Innherji
Íslenskir framtakssjóðir klára kaup á Promens fyrir um 15 milljarða
Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem eru nánast alfarið í eigu lífeyrissjóða, fara í sameiningu fyrir kaupum á starfsemi Promens hér á landi en viðskiptin kláruðust fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja.
Afskiptasami ráðherrann og löngunin til að handstýra hagkerfinu
Hið undarlega hlutverk hagfræðinnar, skrifaði nóbelsverðlaunahafinn Friedrich A. Hayek í lauslegri þýðingu undirritaðs, er að varpa ljósi á hversu lítið menn vita í raun um það sem þeir ímynda sér að geta hannað.
Stefnt að útboði Nova í næstu viku og vilja selja fyrir sjö til níu milljarða
Stefnt er að því að hlutafjárútboð Nova muni hefjast í næstu viku en stjórnendur og ráðgjafar fjarskiptafyrirtækisins, sem hafa fundað með fjárfestum og markaðsaðilum í vikunni, horfa þar til þess að selja hluti í félaginu fyrir á bilinu um sjö til níu milljarða króna, samkvæmt heimildum Innherja.
Bankasýslan taldi sér „skylt“ að upplýsa um „læk“ á færslu um útboð ÍSB
Bankasýslan ríkisins taldi sér „skylt“ að afhenda Ríkisendurskoðanda upplýsingar um að Hersir Sigurgeirsson, dósent við Háskóla Íslands, hefði sett „læk“ við færslu á Facebook þar sem framkvæmd útboðs við sölu á stórum hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka var harðlega gagnrýnd og eins störf Bankasýslunnar.
SAF reyndi að siga Samkeppniseftirlitinu á veiðifélög
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem féllst ekki á að beiðni samtakanna um að settar yrðu kvaðir á veiðifélög vegna útleigu veiðihúsa.
Hærri vextir og meiri áhættufælni lækkar verðmat á Íslandsbanka
Gerbreytt vaxtaumhverfi ásamt aukinni áhættufælni fjárfesta þýðir að ávöxtunarkrafa á eigið fé Íslandsbanka hækkar talsvert, eða úr 11,3 prósentum í 12,3 prósent, og við það lækkar nokkuð verðmatsgengi bankans, að mati Jakobsson Capital.
Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis
Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl.
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar
Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Fjárfestingafélagið Silfurberg fjármagnar nýjan vísissjóð
Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, stendur að fjármögnun á nýjum vísissjóði, Berg Energy Ventures, sem fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftlagsvandanum.
Guðmundur Fertram gegnir stjórnarformennsku hjá indó
Guðmundur Fertra Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, varð fyrr á þessu ári stjórnarformaður indó, nýja sparisjóðsins sem mun hefja starfsemi í haust.
Fjármálastjóri Kviku kaupir í bankanum fyrir um 10 milljónir
Ragnar Páll Dyer, fjármálastjóri Kviku, keypti í morgun hlutabréf í bankanum fyrir tæplega 10 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar keypti hann samtals 500 þúsund hluti á genginu 19,7 krónur á hlut.
Fyrsta fjármögnunin í íslenskum rafíþróttum gengin í gegn
Rafíþróttafélagið Dusty gekk í síðustu viku frá sinni fyrstu hlutafjáraukningu og er hún jafnframt fyrsta hlutafjáraukningin í rafíþróttum á Íslandi. Dusty, sem hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda, fékk 30 milljóna króna innspýtingu frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna.
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða
Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna.
Forstjóri Kviku selur bréf í bankanum fyrir nærri 70 milljónir
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, seldi hlutabréf í Kviku í dag fyrir nærri 70 milljónir samkvæmt tilkynningu sem var send til Kauphallarinnar. Seldi hann 3,3 milljónir hluta á genginu 20,4.
Nærri 20 prósenta samdráttur hjá Medis
Rekstrartekjur Medis, sem er dótturfélag lyfjarisans Teva Pharmaceutical Industries, námu 191 milljón evra á síðasta ári, jafnvirði 26,4 milljarða króna, og drógust þær saman um rúmlega 19 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Lítið um innlausnir fjárfesta úr sjóðum þrátt fyrir verðhrun á mörkuðum
Annan mánuðinn í röð minnkuðu fjárfestar við stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum en hreint útflæði úr þeim var samanlagt tæplega 900 milljónir króna í apríl.
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna minnkaði mikið á fyrsta ársfjórðungi
Eftir að hafa aukist nánast stöðugt undanfarin misseri og ár þá minnkaði hlutfall erlendra eigna stærstu lífeyrissjóða landsins verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samhliða gengisstyrkingu krónunnar og miklum verðlækkunum bæði hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum.
Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör
Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja.
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play
Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins.
Tekjur Arctic Adventures jukust um 50 prósent milli ára
Rekstrartekjur Arctic Adventures, sem er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, námu rúmlega 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra
Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan.
Jón Óttar í stjórn Nova eftir kaup fjárfesta á þriðjungshlut
Stokkað var upp í stjórn Nova, sem undirbýr nú skráningu á markað, í síðasta mánuði eftir að þrír framtakssjóðir fóru fyrir kaupum fjárfesta á rúmlega þriðjungshlut í fjarskiptafélaginu.
SaltPay missti stóra kúnna og mikla hlutdeild til keppinauta
Stórir samningar um færsluhirðingu, meðal annars við smásölurisann Festi, færðust frá SaltPay til keppinautanna Valitor og Rapyd á seinni hluta síðasta árs. Sú staðreynd að markaðshlutdeild SaltPay hefur legið niður á við í samfellt þrjú ár var ein ástæða fyrir því að Samkeppniseftirlitið taldi samruna keppinautanna skaðlegan samkeppni án sérstakra skilyrða.
Lánað 80 milljarða til fyrirtækja á fyrstu fjórum mánuðum ársins
Ekkert lát er á stöðugum vexti í nýjum útlánum bankanna til fyrirtækja sem námu yfir 25 milljörðum króna í apríl, litlu minna en í mánuðinum þar á undan, á meðan áfram heldur að hægja á íbúðalánum til heimila samtímis hækkandi vöxtum Seðlabankans.
Kvika fær fjórðung af markaðinum fyrir hverfandi litla greiðslu
Kvika banki greiðir hverfandi litla upphæð fyrir safn viðskiptasamninga, sem saman mynda um 25 prósenta hlutdeild á markaðinum fyrir færsluhirðingu hér á landi. Þetta má lesa úr tilkynningum Kviku og Samkeppniseftirlitsins sem voru sendar út í gær í tengslum við samþykki eftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, dótturfélagi Arion banka.
Seðlabankinn greip inn í til að hægja á styrkingu krónunnar
Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði á föstudaginn fyrir helgi þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja.
Nýir stjórnendur SKEL og Kristín Erla koma inn í stjórn Kaldalóns
Á hluthafafundi Kaldalóns síðar í vikunni, sem var boðað til að beiðni SKEL fjárfestingafélags, stærsta hlutahafans, verður stjórnarmönnum fasteignafélagsins fjölgað úr þremur í fimm. Nýráðnir stjórnendur SKEL, þeir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason og Magnús Ingi Einarsson, munu báðir koma inn í stjórn Kaldalóns en þeir hefja störf hjá fjárfestingafélaginu í byrjun júlí.
Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins
Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans.
SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd.
Hagnaður Já eykst verulega og nemur nærri 80 milljónum
Tekjur hlutafélagsins Já, sem rekur vefsíðuna og appið já.is, ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818, hækkuðu um liðlega 15 milljónir á árinu 2021 og námu samtals tæplega 1.200 milljónum króna. Þá jókst hagnaður félagsins um 75 prósent á milli ára og var samtals um 78 milljónir.