

„Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn.
Úgandska dagblaðið Monitor fjallaði í gær um árangursríkt vatnsverkefni íslenskra stjórnvalda í fiskiþorpum í Buikwe-héraði í Úganda. Íbúar héraðsins eru rúmlega 420 þúsund og 77% þeirra hafa nú greiðan aðgang að vatni, segir í frétt Monitor.
UNICEF á Íslandi hefur tekið höndum saman með Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við útgáfu á veggspjaldi með ráðum um þroska og umönnun barna. Útgáfan er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF, #EarlyMomentsMatter.
UN Women heldur úti verkefni sem miðar að því að valdefla konur efnahagslega við störf sín á sölumörkuðum, á Fiji, Salómonseyjum og Vanuatu í Suður-Kyrrahafi. Verkefnið nefnist "Markets 4 Change“. Konurnar fá leiðtogaþjálfun og námskeið í fjármálalæsi, rekstri og stjórnun.
Íslendingar vinna með UN Women í Mósambík og stjórnvöldum að því að framkvæma fyrstu aðgerðaáætlun ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur frið og öryggi.
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með tæplega 70 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu afhent öllum fjölskyldum í verkefni í Eþíópíu, sólarknúin vatnshreinsitæki
Milljónir íbúa Jemen eru á barmi hungursneyðar. Matarskortur er hvergi jafn mikill í heiminum, samkvæmt frétt frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Ástandið versnar dag frá degi,
Fimmtung allra dauðsfalla í heiminum má rekja til lélegrar næringarsnauðrar fæðu, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir einnig að helmingur alls grænmetis og ávaxta fari til spillis og fjórðungur allrar kjötvöru. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) hvetur stjórnvöld um heim allan að draga úr matvælasóun.
Rúmlega ellefu þúsund lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna söfnuðust í átaki Landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fyrirtækisins Te & kaffi sem lauk um nýliðin mánaðamót.
Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu. Sendifulltrúastarf félagsins hefur sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Fjölmenni sótti fund utanríkisráðuneytisins í gær um uppbyggingu þróunarríkja með aðkomu atvinnulífs og fulltrúa félagasamtaka. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði meginmarkmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu vera að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum.
Fulltrúi Íslands bar upp sex tilmæli til stjórnvalda í Sádí-Arabíu í fyrirtöku vegna svokallaðrar allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í landinu sem fram fór í Genf í gær, meðal annars að stöðva stríðið í Jemen og að fram fari rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamhal Khashoggi.
Tvær vinnustofur verða í Veröld - húsi Vigdísar í vikunni fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu, önnur á morgun, þriðjudag, og hin síðari fimmtudaginn 8. október. Báðar vinnustofunar verða opnar milli klukkan 17 og 19. Aðgangur er ókeypis og opið fyrir alla.
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.
Íslendingar hafa leitt umfangsmikið samstarf um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku en verkefninu lauk formlega í lok síðasta árs. Utanríkisráðuneytið hélt í vikunni rýnifund um jarðhitaverkefnið.
Utanríkisráðuneytið ætlar að verja allt að 350 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur til þessara verkefna er til 30. nóvember.
Nýjar leiðir til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu verða kynntar á morgunfundi utanríkisráðuneytisins þriðjudaginn 6. nóvember á Grand hóteli í Reykjavík. Utanríkisráðherra tekur þátt í fundinum. Fulltrúar fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta.
Í dag, á alþjóðadegi borga (World Cities Day), minna Sameinuðu þjóðirnar á þá staðreynd að í hverri viku fjölgi íbúum borga í heiminum um 1,4 milljónir. Þessi fjölgun eykur álag á þéttbýlissvæði og leiðir til aukinnar hættu á hamförum að mati aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu. Fjáröflunin er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna rúmlega átta milljónum króna.
Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag.
Um tólf þúsund manns þrömmuðu upp Ekebergásinn eftir að myrkur var skollið á í Osló til þess að minna á sautján Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) frumsýnir á næstu vikum í kvikmyndahúsum í 34 löndum nýja sextíu sekúndna auglýsingu til að sýna þann missi þegar barn deyr úr sulti.
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur alla starfsmenn samtakanna að gefast aldrei upp í viðleitni sinni til að hrinda hugsjónum samtakanna í framkvæmd.
Candelaria er einn þátttakenda í verkefni á vegum UN Women sem miðar að því að auka fjárhagslegt sjálfstæði dreifbýliskvenna í Gvatemala.
Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september
Sendiráðið Íslands í Lilongve er í samstarfi við við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (Hello female Councillor).
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að bregðast við náttúruhamförunum í Indónesíu með því að leggja fram 100 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 12 milljónir króna.
Utanríkisráðuneytið hefur styrkt SOS Barnaþorpin á Íslandi um 51,5 milljónir króna til að fjármagna atvinnuleit ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi. Verkefnið nefnist "The Next Economy“.
Ísland og önnur framlagsríki skuldbundu sig á ráðstefnu í London í gær til að framfylgja nýjum alþjóðlegum viðmiðum til að fyrirbyggja kynferðislega misbeitingu og misnotkun á vettvangi í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð.
Utanríkisráðuneytið starfar með íslenskum félagasamtökum að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Ár hvert veitir utanríkisráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum. Auglýst verður eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna á næstunni.