Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 15:45 Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. Hann verður meðal þátttakenda á móti á Madeira í Portúgal. Birgir Leifur sagði í samtali við Vísi að það væri gott að fá að spila á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan á opna Joburg-mótinu í Suður-Afríku í upphafi ársins. „Þetta leggst afar vel í mig enda kominn tími til að spila aftur. Ég er bara mjög spenntur," sagði hann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekkert í toppformi og var ég svolítið ryðgaður í morgun en þetta er fljótt að koma. Ég hef engar áhyggjur." Átta mót hafa farið fram í Asíu síðan að keppt var í Suður-Afríku en Birgi bauðst að keppa á tveimur þeirra. „Ég var að glíma við smá meiðsli og vildi því frekar gefa mér tíma til að jafna mig á þeim og koma mér í gott form fyrir mótin í Evrópu." „Það var ýmislegt sem ég þurfti að vinna í frá mjöðm og alveg upp í háls. Ég hef því ekki verið að spila mikið golf að undanförnu en þeim mun meira verið í líkamsrækt." Hann segist því ætla að byrja fremur rólega á mótinu í Portúgal. „Ég ætla að reyna að vera öruggur í mínum leik - spila hverja holu upp á par og forðast stór mistök. Ég sé svo til hvernig það þróast." Fyrstu tvær helgarnar eftir páska verða mót bæði á Spáni og í Portúgal og reiknar Birgir Leifur með að vera með á þeim báðum. Að þeim loknum snýr Evrópamótaröðin aftur til Asíu en tvö mót fara fram í Kína í apríl. „Ég reikna ekki með að fara þangað. Ég þyrfti alla vega að ná mjög góðum árangri hér til þess. En eftir það ætti ég að fá fleiri mót. En þetta ár stefnir reyndar í að vera stórfurðulegt að því leyti að ég veit í raun ekkert um hvaða mótum ég fæ að keppa á. Ég fæ ekki nógu mikið úr þeim þátttökurétti sem ég fékk í undankeppninni og þarf að vinna mér upp úr þeim. Til þess þarf ég að nýta tækifærin afar vel sem ég fæ í sumar." Mótið í Madeira er annað minnsta mótið á mótaröðinni og segir Birgir Leifur að það sé fínt að byrja á því áður en lengra er haldið. „Þó mótið sé ekki mjög sterkt sem slíkt eru þarna kylfingar sem geta allir spilað mjög vel. Hérna eru allir mjög spenntir og ætla sjálfsagt allir að standa sig vel." Golf Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. Hann verður meðal þátttakenda á móti á Madeira í Portúgal. Birgir Leifur sagði í samtali við Vísi að það væri gott að fá að spila á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað síðan á opna Joburg-mótinu í Suður-Afríku í upphafi ársins. „Þetta leggst afar vel í mig enda kominn tími til að spila aftur. Ég er bara mjög spenntur," sagði hann. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekkert í toppformi og var ég svolítið ryðgaður í morgun en þetta er fljótt að koma. Ég hef engar áhyggjur." Átta mót hafa farið fram í Asíu síðan að keppt var í Suður-Afríku en Birgi bauðst að keppa á tveimur þeirra. „Ég var að glíma við smá meiðsli og vildi því frekar gefa mér tíma til að jafna mig á þeim og koma mér í gott form fyrir mótin í Evrópu." „Það var ýmislegt sem ég þurfti að vinna í frá mjöðm og alveg upp í háls. Ég hef því ekki verið að spila mikið golf að undanförnu en þeim mun meira verið í líkamsrækt." Hann segist því ætla að byrja fremur rólega á mótinu í Portúgal. „Ég ætla að reyna að vera öruggur í mínum leik - spila hverja holu upp á par og forðast stór mistök. Ég sé svo til hvernig það þróast." Fyrstu tvær helgarnar eftir páska verða mót bæði á Spáni og í Portúgal og reiknar Birgir Leifur með að vera með á þeim báðum. Að þeim loknum snýr Evrópamótaröðin aftur til Asíu en tvö mót fara fram í Kína í apríl. „Ég reikna ekki með að fara þangað. Ég þyrfti alla vega að ná mjög góðum árangri hér til þess. En eftir það ætti ég að fá fleiri mót. En þetta ár stefnir reyndar í að vera stórfurðulegt að því leyti að ég veit í raun ekkert um hvaða mótum ég fæ að keppa á. Ég fæ ekki nógu mikið úr þeim þátttökurétti sem ég fékk í undankeppninni og þarf að vinna mér upp úr þeim. Til þess þarf ég að nýta tækifærin afar vel sem ég fæ í sumar." Mótið í Madeira er annað minnsta mótið á mótaröðinni og segir Birgir Leifur að það sé fínt að byrja á því áður en lengra er haldið. „Þó mótið sé ekki mjög sterkt sem slíkt eru þarna kylfingar sem geta allir spilað mjög vel. Hérna eru allir mjög spenntir og ætla sjálfsagt allir að standa sig vel."
Golf Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira