Lífið

Met Gala síðustu ár sem upphitun fyrir kvöldið

Í dag er fyrsti mánudagurinn í maí og innan tískuheimsins þýðir það bara eitt: Met Gala. Hönnuðir túlka þar þemu sem eru sett fyrir ár hvert og stjörnurnar mæta á Metropolitan listasafnið í New York í glæsilegri hönnun.

Lífið

Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna

Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.

Lífið

Naomi Judd látin

Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd.

Lífið

„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“

Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni.

Lífið

„Mætti hlúa töluvert betur að minni andlegu heilsu“

Aníta Briem hefur verið viðriðin leiklistina frá því hún var níu ára gömul. Hún á að baki sér fjölmörg verkefni bæði hér heima og erlendis. Á undanförnum árum hefur hún verið að gera það virkilega gott á Íslandi og fór meðal annars með hlutverk í sjónvarpsseríunni Ráðherrann árið 2020, kvikmyndinni Skjálfta sem kom út fyrr á árinu og hinni ný frumsýndu Berdreymi. Nú vinnur hún að sjónvarpsseríu sem hún skrifaði. Þessi hæfileikaríka listakona elskar bækur og tónlist og segir engan dag í sínu lífi eins. Aníta Briem er viðmælandi vikunnar hjá Innblæstrinum.

Lífið

Nýtt lag og tónleikar á Íslandi í næstu viku

Tónlistarmaðurinn Khalid verður með tónleika á Íslandi þann 4.maí þar sem Reykjavíkurdætur og GDRN verða sérstakir gestir. Hann er einnig að gefa út nýtt lag í dag sem mun eflaust óma í Laugardalshöllinni í næstu viku. 

Lífið

Útskriftarnemar HR fara loksins á sína fyrstu árshátíð áður en skólagöngu þeirra lýkur

Það ríkir mikil gleði hjá nemendum Háskólans í Reykjavík um þessar mundir þar sem þeir eru loksins að halda árshátíð eftir þriggja ára bið. Veisluhöldin eru þeim án efa kærkomin en fyrir tveimur árum var árshátíðinni aflýst degi fyrir viðburðinn vegna Covid. Blaðamaður hafði samband við Alexander Ágúst, formann stúdentafélags HR, og tók púlsinn á honum.

Lífið