Menning

Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar
Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára.

Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum
Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni.

Sjón hlýtur Norðurlandaverðlaun Sænsku akademíunnar
Sænska akademían tilkynnti í dag að hinn íslenski Sjón hljóti Norðurlandaverðlaun akademíunnar 2023.

Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show
Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim.

Eva Ollikainen áfram aðalhljómsveitarstjóri Sinfó
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur endurnýjað samning sinn við Evu Ollikainen sem gegnt hefur stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda síðastliðin þrjú ár. Samningurinn hefur verið framlengdur til loka starfsársins 2025-26.

Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi
Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt.

Listir, stjórnmál og atvinnulíf mætast í tökum BBC í Tjarnarbíói
Fjölbreytt blanda merkra Íslendinga munu sitja fyrir svörum við upptökur á útvarpsþætti breska ríkisútvarpsins „World Questions“ í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi.

Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt
„Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás.

„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“
Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu.

Breska ríkisútvarpið spyr íslenskt stjórnmálafólk spjörunum úr
Breska ríkisútvarpið mun taka upp útvarpsþáttinn World Questions í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Um er að ræða einskonar málfund þar sem stjórnmálafólk er spurt að hinum ýmsu spurningum sem varpa ljósi á land og þjóð.

Skúli, Arndís, Ragnar og Pedro hrepptu bókmenntaverðlaunin
Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans fór fram á Bessastöðum nú rétt í þessu. Verðlaunin fyrir hvert verk nema einni milljón króna og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Gunna Tryggva færir Selfyssingum veglega gjöf með skýrum skilyrðum
Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss.

Mætir heim til fólks og skapar list beint á veggina
„Ég hef alltaf upplifað mikla ró við það að horfa til himins,“ segir listamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýninguna Skýjamyndir í Gallerí Gróttu á morgun.

Rannsakar hlut kvenna í íslenskri listasögu næsta árið
Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir hefur verið valin til að gegna rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að rannsaka hlut kvenna í íslenskri listasögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur.

Myndaveisla: Gísli frumsýndi Ferðabókina í Landnámssetrinu
Húsfylli var á Landnámssetri Íslands í Borgarnesi á laugardaginn þegar Gísli Einarsson fyllti Söguloftið í tvígang sama dag.

Stærilæti gætu hafa valdið vandræðunum
Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar.

Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth
Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast.

Opna safn á heimili Gísla á Uppsölum í Selárdal
Fyrirhugað er að opna safn á heimili Gísla á Uppsölum í Selárdal á Vestfjörðum árið 2025.

„Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík
Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu.

Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast
Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera.

Fay Weldon er látin
Breski rithöfundurinn Fay Weldon er látin, 91 árs að aldri.

Forsætisráðherra hafði Arnald á lokametrunum
Vísir birtir hér lokauppgjör bóksölu nýliðins árs. Bókalistinn, sem byggir á sölutölum helstu bóksölustaða landsins, sýnir hvaða bækur það eru sem einkum höfða til bókaþjóðarinnar.

Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð
Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa.

Matador-höfundurinn Lise Nørgaard látin
Danski blaðamaðurinn, ritstjórinn og rithöfundurinn Lise Nørgaard, sem meðal annars er þekkt fyrir að hafa verið höfundur Matador-þáttanna, er látin. Hún lést í gær, 105 ára að aldri.

„Konan sem fær útgefið af því að afi hennar hét Halldór Laxness“
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir segist hafa fengið nóg af umræðu innan bókmenntasamfélagsins, um að hún hafi fengið bækur útgefnar og þær tilnefndar til verðlauna, vegna þess að hún sé barnabarn nóbelskáldsins Halldórs Laxness.

KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal
Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu.

Matargerð og myndlist í eina sæng
Listakonurnar Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir opna sýninguna „Leiðarvísir augnablika“ á veitingastaðnum Sumac í dag. Verkin verða varanlegur hluti af veitingastaðnum og eru unnin undir áhrifum matargerðar Þráins Freys Vigfússonar, yfirkokks á Sumac og ÓX.

„Hræðileg kvöð að þurfa að gera eitthvað magnað“
„Það gefur mér mest að lesa, þaðan sæki ég gjarnan innblástur,“ segir rithöfundurinn og sviðslistakonan Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sem var að senda frá sér ljóðabókina Urðarflétta. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

Síðasti Bóksölulistinn fyrir jól
Nú æsast heldur betur leikar í bóksölunni. Hér getur að líta síðasta Bóksölulistann sem birtist fyrir þessi jólin en jólabókaflóðið er nú að nálgast hápunkt sinn. Að mati sérfræðings Vísis í bóksölu, Bryndísar Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, liggur fyrir að hinn svokallaði Svarti foli þetta árið, sá sem kemur helst á óvart, er sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir.

KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal
„Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal.