Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 17. nóvember 2022 13:59 Hagfræðideild Landsbankans spáir 9,3 prósent verðbólgu í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni.
Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira