Samantha Markle höfðaði málið í kjölfar þess að hertogahjónin af Sussex komu fram í viðtali hjá Opruh Winfrey árið 2021. Markle sakar systur sína um að hafa vegið að æru sinni þegar hún sagði að hún væri „einkabarn“.
Í málsgögnunum segir að Markle, sem þjáist af MS og notar hjólastól, hafi neyðst til að höfða málið eftir að systir hennar hafi haft frammi ósannindi fyrir framan 50 milljón manna áhorfendahóp í sautján löndum. Ummæli Meghan hafi miðað að því að eyðileggja orðspor systur hennar.
Þá er Meghan sökuð um að hafa notað almannatengla konungsfjölskyldunnar til að breiða út lygar um Markle og föður þeirra, Thomas Markle, á heimsvísu. Markmiðið hafi verið að skaða trúverðugleika þeirra og koma í veg fyrir að þau vörpuðu ljósi á það „ævintýri“ sem Meghan hefði samið um sjálfa sig.