morgun. Birgir byrjaði vel í morgun og var á tímabili á þremur höggum undir pari.

Golf

Birgir náði sér ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék sinn slakasta hring á Opna Indónesíumótinu í Jakarta í morgun. Hann fékk fjóra skolla á hringnum og einn fugl og kom inn á 74 höggum, eða 3 höggum yfir pari.

Golf

Birgir Leifur komst áfram í Indónesíu

Birgir Leifur Hafþórsson er í 42.-58. sæti á opna indónesíska meistaramótinu í golfi þegar aðeins nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka keppni. Má telja nánast öruggt að Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurð mótsins, sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur lék á einu höggi yfir pari í dag.

Golf

Birgir Leifur á pari

Birgir Leifur Hafþórsson lék í nótt fyrsta hringinn á Indenesíumótinu á pari vallar eða 72 höggum. Birgir náði sér ekki á strik á fyrstu níu holunum, en lék síðari níu á tveimur undir pari.

Golf

Birgir Leifur hefur leik í kvöld

Birgir Leifur Hafþórsson á teig klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld á Opna Indónesíumótinu. Hann er kominn með bloggsíðu og var rétt í þessu að skrifa blogg dagsins og segir meðal annars frá því að verið er að búa til þátt um hann á Europeantour weekly.

Golf

Birgir Leifur: Besta Sushi sem ég hef smakkað

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er nú kominn til Indónesíu þar sem hann mun taka þátt í sínu fyrsta móti á árinu á Evrópumótaröðinni. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokadegi mótsins á sunnudagsmorguninn.

Golf

Mickelson og Sutherland efstir fyrir lokadaginn

Phil Mickelson og Kevin Sutherland frá Bandaríkjunum hafa forystu fyrir lokadaginn á PGA-mótinu sem fram fer í Pebble Beach um helgina. Þeir félagar hafa leikið á 14 höggum undir pari en Jim Furyk, sem hafði forystu ásamt Mickelson í gær, átti skelfilegan dag í gær og er nú sex höggum á eftir efstu mönnum.

Golf

Furyk og Mickelson með forystu

Bandarísku kylfingarnir Jim Furyk og Phil Mickelson hafa leikið á 12 höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot á aðra keppendur þegar tveimur keppnisdögum er lokið á Pebble Beach mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum.

Golf

Stenson inn á topp 10

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði þeim árangri í fyrsta sinn á ferlinum í dag að komast inn á lista tíu bestu spilara heims. Þessi tíðindi koma á hæla sigurs hans á Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór um helgina.

Golf

Stenson sigraði í Dubai

Svíinn Henrik Stenson sigraði á Dubai Desert Classic mótinu í golfi sem lauk í dag. Stenson spilaði lokahringinn á fjórum undir pari, 68 höggum, og varð einu höggi á undan Ernie Els og tveimur á undan Tiger Woods sem átti titil að verja á mótinu.

Golf

Els í forystu að loknum þriðja degi

Nú er þriðja hringnum á Dubai Classic mótinu í golfi lokið og Suður-Afríkumaurinn Ernie Els hefur þar tveggja högga forystu og er á 17 höggum undir pari. Þeir Jyoti Randhawa, Henrik Stenson og Ross Fisher eru í öðru sæti á 15 undir og Tiger Woods er þar skammt á eftir. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í fyrramálið klukkan 9:00.

Golf

Ernie Els með forystu

Nú stendur yfir í beinni útsendingu á Sýn keppni á Dubai Classic mótinu , en Ross Fisher hafði forystu að loknum öðrum hring í gær á fjórtán höggum undir pari , en þrumveður setti strik í reikinginn hjá mörgum kylfingum.

Golf

Fisher í forystu á Dubai mótinu

Breski kylfingurinn Ross Fisher hefur tveggja högga forystu á Earnie Els þegar tveimur hringjum er nú að verða lokið á Dubai Desert Classic mótinu í golfi. Fisher lék annan hringinn í röð á 65 höggum í dag og er samtals á 14 undir pari. Els á eftir að ljúka tveimur holum á öðrum hringnum, en gat ekki klárað vegna veðurs. Tiger Woods er á 9 höggum undir pari en Sýn verður með beinar útsendingar frá þessu sterka móti um helgina.

Golf

Tiger Woods: Beckham mun slá í gegn

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segir að koma David Beckham muni rífa knattspyrnustemminguna í Los Angeles upp úr öllu valdi og verða til þess að knattspyrnan taki upp hanskann fyrir ruðninginn þar í borg.

Golf

Montgomerie vill verða fyrirliði Evrópuliðsins

Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans.

Golf