Íslenski boltinn

Íslenski boltinn sýndur um allan heim

Leikir í úrvalsdeild karla í fótbolta hér á landi verða sýndir í streymisveitum um allan heim frá og með næstu leiktíð. „Það eru gríðarlega spennandi tímar framundan í íslenskum fótbolta í þessum efnum,“ segir Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta.

Íslenski boltinn

Áfram í Fram

Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir nýjan samning við Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Samningur hans gildir til ársins 2023.

Íslenski boltinn

Aníta og Óskar stýra Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið þau Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þau munu einnig þjálfa 4. flokk kvenna hjá félaginu og vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar hjá Fram.

Íslenski boltinn

KR fær markvörð Fylkis

Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er genginn í raðir KR frá Fylki. Hann skrifaði undir samning við Vesturbæjarfélagið sem gildir til næstu tveggja ára.

Íslenski boltinn