Lífið

Haf-dóttirin komin í heiminn

Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson, sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store, eignuðust í dag sitt annað barn, litla stúlku. 

Lífið

Auglýsingar fyrir SS fyrsta verkefnið sem lærður leikari

Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli melló, er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einnig fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans í dag.

Lífið

„Ég hélt að þetta væri búið hjá mér“

“Ég hélt þetta væri búið hjá mér. Ég sá svipinn hjá Heimi og Ank og ég sagði að þetta væri mjög slæmt,“ segir Everestfarinn og göngugarpurinn Sigurður Barni Sveinsson í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. 

Lífið

Leynd ó­létta Scar­lett Johans­son opin­beruð

Hollywood leikkonan Scarlett Johansson á von á barni með eiginmanni sínum Colin Jost. Erlendir fjölmiðlar greindu frá fréttunum fyrr en dag, en samkvæmt þeirra heimildum á leikkonan að vera komin töluvert langt á leið.

Lífið

Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum

Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari.

Lífið

Símamótið kveður númerin og fer nýjar leiðir við nafngjöf

Mótstjórn Símamótsins og Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetja félög til þess að leggja niður númeraröðun liða í yngstu flokkunm. Mælt er með því að skíra liðin eftir íslensku knattspyrnufólki. Knattspyrnukonum í tilfelli Símamótsins sem hefst í Kópavogi á föstudag.

Lífið

Hildi barst líflátshótun í kjölfar Eurovison

„Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða?“ Þetta segir söngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir í vefþættinum Á rúntinum.

Lífið

Ólafía Þórunn í skýjunum með frum­burðinn

Sonur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur atvinnukylfings og Thomas Bojanowski kom í heiminn þann 29. júní og er parið í skýjum með frumburðinn. Frá þessu greinir Ólafía í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún birtir glæsilega mynd af nýburanum.

Lífið

Lög­maður Brit­n­ey hættir

Lögmaður Britney Spears hefur sagt sig frá forræðismáli hennar en hann var skipaður lögmaður hennar af dómstólum. Hann mun formlega hætta sem lögmaður Britney á morgun en ástæðan er sú að hann lagði ekki fram gögn máli hennar til stuðnings til að enda forræði föður Britney yfir henni.

Lífið

Töfrandi stund á leynistað Gnúpverja

Níu mánaða bið en svo kemur sumarið, aftur. Loksins. Íslenskt sumar. Það getur verið svo stórkostlegt en allt stendur þetta og fellur með veðrinu. Að sitja úti í rjómablíðu í íslenskri sveit og slappa af minnir mann á af hverju það er svona gott að búa á Íslandi. Af hverju harkið yfir veturinn er þess virði.

Lífið

Frægir hlaupa til góðs

Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram þann 21. ágúst næstkomandi. Þeir safna nú áheitum fyrir hin ýmsu góðgerðasamtök.

Lífið

Seinheppni Árnýjar og Daða Freys heldur áfram

Eurovision-parið Árný Fjóla Ásmundsdóttir og Daði Freyr Pétursson þarf að finna sér nýtt húsnæði sem allra fyrst í Berlín í Þýskalandi. Stóra lekamálið í íbúð þeirra hefur dregið dilk á eftir sér.

Lífið