Tónlist

Weiland höfðar mál gegn fyrrum félögum

Scott Weiland hefur höfðað mál gegn fyrrverandi félögum sínum í Stone Temple Pilots. Stutt er síðan hann var rekinn úr rokksveitinni fyrir að hafa flutt plötu hennar, Core, á sólótónleikaferðalagi.

Tónlist

Gróska í Hipphopp senunni

Mikil gróska hefur verið í íslensku hipphoppsenunni síðustu ár. Fréttablaðið tók saman hluta þeirra fjölmörgu banda sem hafa mótað og haft leiðandi áhrif á stefnuna, sem virðist vaxa og dafna ár frá ári.

Tónlist

Samfylkingin borgaði skuldina

Rokksveitin Botnleðja sendir senn frá sér safnskífuna Þegar öllu er á botninn hvolft, þar sem finna má helstu smellina og óútgefnar upptökur auk tveggja glænýrra laga.

Tónlist

Lambchop til Íslands

Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop endar tónleikaferð sína um Evrópu með tónleikum í Iðnó sunnudagskvöldið 7. júlí. Lay Low mun hita upp.

Tónlist

Hátíðin Sumarmölin í fyrsta sinn

Tónlistarhátíðin Sumarmölin á Drangsnesi verður haldin í fyrsta sinn í sumar. Hún fer fram í samkomuhúsinu Baldri 15. júní. Í kjölfar góðra undirtekta við tónleikaröðinni Mölinni á Drangsnesi var ákveðið að halda þessa nýju tónlistarhátíð.

Tónlist

Sign undirbýr nýja plötu

Hljómsveitin Sign stefnir að útgáfu nýrrar plötu seinna á þessu ári. Þeir Ragnar Zolberg og Arnar Grétarsson, forsprakkar hljómsveitarinnar, hafa undanfarið verið í Noregi þar sem þeir hafa lagt lokahönd á lagasmíðarnar.

Tónlist

Upptökur í 600 ára kastala

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar.

Tónlist

Miðasala á Frank Ocean fer vel af stað

Áhugi fyrir tónleikum tónlistarmannsins Frank Ocean þann 16. júlí virðist vera gífurlegur. Óhætt er að segja að miðasalan fari vel af stað, en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar að 3000 miðar væru seldir af þeim 5.5000 sem í boði eru. Nú eru innan við 1000 miðar eftir.

Tónlist

Sjáðu mishæfileikaríka Íslendinga taka Frank Ocean

Meðfylgjandi má sjá þegar fjölmargir mishæfileikaríkir einstaklingar sungu vinsælasta lagi Frank Ocean, Lost, í Kringlunni í von um að fá boðsmiða á tónleika Frank sem verða í Höllinni 16. júlí. Viti menn allir sem þið sjáið syngja í meðfylgjandi myndskeiði fengu boðsmiða.

Tónlist

Hraðamet í Bretlandi

Engin plata hefur selst hraðar á árinu í Bretlandi en Random Access Memories með franska rafdúettnum Daft Punk. Hún seldist í 133 þúsund eintökum á aðeins fjórum dögum og sló met Michael Buble sem seldi 121 þúsund eintök af plötu sinni fyrr á þessu ári, fyrstu vikuna eftir að hún kom út.

Tónlist

Ferskir og mjúkir vindar úr fortíðinni

Frönsku rafpoppararnir í Daft Punk hafa komið eins og stormsveipur inn í tónlistarheiminn með sinni nýjustu plötu, Random Access Memories, heilum átta árum eftir að síðasta hljóðversplata, Human After All, kom út.

Tónlist