Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka líf­vörðurinn hans, túlkurinn hans og tals­maðurinn hans“

„Við erum fámenn þjóð, og þar af leiðandi einsleit og þess vegna hættir okkur til að fara inn í kassann. Ég upplifi það oft eins og maður megi ekki tala um það sem er að, það sem er öðruvísi eða óþægilegt,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, móðir sjö ára drengs sem greindur er með einhverfu og ótilgreinda þroskaskerðingu. Fyrir tæpu ári byrjaði Gunnhildur að birta reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún talar opinskátt og einlægt um reynslu sína.

Lífið
Fréttamynd

Veikindafríi Páls Óskars lokið

Páll Óskar tilkynnti að eftir að hafa haldið fjögurra klukkustunda „Pallaball“ sé veikindaleyfinu hans formlega lokið. Hann þríkjálkabrontaði í byrjun árs.

Lífið
Fréttamynd

Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“

Sviðslistakona sem lagði út fyrir uppsetningu leiksýningar sjálfsstæðs sviðslistahóps í Iðnó lenti í því óhappi á frumsýningu að falla í gólfið með þeim afleiðingum að hnéskel hennar fór úr lið. Sýninguna fjármagnaði hún með launum sínum hjá frístundaheimili í Reykjavík. 

Lífið
Fréttamynd

Mælir með því að tala við gervi­greind sem sál­fræðing

„Er hægt að spyrja hana að öllu?“ er spurning sem margir spyrja sig að þegar kemur að gervigreind. „Já, í raun og veru, þetta er eins og leitarvél á sterum”. Þetta segir Guðjón Már Guðjónsson, oftast kenndur við Oz, sem var gestur Bakarísins á Bylgjunni síðasta laugardag. ​​Sjálfur notar Guðjón gervigreindina daglega og bæði í leik og starfi. 

Lífið
Fréttamynd

„Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“

„Ég hef glímt við skapgerðarbresti og reiði sem ég var ekki búinn að vinna í og það því miður bitnaði á fjölskyldu, vinum og þáverandi kærasta. Það er svo margt sem ég hefði viljað gera aðeins öðruvísi frá þessum tíma,“ segir Viktor Andersen Heiðdal en fjallað er um Viktor og hans líf í þáttunum Tilbrigði um fegurð á Stöð 2. Viktor er þarna að vísa til ársins 2010.

Lífið
Fréttamynd

„Ég vildi fela mig fyrir heiminum“

„Það er markvisst verið að draga úr sýnileika transfólks. Þeirra sjónarhorn, þeirra sögur þurfa að heyrast,“ segir Esjar Smári Gunnarsson 17 ára trans strákur.

Lífið
Fréttamynd

„Leyfi lífinu bara að leiða mig“

Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist.

Lífið
Fréttamynd

Fann­ey og Teitur greina frá kyninu

Fanney Ingvarsdóttir, fegurðardrottning og stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á dóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who

Zak Starkey trommuleikara bresku rokkhljómsveitarinnar The Who hefur að sögn verið bolað úr hljómsveitinni eftir þrjátíu ára samstarf. Hljómsveitin segir ákvörðunina sameiginlega. 

Lífið
Fréttamynd

Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn

„Ég er rosa fegin að ég sé ekki sautján ára og þetta er að gerast. Þannig maður getur tekið þessu með meira æðruleysi,“ segir stórstjarnan Sandra Barilli sem er góðkunnug landsmönnum bæði af skjánum og úr hinum ýmsu partýjum. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir á einlægum nótum um skrautlegt líf sitt.

Lífið
Fréttamynd

100 á­hrifa­mestu ein­staklingar í heimi

Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur birt árlegan lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2025. Þetta er í 22. sinn sem listinn er gefinn út, en hann var fyrst birtur árið 1999. 

Lífið