Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Körfuboltakonan Inga Lea Ingadóttir hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara Hauka og semja í staðinn við silfurlið Njarðvíkur fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 11.7.2025 12:31
Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Íslandsmeistararnir í Stjörnunni hafa gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn. Julio de Assis mætir aftur til landsins en félagið hefur einnig tryggt sér þjónustu Luka Gasic. Körfubolti 11.7.2025 09:48
Birkir Hrafn í NBA akademíunni Körfuboltamaðurinn Birkir Hrafn Eyþórsson keppir um þessar mundir í NBA akademíunni en þar er hann í einu liði af heimsúrvalinu, global liðinu. Körfubolti 10.7.2025 16:31
Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfuknattleiksdeildir Fylkis og Vals munu starfa náið saman á komandi tímabili en Fylkismenn munu spila í 1. deild í vetur í fyrsta sinn í 20 ár. Fylkismenn tilkynntu um samstarfið á samfélagsmiðlum í gær. Körfubolti 8.7.2025 22:46
Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson mun ekki spila með Valsmönnum í Bónus-deildinni næsta vetur þar sem hann er á leið í atvinnumennsku. Körfubolti 8.7.2025 11:30
Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Stærstu félagaskipti sumarsins í NBA, þar sem Kevin Durant fór til Houston Rockets frá Phoenix Suns, urðu þegar upp er staðið stærstu félagaskipti í sögu deildarinnar í liðum talið en alls komu sjö lið að skiptunum. Körfubolti 8.7.2025 06:49
Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Tyrese Haliburton, leikmaður Indiana Pacers og ein skærasta stjarna liðsins, mun missa af öllu næsta tímabili í NBA eftir að hafa slitið hásin í oddaleik Pacers og OKC í vor. Körfubolti 7.7.2025 19:01
KR semur við ungan bandarískan framherja KR hefur fundið Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta. Sá heitir K.J. Doucet og er 22 ára gamall. Körfubolti 7.7.2025 11:58
Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Ísland verður með á Eurobasket mótinu í körfubolta í haust og Ísland fékk sjálfan Evrópumeistarabikarinn í heimsókn í tilefni af því. Körfubolti 4.7.2025 21:33
Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Þorlákshafnar-Þórsarar eru á fullu að ganga frá leikmannamálum sínum fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 4.7.2025 18:12
Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Þeir sem hafa fylgst með NBA deildinni í körfubolta undanfarna áratugi hafa örugglega tekið eftir Rauðu pöndunni skemmta áhorfendum í hálfleik leikjanna. Körfubolti 3.7.2025 23:03
Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Helgi Már Magnússon verður ekki áfram í Bónus Körfuboltakvöldi á næstu leiktíð því hann hefur ákveðið að skella sér aftur í þjálfun. Körfubolti 3.7.2025 21:01
Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfuboltamaðurinn Damian Lillard er í mjög sérstakri stöðu eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok við NBA körfuboltafélagið Milwaukee Bucks. Körfubolti 3.7.2025 06:30
Skórnir hennar seldust upp á mínútu Caitlin Clark er ekki aðeins vinsælasta körfuboltakona heims því hún er einn vinsælasti íþróttamaður heims. Körfubolti 2.7.2025 21:46
Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks NBA liðið New York Knicks er búið að finna næsta þjálfara samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Körfubolti 2.7.2025 20:15
Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Grindavík hefur samið við sænsku landsliðskonuna Ellen Nyström um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 30.6.2025 19:13
Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Belgar eru Evrópumeistarar kvenna í körfubolta annað mótið í röð eftir frábæra endurkomu í 4. leikhluta gegn Spánverjum en lokatölur leiksins urðu 67-65 Belgíu í vil. Körfubolti 29.6.2025 19:35
James tekur einn dans enn í það minnsta Hinn fertugi LeBron James hefur ákveðið að virkja eins árs framlenginu á samningi sínum við Los Angeles Lakers en hann er launahæsti leikmaður liðsins og mun þéna 52,6 milljónir dollara á komandi tímabili. Körfubolti 29.6.2025 17:30
Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfuboltaspjald með Michael Jordan seldist á ótrúlega upphæð á dögunum. Það er kannski betra að skoða hvaða körfuboltaspjöld þú ert með í geymslunni hjá þér því mörg þeirra eru greinilega mikils virði. Körfubolti 29.6.2025 13:30
Einhenta undrið ekki í NBA Sú frétt flaug fjöllum hærra nú fyrir helgi að hinn einhenti Hansel Emmanuel væri á leið í NBA deildina og væri búinn að semja við Houston Rockets. Þegar betur var að gáð reyndist um algjöra falsfrétt að ræða. Körfubolti 28.6.2025 23:02
Penninn á lofti í Keflavík Keflvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil í Bónus deild karla en þrír íslenskir leikmenn skrifuðu í gær undir samninga við liðið. Þeir semja allir til tveggja ára. Körfubolti 28.6.2025 20:01
Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Hannes Ingi Másson og Ragnar Ágústsson hafa allir framlengt samning sína við félagið og verða því með Stólunum í Bónus deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 28.6.2025 10:30
Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfuboltakonan Jade Melbourne fékk heldur betur að finna fyrir því í leik í WNBA deildinni í körfubolta á dögunum. Körfubolti 28.6.2025 07:32
Fotios spilar 42 ára með Fjölni Körfuboltamaðurinn Fotios Lampropoulos mun spila með Fjölni í fyrstu deild karla á næsta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjölni. Körfubolti 27.6.2025 12:48