„Yfirleitt er allt sem er gefandi líka krefjandi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 09:01 Karen Briem er búningahönnuður fyrir Eitruð lítil pilla. Vísir/Einar Búningahönnuðurinn Karen Briem skráði sig í meistaranám í búningahönnun um þrítugt. Hún elskar að segja sögur og skapa karaktera en hún sér um búningana fyrir söngleikinn Eitruð lítil pilla, sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tækifæri til að skapa eitthvað sem er ekki söluvara Blaðamaður ræddi við Karen um sköpunargleðina, hönnunina, leikhúsið og lífið. „Ég byrjaði tiltölulega seint í þessu en er búin að vera í fullu starfi sem búningahönnuður síðastliðin átta ár,“ segir Karen. Aðspurð hvað heilli hana mest við fagið segir hún: „Það að vilja segja sögur og skapa karaktera. Mér finnst búningahönnun sjónræn félagsfræði að mörgu leyti og mér finnst það svo spennandi. Hvernig fólk er og hvernig það virkar.“ Hún segir sömuleiðis að klæðnaður geti sagt svo margar sögur. „Alveg sama þó að þú segist ekki pæla í því hverju þú klæðist, það segir líka eitthvað um þig því einhverju ertu í. Mér finnst í raun bara svo gaman að pæla í því hvaða áhrif karakterar hafa á söguna, hvernig þeir klæða sig og tjá sig. Það er líka tækifæri til að skapa eitthvað út frá fantasíu, ævintýrum og pjúra ímyndunarafli sem þarf ekki að vera söluvara.“ Hún segir sömuleiðis allt önnur nálgun að vera í búningahönnun en ekki að hugsa um markaðinn. „Það er meira listrænt frelsi. Svo ertu í svo miklu samstarfi við aðra í leikhúsinu, þetta er svo mikið samtal og þið eruð saman að skapa heim. Að segja sögu þannig að hún sé trúverðug, hvort sem það er fyrir eitthvað hræðilegt eða gleðilegt eða annað. Þú nálgast þetta öðruvísi,“ segir Karen. Karen hefur gaman að því að skapa út frá sögu, ímyndunarafli og fantasíu. Saga Sig Mikil samvinna í leikhúsinu Það er langt ferli sem fylgir því að hanna fyrir leikhúsið. „Þú byrjar á að lesa handritið, sjá hvað kemur upp og hvaða týpur þú er að skynja, svo er það að hittast með leikstjóra, leikmyndahönnuðinum og danshöfundinum og ræða um hvernig manni leið, hvaða tilfinningar komu upp og deila því hvernig heim maður sá fyrir sér. Allir koma með sína búta og heildinni er leiðbeint af leikstjóranum. Við erum öll að pitcha inn og svo er því komið áleiðis undir stjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Karen sér um búningahönnun fyrir söngleik og er að mörgu að huga. „Þetta er vissulega stórt en að sama skapi er svo margt opið og margt hægt, í svona góðu húsi sem Borgarleikhúsið er. Búningadeildin er frábær, hugmyndirnar eru framkvæmdalegar, þú getur látið þig dreyma um svo mikið og það er komist til móts við þig á öllum vígvöllum.“ Karen segir að það sé gefandi að skapa í samtali innan leikhússins. Íris Dögg Vildu ekki hengja sig of mikið í raunveruleikanum Í söngleiknum eru margar senur og hraðar skiptingar. Það sem listræna teymið á bak við sýninguna þurfti meðal annars að ákveða var hvernig búningar og leikmynd yrðu túlkuð. „Við þurftum að hugsa hvort við ætluðum að túlka þetta abstrakt eða bókstaflega. Þetta er búið að vera ferli í stöðugri þróun fram og til baka frá því síðastliðið vor þegar við hittumst fyrst. Við erum búin að vera að skoða hversu mikið við viljum hengja okkur í raunveruleikanum og hversu mikið við viljum leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Í þessari sýningu ákváðum við að hengja okkur ekki of mikið á raunveruleikann og leyfa þessu tilfinningalega að skína. Við erum til dæmis með hóp af unglingum og við vorum ekki að leggja of mikla áherslu á að það sæist að þetta væru bókstaflega unglingar í úthverfum í Bandaríkjunum. Við vorum meira að hugsa hvernig ætlum við að aðgreina unglingana frá fullorðna fólkinu. Allir unglingarnir eru að ganga í gegnum eitthvað stórbrotið í fyrsta skipti, eins og gerist þegar maður er unglingur. Lífið manns er sömuleiðis alveg í rugli, allt er það versta og besta í heimi. Þannig að við fórum meira í þá átt með unglingana, þeir fengu sitt eigið sjónræna tungumál.“ Þau ákváðu því að endurvinna ýmislegt fyrir búningana þeirra. „Við endurunnum (e. upcycle) rosa mikið af fötum sem voru til í safninu og bjuggum til ný föt úr þeim. Þannig að það er rosa mikið líf í flíkunum, litir, lög (e. layers) og alls konar flækjur í þeirra tjáningu.“ Búningarnir voru túlkaðir á abstrakt hátt. Íris Dögg Fullorðna fólkið átti svo að vera meira í tvívídd. „Oft á unglingsárunum þá sérðu fullorðið fólk sem eitthvað allt annað, næstum því sem geimverur. Þau eru meira afmörkuð og boxuð, það er minni áferð, þau eru einlit og flatari því þau eru að vinna í því að passa í ákveðin box í samfélaginu og eru svolítið búin að tapa þessari uppreisn sem einkennir unglingana. Þau hafa frekar ýtt sínum lögum (e. layers) til hliðar til að passa inn í eitthvað mót. Svo kemur bara í ljós hvort þetta abstrakt og tilfinningalega skili sér. Það var sömuleiðis ákveðið að leikmyndin ætti ekki að vera of bókstafleg, við vildum skapa einhvern heim sem er ótrúlega litríkur eða brjálæðislega daufur. Þetta passar líka við þessar ofsatilfinningar sem eru í verkinu. Það er tekið á rosalega mikið af mikilvægum og erfiðum málefnum í þessu verki.“ Hefur fundið betur sína rödd Aðspurð hvort hún sjálf tjái sig mikið í gegnum tískuna ítrekar hún að hennar kenning sé að allir geri það að einhverju leyti. „En auðvitað gera sumir það meira en aðrir. Sumir gera það til þess að tala en aðrir gera það til að fela sig. Ég held að ég hafi meira og meira tjáð mig í gegnum þetta form með tímanum, samhliða því að ég hef fundið betur mína rödd og sömuleiðis út frá því að hafa setið betur í mér. Ég held að það eigi við um rosa marga.“ Hún segir ótal margar ólíkar leiðir mögulegar innan búningahönnunar og hún sé farin að þekkja vel sína styrkleika. Verkefnið spilar lykilhlutverk í sköpunarferlinu en þó getur verið óumflýjanlegt að búa yfir einhverju einkenni. „Innan þeirra verkefna sem ég vel og tel mig hafa gaman og gagn af finnst mér það alltaf bara vera verkefnið sem leiðir mann. Svo ertu auðvitað alltaf með einhverja rödd en ég held að það sé oft auðveldara fyrir aðra sem þekkja mig að sjá það heldur en sjálfa mig. Mér líður kannski eins og ég sé að gera eitthvað voðalega nýtt en aðrir geta frekar séð kjarnann minn í því.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Karen hannar fyrir söngleik og finnst henni það mjög spennandi verkefni. Hún segir fallegt, gefandi og krefjandi að vinna í samstarfi við aðra. Vísir/Einar Þó komi ótrúlega margt fram bæði með sögunni og samstarfinu. „Það er svo fallegt að geta unnið svona í samstarfi við aðra. Það getur verið svo gefandi og auðvitað líka krefjandi því yfirleitt er allt sem er gefandi líka krefjandi. Þú hefur tækifæri til að vera insperuð úr svo mörgum áttum og sjá hliðar sem þú hefðir ekki geta séð upp á þitt einsdæmi. Það þykir mér alltaf vera frábært tækifæri. Hvert verkefni verður þar af leiðandi öðruvísi því þar er annað samtal, önnur saga, annað fólk, þú spyrð annarra spurninga og færð önnur svör.“ Á ákveðnu tímabili allt glatað Þó megi alltaf gera ráð fyrir að það sé ýmislegt sem gangi ekki upp í ferlinu. Það er alltaf á einhverju tímabili allt glatað og mann langar næstum því að gefast upp. En ég hef ekki látið mig hverfa frá verkefni ennþá, segir Karen og hlær. Aðspurð hver sé lykillinn að því að komast í gegnum slíkar hraðahindranir segir hún: „Bara að halda áfram. Fara í gegnum tilfinninguna, ekki bæla hana eða láta eins og hún sé ekki þarna. Taka hana, faðma hana og sjá hvað gerist. Svo er líka gott að gefa sér smá fjarlægð. Það er alltaf eitthvað sem maður hafði rosa trú á sem svo virkaði ekki eða þá eitthvað sem var smá djók með sem endar á að virka ótrúlega vel. Það er bara alltaf eitthvað sem maður byrjaði með og svo endar það allt öðruvísi. Svo þarf líka að leyfa ferlinu að skola út vondu hugmyndunum og inn góðu hugmyndunum og það eru margir með þér í því að sjá hvað er að virka og hvað ekki.“ Karen segir að það sé margt sem komi í ljós í ferlinu og sumar hugmyndir sem hún hafði mikla trú á gangi ekki upp. Saga Sig Erfiðin fái mann óvart til að svara öðrum spurningum En hvað ætli hún geri til að næra listrænu hliðarnar þegar hana skortir innblástur? „Þegar ég er komin yfir sjálfsvorkunnina þá fer ég aðeins gera eitthvað annað,“ segir Karen kímin og bætir við: „Ef ég er stressuð eða föst er mér nýlega farið að finnast rosa gott að leira bara eitthvað. Þú hefur eitthvað að gera með höndunum og getur mótað form og hvílir hugsanir um að þú sért ekki að komast áfram með einhverja hugmynd. Mér finnst það ótrúlega slakandi og næs. Þá ertu líka bara að gera það því það er gaman. Bara að ná að snappa út úr þessu. Svo á ég blessunarlega rosa mikið af klárum og góðum vinum sem geta annað hvort komið með tillögur eða bara farið með manni í göngutúr eða gefið manni knús. Ég bý mjög vel að góðu tengslaneti, bæði af vinum og samstarfsfólki. Þegar þú er byrjað að spóla er líka næs að leyfa sér að hugsa um eitthvað annað og þá oft óvart ertu að svara annarri spurningu.“ Flíkur sem Karen gerði fyrir sýninguna. Saga Sig Mikil handavinna og mikið um smáatriði Hún segir erfitt að svara því hvert sé hennar uppáhalds lúkk í sýningunni og það sé stöðugt að breytast. „Ef ég segi eitt þá finnst mér ég vera að svíkja eitthvað annað. Það eru rosalega mikið af smáatriðum í þessum búningum. Ég vildi leggja upp úr því að gera mikið af handbragði í þessu með því til dæmis að mála og teikna á flíkurnar. Silla vinkona hjálpa mér að gera alls konar áferð og myndir á allt og þetta var mjög tímafrekt.“ Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins en gerist þó í óráðinni samtíð. Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna. „Tónlistin er auðvitað mjög næntís og næntís tíska er mjög inn, ég var unglingur á þessum tíma og á einhvern hátt mótaði það auðvitað margt í mér. Músíkin tengir mig við það sem var i gangi þegar ég var unglingur og svo man ég auðvitað eftir hræðilegum tískutilraunum sem ég gerði,“ segir Karen hlæjandi og bætir við: „Ósjálfrátt er það að einhverju leyti til staðar en þetta á alls ekki að gerast á þeim tíma heldur gerist þetta í óskilgreindum nútíma.“ Aldís Amah Hamilton og Haraldur Ari Stefánsson við æfingu á Eitruð lítil pilla í búningum eftir Karen Briem. Íris Dögg Vex mest í fjölbreytileikanum Sjálf á hún ekkert ákveðið uppáhalds tískutímabil en hefur mjög gaman að því að blanda ólíkum stílum saman. „Ég fæ líka æði fyrir einhverju ákveðnu um tíma þar sem ég geri ótrúlega mikið af því og fæ svo ógeð af því. Ég geri sömuleiðis oft tilraunir sem eru tengdar verkefnum, prófa margt á sjalfri mer og finnst það mjög gaman um stund.“ Hún segist ekki eiga eitthvað ákveðið draumaverkefni heldur sé hún að fá frábær tækifæri og draumurinn sé að halda áfram að geta verið í ýmsum verkefnum. „Mig langar að vera í fjölbreytileikanum í starfinu, þar vex maður líka mest, eða allavega ég. Það er líka ekkert sem ég myndi segja nei ég mun alls ekki gera þetta, aldrei. Í hvert skipti sem ég hef prófað eitthvað nýtt hef ég náð að flexa einhvern nýjan vöðva og það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um sjálfa sig.“ Þegar viðtalið er tekið er Karen ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætlar að vera á frumsýningunni. „Ég finn örugglega eitthvað skemmtilegt í stúdíóinu sem ég hef verið að tilraunast með fyrir frumsýninguna.“ Karen segist vaxa mest í fjölbreyttum verkefnum. Saga Sig Gaman að geta stundum klæðst eigin hönnun Blaðamaður spyr hana þá hvort það sé aðgengilegt að eyða tíma í sinn eigin stíl þegar þetta er starfið hennar. „Yfirleitt ekki, allavega miklu minna en maður vill. Það koma oft upp hugmyndir að einhverju og svo notarðu það í verkefnið. Stundum næ ég að gera prufur sem ég get klæðst og þá geri ég það oft úr gömlum fötum sem ég á heima, því það er aðgengilegt fyrir mig. En já, þú verður oft svolítið númer tvö, þrjú eða fjögur þegar þú ert að vinna að svona skapandi verkefni í að búa til aðra karaktera. Það eru líka rosa margir sem vinna í hönnun sem lenda í því að fólk spyr: Gerðir þú þessi föt sem þú ert í? Í 90% tilvika segirðu nei þannig að það er svo gaman þegar það er stundum hægt að segja já,“ segir Karen, hlær og bætir við: „En auðvitað þegar þú vinnur við að pæla í karakterum, týpum og hönnun þá seytlast þetta inn í þig, þú velur síðan þín föt og það er litað svolítið af umhverfinu þínu. Umhverfið er alltaf partur af því að móta lúkkið manns, meðvitað og ómeðvitað, og maður getur ekki flúið það.“ Karen segist hlakka mikið til að verkið fari í sýningu. „Ég er svo ótrúlega spennt fyrir þessu verki. Svo er svo mikið af frábærum og mikilvægum hlutum sem er verið að tala um og fá rými á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Svo er þetta náttúrulega alveg geggjuð tónlist,“ segir Karen að lokum. Leikhús Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fyrsta eitraða pillan komin í loftið Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 8. nóvember 2023 15:52 Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01 Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00 „Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“ Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. 20. maí 2023 07:00 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tækifæri til að skapa eitthvað sem er ekki söluvara Blaðamaður ræddi við Karen um sköpunargleðina, hönnunina, leikhúsið og lífið. „Ég byrjaði tiltölulega seint í þessu en er búin að vera í fullu starfi sem búningahönnuður síðastliðin átta ár,“ segir Karen. Aðspurð hvað heilli hana mest við fagið segir hún: „Það að vilja segja sögur og skapa karaktera. Mér finnst búningahönnun sjónræn félagsfræði að mörgu leyti og mér finnst það svo spennandi. Hvernig fólk er og hvernig það virkar.“ Hún segir sömuleiðis að klæðnaður geti sagt svo margar sögur. „Alveg sama þó að þú segist ekki pæla í því hverju þú klæðist, það segir líka eitthvað um þig því einhverju ertu í. Mér finnst í raun bara svo gaman að pæla í því hvaða áhrif karakterar hafa á söguna, hvernig þeir klæða sig og tjá sig. Það er líka tækifæri til að skapa eitthvað út frá fantasíu, ævintýrum og pjúra ímyndunarafli sem þarf ekki að vera söluvara.“ Hún segir sömuleiðis allt önnur nálgun að vera í búningahönnun en ekki að hugsa um markaðinn. „Það er meira listrænt frelsi. Svo ertu í svo miklu samstarfi við aðra í leikhúsinu, þetta er svo mikið samtal og þið eruð saman að skapa heim. Að segja sögu þannig að hún sé trúverðug, hvort sem það er fyrir eitthvað hræðilegt eða gleðilegt eða annað. Þú nálgast þetta öðruvísi,“ segir Karen. Karen hefur gaman að því að skapa út frá sögu, ímyndunarafli og fantasíu. Saga Sig Mikil samvinna í leikhúsinu Það er langt ferli sem fylgir því að hanna fyrir leikhúsið. „Þú byrjar á að lesa handritið, sjá hvað kemur upp og hvaða týpur þú er að skynja, svo er það að hittast með leikstjóra, leikmyndahönnuðinum og danshöfundinum og ræða um hvernig manni leið, hvaða tilfinningar komu upp og deila því hvernig heim maður sá fyrir sér. Allir koma með sína búta og heildinni er leiðbeint af leikstjóranum. Við erum öll að pitcha inn og svo er því komið áleiðis undir stjórn Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Karen sér um búningahönnun fyrir söngleik og er að mörgu að huga. „Þetta er vissulega stórt en að sama skapi er svo margt opið og margt hægt, í svona góðu húsi sem Borgarleikhúsið er. Búningadeildin er frábær, hugmyndirnar eru framkvæmdalegar, þú getur látið þig dreyma um svo mikið og það er komist til móts við þig á öllum vígvöllum.“ Karen segir að það sé gefandi að skapa í samtali innan leikhússins. Íris Dögg Vildu ekki hengja sig of mikið í raunveruleikanum Í söngleiknum eru margar senur og hraðar skiptingar. Það sem listræna teymið á bak við sýninguna þurfti meðal annars að ákveða var hvernig búningar og leikmynd yrðu túlkuð. „Við þurftum að hugsa hvort við ætluðum að túlka þetta abstrakt eða bókstaflega. Þetta er búið að vera ferli í stöðugri þróun fram og til baka frá því síðastliðið vor þegar við hittumst fyrst. Við erum búin að vera að skoða hversu mikið við viljum hengja okkur í raunveruleikanum og hversu mikið við viljum leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Í þessari sýningu ákváðum við að hengja okkur ekki of mikið á raunveruleikann og leyfa þessu tilfinningalega að skína. Við erum til dæmis með hóp af unglingum og við vorum ekki að leggja of mikla áherslu á að það sæist að þetta væru bókstaflega unglingar í úthverfum í Bandaríkjunum. Við vorum meira að hugsa hvernig ætlum við að aðgreina unglingana frá fullorðna fólkinu. Allir unglingarnir eru að ganga í gegnum eitthvað stórbrotið í fyrsta skipti, eins og gerist þegar maður er unglingur. Lífið manns er sömuleiðis alveg í rugli, allt er það versta og besta í heimi. Þannig að við fórum meira í þá átt með unglingana, þeir fengu sitt eigið sjónræna tungumál.“ Þau ákváðu því að endurvinna ýmislegt fyrir búningana þeirra. „Við endurunnum (e. upcycle) rosa mikið af fötum sem voru til í safninu og bjuggum til ný föt úr þeim. Þannig að það er rosa mikið líf í flíkunum, litir, lög (e. layers) og alls konar flækjur í þeirra tjáningu.“ Búningarnir voru túlkaðir á abstrakt hátt. Íris Dögg Fullorðna fólkið átti svo að vera meira í tvívídd. „Oft á unglingsárunum þá sérðu fullorðið fólk sem eitthvað allt annað, næstum því sem geimverur. Þau eru meira afmörkuð og boxuð, það er minni áferð, þau eru einlit og flatari því þau eru að vinna í því að passa í ákveðin box í samfélaginu og eru svolítið búin að tapa þessari uppreisn sem einkennir unglingana. Þau hafa frekar ýtt sínum lögum (e. layers) til hliðar til að passa inn í eitthvað mót. Svo kemur bara í ljós hvort þetta abstrakt og tilfinningalega skili sér. Það var sömuleiðis ákveðið að leikmyndin ætti ekki að vera of bókstafleg, við vildum skapa einhvern heim sem er ótrúlega litríkur eða brjálæðislega daufur. Þetta passar líka við þessar ofsatilfinningar sem eru í verkinu. Það er tekið á rosalega mikið af mikilvægum og erfiðum málefnum í þessu verki.“ Hefur fundið betur sína rödd Aðspurð hvort hún sjálf tjái sig mikið í gegnum tískuna ítrekar hún að hennar kenning sé að allir geri það að einhverju leyti. „En auðvitað gera sumir það meira en aðrir. Sumir gera það til þess að tala en aðrir gera það til að fela sig. Ég held að ég hafi meira og meira tjáð mig í gegnum þetta form með tímanum, samhliða því að ég hef fundið betur mína rödd og sömuleiðis út frá því að hafa setið betur í mér. Ég held að það eigi við um rosa marga.“ Hún segir ótal margar ólíkar leiðir mögulegar innan búningahönnunar og hún sé farin að þekkja vel sína styrkleika. Verkefnið spilar lykilhlutverk í sköpunarferlinu en þó getur verið óumflýjanlegt að búa yfir einhverju einkenni. „Innan þeirra verkefna sem ég vel og tel mig hafa gaman og gagn af finnst mér það alltaf bara vera verkefnið sem leiðir mann. Svo ertu auðvitað alltaf með einhverja rödd en ég held að það sé oft auðveldara fyrir aðra sem þekkja mig að sjá það heldur en sjálfa mig. Mér líður kannski eins og ég sé að gera eitthvað voðalega nýtt en aðrir geta frekar séð kjarnann minn í því.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Karen hannar fyrir söngleik og finnst henni það mjög spennandi verkefni. Hún segir fallegt, gefandi og krefjandi að vinna í samstarfi við aðra. Vísir/Einar Þó komi ótrúlega margt fram bæði með sögunni og samstarfinu. „Það er svo fallegt að geta unnið svona í samstarfi við aðra. Það getur verið svo gefandi og auðvitað líka krefjandi því yfirleitt er allt sem er gefandi líka krefjandi. Þú hefur tækifæri til að vera insperuð úr svo mörgum áttum og sjá hliðar sem þú hefðir ekki geta séð upp á þitt einsdæmi. Það þykir mér alltaf vera frábært tækifæri. Hvert verkefni verður þar af leiðandi öðruvísi því þar er annað samtal, önnur saga, annað fólk, þú spyrð annarra spurninga og færð önnur svör.“ Á ákveðnu tímabili allt glatað Þó megi alltaf gera ráð fyrir að það sé ýmislegt sem gangi ekki upp í ferlinu. Það er alltaf á einhverju tímabili allt glatað og mann langar næstum því að gefast upp. En ég hef ekki látið mig hverfa frá verkefni ennþá, segir Karen og hlær. Aðspurð hver sé lykillinn að því að komast í gegnum slíkar hraðahindranir segir hún: „Bara að halda áfram. Fara í gegnum tilfinninguna, ekki bæla hana eða láta eins og hún sé ekki þarna. Taka hana, faðma hana og sjá hvað gerist. Svo er líka gott að gefa sér smá fjarlægð. Það er alltaf eitthvað sem maður hafði rosa trú á sem svo virkaði ekki eða þá eitthvað sem var smá djók með sem endar á að virka ótrúlega vel. Það er bara alltaf eitthvað sem maður byrjaði með og svo endar það allt öðruvísi. Svo þarf líka að leyfa ferlinu að skola út vondu hugmyndunum og inn góðu hugmyndunum og það eru margir með þér í því að sjá hvað er að virka og hvað ekki.“ Karen segir að það sé margt sem komi í ljós í ferlinu og sumar hugmyndir sem hún hafði mikla trú á gangi ekki upp. Saga Sig Erfiðin fái mann óvart til að svara öðrum spurningum En hvað ætli hún geri til að næra listrænu hliðarnar þegar hana skortir innblástur? „Þegar ég er komin yfir sjálfsvorkunnina þá fer ég aðeins gera eitthvað annað,“ segir Karen kímin og bætir við: „Ef ég er stressuð eða föst er mér nýlega farið að finnast rosa gott að leira bara eitthvað. Þú hefur eitthvað að gera með höndunum og getur mótað form og hvílir hugsanir um að þú sért ekki að komast áfram með einhverja hugmynd. Mér finnst það ótrúlega slakandi og næs. Þá ertu líka bara að gera það því það er gaman. Bara að ná að snappa út úr þessu. Svo á ég blessunarlega rosa mikið af klárum og góðum vinum sem geta annað hvort komið með tillögur eða bara farið með manni í göngutúr eða gefið manni knús. Ég bý mjög vel að góðu tengslaneti, bæði af vinum og samstarfsfólki. Þegar þú er byrjað að spóla er líka næs að leyfa sér að hugsa um eitthvað annað og þá oft óvart ertu að svara annarri spurningu.“ Flíkur sem Karen gerði fyrir sýninguna. Saga Sig Mikil handavinna og mikið um smáatriði Hún segir erfitt að svara því hvert sé hennar uppáhalds lúkk í sýningunni og það sé stöðugt að breytast. „Ef ég segi eitt þá finnst mér ég vera að svíkja eitthvað annað. Það eru rosalega mikið af smáatriðum í þessum búningum. Ég vildi leggja upp úr því að gera mikið af handbragði í þessu með því til dæmis að mála og teikna á flíkurnar. Silla vinkona hjálpa mér að gera alls konar áferð og myndir á allt og þetta var mjög tímafrekt.“ Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins en gerist þó í óráðinni samtíð. Hér má finna nánari upplýsingar um sýninguna. „Tónlistin er auðvitað mjög næntís og næntís tíska er mjög inn, ég var unglingur á þessum tíma og á einhvern hátt mótaði það auðvitað margt í mér. Músíkin tengir mig við það sem var i gangi þegar ég var unglingur og svo man ég auðvitað eftir hræðilegum tískutilraunum sem ég gerði,“ segir Karen hlæjandi og bætir við: „Ósjálfrátt er það að einhverju leyti til staðar en þetta á alls ekki að gerast á þeim tíma heldur gerist þetta í óskilgreindum nútíma.“ Aldís Amah Hamilton og Haraldur Ari Stefánsson við æfingu á Eitruð lítil pilla í búningum eftir Karen Briem. Íris Dögg Vex mest í fjölbreytileikanum Sjálf á hún ekkert ákveðið uppáhalds tískutímabil en hefur mjög gaman að því að blanda ólíkum stílum saman. „Ég fæ líka æði fyrir einhverju ákveðnu um tíma þar sem ég geri ótrúlega mikið af því og fæ svo ógeð af því. Ég geri sömuleiðis oft tilraunir sem eru tengdar verkefnum, prófa margt á sjalfri mer og finnst það mjög gaman um stund.“ Hún segist ekki eiga eitthvað ákveðið draumaverkefni heldur sé hún að fá frábær tækifæri og draumurinn sé að halda áfram að geta verið í ýmsum verkefnum. „Mig langar að vera í fjölbreytileikanum í starfinu, þar vex maður líka mest, eða allavega ég. Það er líka ekkert sem ég myndi segja nei ég mun alls ekki gera þetta, aldrei. Í hvert skipti sem ég hef prófað eitthvað nýtt hef ég náð að flexa einhvern nýjan vöðva og það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um sjálfa sig.“ Þegar viðtalið er tekið er Karen ekki enn búin að ákveða í hverju hún ætlar að vera á frumsýningunni. „Ég finn örugglega eitthvað skemmtilegt í stúdíóinu sem ég hef verið að tilraunast með fyrir frumsýninguna.“ Karen segist vaxa mest í fjölbreyttum verkefnum. Saga Sig Gaman að geta stundum klæðst eigin hönnun Blaðamaður spyr hana þá hvort það sé aðgengilegt að eyða tíma í sinn eigin stíl þegar þetta er starfið hennar. „Yfirleitt ekki, allavega miklu minna en maður vill. Það koma oft upp hugmyndir að einhverju og svo notarðu það í verkefnið. Stundum næ ég að gera prufur sem ég get klæðst og þá geri ég það oft úr gömlum fötum sem ég á heima, því það er aðgengilegt fyrir mig. En já, þú verður oft svolítið númer tvö, þrjú eða fjögur þegar þú ert að vinna að svona skapandi verkefni í að búa til aðra karaktera. Það eru líka rosa margir sem vinna í hönnun sem lenda í því að fólk spyr: Gerðir þú þessi föt sem þú ert í? Í 90% tilvika segirðu nei þannig að það er svo gaman þegar það er stundum hægt að segja já,“ segir Karen, hlær og bætir við: „En auðvitað þegar þú vinnur við að pæla í karakterum, týpum og hönnun þá seytlast þetta inn í þig, þú velur síðan þín föt og það er litað svolítið af umhverfinu þínu. Umhverfið er alltaf partur af því að móta lúkkið manns, meðvitað og ómeðvitað, og maður getur ekki flúið það.“ Karen segist hlakka mikið til að verkið fari í sýningu. „Ég er svo ótrúlega spennt fyrir þessu verki. Svo er svo mikið af frábærum og mikilvægum hlutum sem er verið að tala um og fá rými á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Svo er þetta náttúrulega alveg geggjuð tónlist,“ segir Karen að lokum.
Leikhús Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fyrsta eitraða pillan komin í loftið Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 8. nóvember 2023 15:52 Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01 Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00 „Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“ Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. 20. maí 2023 07:00 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fyrsta eitraða pillan komin í loftið Söngleikurinn Eitruð lítil pilla verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. 8. nóvember 2023 15:52
Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7. október 2023 07:01
Rokksöngleikur byggður á verðlaunaðri plötu Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. 19. maí 2023 07:00
„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“ Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette. 20. maí 2023 07:00
Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14