Tíska og hönnun

„Madame Butter­fly“ er látin

Japanski fatahönnuðurinn Hanae Mori, sem þekkt var sem „Madame Butterfly“ í tískuheiminum, er látin, 96 ára að aldri. Mori er sögð vera fyrsti japanski hönnuðurinn sem hafi slegið rækilega í gegn í heimi hinnar frönsku hátísku.

Tíska og hönnun

„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“

Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Stíllinn minn verður af­slappaðri með tímanum“

Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“

Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Gifti sig í Dolce & Gabbana kjól

Kourtney Kardashian hefur nú birt myndir frá því hún giftist Travis Barker aftur um helgina. Eins og við fjölluðum um í gær giftu þau sig löglega í Santa Barbara í lítilli athöfn í ráðhúsinu.

Tíska og hönnun

#íslenskflík: „Skór eru undirstaðan okkar“

Katrín Alda Rafnsdóttir er eigandi KALDA og þriðji viðmælandinn #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna.

Tíska og hönnun

Innsýn inn í heim Bláa lónsins á Hafnartorgi

Flestir Íslendingar eru stoltir af Bláa lóninu enda er það nefnt af mörgum sem eitt af undrum veraldar. Stór hluti af töfrum þess er hversu mikið hefur verið nostrað við umhverfið. Arkitektúrinn í kringum lónið og The Retreat hótelið eru í heimsklassa. 

Tíska og hönnun

Hönnunargleði á Hafnartorgi

Hafnartorgið iðaði af gleði með hönnunarvörum, list og arkitektúr. Þar má finna ýmsar sýningar og bíður Hafnartorgið uppá að slá nokkrar listaflugur í einu höggi. Svo er að sjálfssögðu hægt að bræða úr debitkortinu sínu í fallegu verslunum en það er kannski annað mál. 

Tíska og hönnun