Neytendur

ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms

Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl.

Neytendur

„Til­boðs­franskar“ heyra sögunni til

Þykkvabæjar hefur breytt nafninu á Tilboðsfrönskum fyrirtækisins sem hafa heitið því nafni svo áratugum skiptir. „Þykkvabæjarfranskar“ heita þær núna, en útlitið pakkninganna er þó áfram hið sama – svartir stafir á gulum grunni.

Neytendur

„Ansi ná­lægt því að vera mis­notkun á markaðs­ráðandi stöðu“

Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi.

Neytendur

Eig­endur inn­eignar­nóta muni lík­lega sitja eftir með sárt ennið

Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar.

Neytendur

Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda

Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna.

Neytendur

Inn­kalla tvær tegundir af Monster

Monster Ltd og CCEP hafa innkallað orkudrykkina Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster-drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Neytendur

Kona innkölluð vegna villu

BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 49 bifreiðar af tegundinni Hyundai KONA EV. Um er að ræða bifreiðar af árgerð 2018-2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Neytendur