Tónlist Amnesty með tónleika Amnesty International fagnar 60 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna með tónleikum í Listasafni Reykja-víkur, Hafnarhúsinu á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Tónlist 9.12.2008 06:00 Dylan túrar Evrópu Meistari Bob Dylan heldur áfram linnulausu tónleikaferðalagi sínu. Næst ætlar hann í umfangsmikið tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Svíþjóð í mars. Einnig spilar hann í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og í Bretlandi. Tónlist 7.12.2008 06:00 Mitt hlutverk að skemmta Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallarinnar heldur en í fyrra. Tónlist 5.12.2008 08:00 Leona Lewis slær sölumet Nýjasta smáskífulag söngkonunnar Leona Lewis hefur selst mest allra í Bretlandi af þeim sem hafa eingöngu komið út í stafrænu formi. Lagið, sem er hennar útgáfa af lagi Snow Patrol, Run, seldist í tæpum sjötíu þúsund eintökum á fyrstu tveimur dögunum, sem er nýtt met. Tónlist 5.12.2008 06:00 Lil Wayne með átta Grammy-tilnefningar Bandaríski rapparinn Lil Wayne hefur verið tilnefndur til átta Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Tha Carter III. Platan er jafnframt sú vinsælasta á árinu vestanhafs. Tónlist 5.12.2008 06:00 Tilraunakennt popp Sin Fang Bous, öðru nafni Sindri Már Sigfússon, úr hljómsveitinni Seabear, gefur í dag út sína fyrstu plötu sem nefnist Clangour. Upptökur stóðu yfir með hléum í um það bil eitt ár. Tónlist 5.12.2008 06:00 Sparka í pung melódíunnar Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. Tónlist 5.12.2008 05:30 Spila stanslaust og æfa aldrei Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Tónlist 4.12.2008 07:00 Girls Aloud hita upp fyrir Coldplay Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður. Tónlist 4.12.2008 06:00 Þrjár sveitir fagna útgáfu Þrjár hljómsveitir halda útgáfutónleika á næstunni til að fagna sínum nýjustu plötum. Fyrstu tónleikarnir verða á Glaumbar í kvöld þegar hljómsveitin Steini treður þar upp. Tónlist 4.12.2008 06:00 Fyrstu tónleikarnir á Íslandi Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun,“ segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Tónlist 4.12.2008 05:30 Ætlar að syngja á íslensku „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig,“ segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. Tónlist 4.12.2008 05:00 Semur kraftapopp Billie Joe Armstrong, forsprakki Green Day, segir að „kraftapopp" verði líklega allsráðandi á væntanlegri plötu sveitarinnar. „Mér finnst gaman að leika mér með útsetningar og skoða alltaf möguleikann á að semja „kraftapopp"," sagði Armstrong. Tónlist 4.12.2008 03:30 Stóru B-in tvö sameinast Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Tónlist 3.12.2008 06:00 Íslendingar áberandi Hljómsveitin Sigur Rós á næstbestu plötu ársins samkvæmt heimasíðu bandaríska tónlistartímaritsins Pastemagazine. Mugison á jafnframt 25. bestu plötu ársins á listanum, Mugiboogie. Tónlist 3.12.2008 06:00 Hljómsveit safnar gjaldeyri fyrir Ameríkuferð Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Tónlist 3.12.2008 05:00 Flugfreyjur syngja jólalög Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. Tónlist 3.12.2008 03:00 Elíza með samning Elíza Geirsdóttir Newman hefur gert höfundarréttarsamning við breska útgáfufyrirtækið Effective Music. Samningurinn nær yfir tvær plötur Elízu, annars vegar Empire Fallm sem kom út í fyrram og hins vegar næstu plötu hennar sem er væntanleg á næsta ári. Tónlist 2.12.2008 08:00 Mugison fer í Icesave-tónleikaferð „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn,“ segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Tónlist 2.12.2008 05:00 Tónlistarfólk fundar Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, stendur fyrir kynningu á Tónlistarsjóði og Reykjavík Loftbrú í boði félaga tónlistarmanna og útgefenda á Café Rósenberg í kvöld. Tónlist 2.12.2008 04:00 Haukur og Villi í veglegum útgáfu Tvær veglegar útgáfur með lögum hinna ástsælu söngvara Hauks Morthens og Vilhjálms Vilhjálmssonar eru að koma út. Platan með lögum Hauks, sem nefnist Með blik í auga, er þreföld og spannar allan feril hans. Alls eru 66 lög á þessum veigamikla safngrip, þar á meðal Lóa litla á Brú, Hæ Mambo, Til eru fræ og Simbi sjómaður. Tónlist 29.11.2008 04:00 Í sömu deild og Stones Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að hljómsveitin sé í sama klassa og goðsagnirnar í The Rolling Stones. „Allir vita hverjir við erum. Við erum pottþétt komnir í sömu deild og Stones núna,“ sagði Gallagher. „Allir hafa heyrt um Stones, allir vita hvernig þeir hljóma og allir vita hvað þeir gera.“ Tónlist 29.11.2008 04:00 Veisla hefst í Hallgrímskirkju Á morgun hefst 27. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Eins og undanfarin ár fer nýtt starfsár af stað með myndlistarsýningu og Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju. Tónlist 29.11.2008 03:00 Lögin eru háð geðsveiflum Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Tónlist 28.11.2008 06:45 Órafmagnaðir Fjallabræður Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. Tónlist 28.11.2008 06:15 Fór beint á toppinn Söngkonan Beyoncé fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sína, hina tvöföldu I Am… Sasha Fierce. Þetta er í þriðja sinn í röð sem hún fer beint á toppinn þar í landi með plötu. Tónlist 28.11.2008 05:00 Emilíana með aðra tónleika Það seldist upp samdægurs á tónleika Emilíönu Torrini í Háskólabíói 13. desember og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið eftir. Miðaverð er 4.900 krónur en þar sem sérstakt ungmennaverð fyrir 13-16 ára gafst vel á Sigur Rósar tónleikana í Höllinni á dögunum verður sama tilboð í gangi á seinni tónleika Emilíönu. Miðasalan hefst í dag á midi.is en unglingamiðana er hægt að nálgast í verslun Skífunnar á Laugavegi gegn skilríkjum. Þessir miðar kosta eitt þúsund krónur og getur hver unglingur keypt tvo miða. Tónlist 28.11.2008 05:00 Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Tónlist 28.11.2008 05:00 Rífandi góðir dómar Jóhann Jóhannsson fær rífandi góða dóma fyrir nýju plötuna sína, Fordlandia. Platan er ósungin en segir sögur um misheppnaðar útópíur. Lagaheitin og útskýringar sem Jóhann birtir á netinu segja söguna. Gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins eru yfir sig hrifnir. Tónlist 28.11.2008 03:45 Stóns loks á Íslandi Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. Tónlist 28.11.2008 02:00 « ‹ 178 179 180 181 182 183 184 185 186 … 226 ›
Amnesty með tónleika Amnesty International fagnar 60 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna með tónleikum í Listasafni Reykja-víkur, Hafnarhúsinu á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Tónlist 9.12.2008 06:00
Dylan túrar Evrópu Meistari Bob Dylan heldur áfram linnulausu tónleikaferðalagi sínu. Næst ætlar hann í umfangsmikið tónleikaferðalag um Evrópu sem hefst í Svíþjóð í mars. Einnig spilar hann í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og í Bretlandi. Tónlist 7.12.2008 06:00
Mitt hlutverk að skemmta Björgvin Halldórsson býður til sannkallaðrar jólaveislu í Laugardalshöll á morgun. Stórsöngvarinn segir eilítið aðra stemningu svífa yfir fjölum Laugardalshallarinnar heldur en í fyrra. Tónlist 5.12.2008 08:00
Leona Lewis slær sölumet Nýjasta smáskífulag söngkonunnar Leona Lewis hefur selst mest allra í Bretlandi af þeim sem hafa eingöngu komið út í stafrænu formi. Lagið, sem er hennar útgáfa af lagi Snow Patrol, Run, seldist í tæpum sjötíu þúsund eintökum á fyrstu tveimur dögunum, sem er nýtt met. Tónlist 5.12.2008 06:00
Lil Wayne með átta Grammy-tilnefningar Bandaríski rapparinn Lil Wayne hefur verið tilnefndur til átta Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Tha Carter III. Platan er jafnframt sú vinsælasta á árinu vestanhafs. Tónlist 5.12.2008 06:00
Tilraunakennt popp Sin Fang Bous, öðru nafni Sindri Már Sigfússon, úr hljómsveitinni Seabear, gefur í dag út sína fyrstu plötu sem nefnist Clangour. Upptökur stóðu yfir með hléum í um það bil eitt ár. Tónlist 5.12.2008 06:00
Sparka í pung melódíunnar Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. Tónlist 5.12.2008 05:30
Spila stanslaust og æfa aldrei Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Tónlist 4.12.2008 07:00
Girls Aloud hita upp fyrir Coldplay Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður. Tónlist 4.12.2008 06:00
Þrjár sveitir fagna útgáfu Þrjár hljómsveitir halda útgáfutónleika á næstunni til að fagna sínum nýjustu plötum. Fyrstu tónleikarnir verða á Glaumbar í kvöld þegar hljómsveitin Steini treður þar upp. Tónlist 4.12.2008 06:00
Fyrstu tónleikarnir á Íslandi Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun,“ segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Tónlist 4.12.2008 05:30
Ætlar að syngja á íslensku „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig,“ segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. Tónlist 4.12.2008 05:00
Semur kraftapopp Billie Joe Armstrong, forsprakki Green Day, segir að „kraftapopp" verði líklega allsráðandi á væntanlegri plötu sveitarinnar. „Mér finnst gaman að leika mér með útsetningar og skoða alltaf möguleikann á að semja „kraftapopp"," sagði Armstrong. Tónlist 4.12.2008 03:30
Stóru B-in tvö sameinast Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Tónlist 3.12.2008 06:00
Íslendingar áberandi Hljómsveitin Sigur Rós á næstbestu plötu ársins samkvæmt heimasíðu bandaríska tónlistartímaritsins Pastemagazine. Mugison á jafnframt 25. bestu plötu ársins á listanum, Mugiboogie. Tónlist 3.12.2008 06:00
Hljómsveit safnar gjaldeyri fyrir Ameríkuferð Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Tónlist 3.12.2008 05:00
Flugfreyjur syngja jólalög Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. Tónlist 3.12.2008 03:00
Elíza með samning Elíza Geirsdóttir Newman hefur gert höfundarréttarsamning við breska útgáfufyrirtækið Effective Music. Samningurinn nær yfir tvær plötur Elízu, annars vegar Empire Fallm sem kom út í fyrram og hins vegar næstu plötu hennar sem er væntanleg á næsta ári. Tónlist 2.12.2008 08:00
Mugison fer í Icesave-tónleikaferð „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn,“ segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Tónlist 2.12.2008 05:00
Tónlistarfólk fundar Útflutningsráð íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, stendur fyrir kynningu á Tónlistarsjóði og Reykjavík Loftbrú í boði félaga tónlistarmanna og útgefenda á Café Rósenberg í kvöld. Tónlist 2.12.2008 04:00
Haukur og Villi í veglegum útgáfu Tvær veglegar útgáfur með lögum hinna ástsælu söngvara Hauks Morthens og Vilhjálms Vilhjálmssonar eru að koma út. Platan með lögum Hauks, sem nefnist Með blik í auga, er þreföld og spannar allan feril hans. Alls eru 66 lög á þessum veigamikla safngrip, þar á meðal Lóa litla á Brú, Hæ Mambo, Til eru fræ og Simbi sjómaður. Tónlist 29.11.2008 04:00
Í sömu deild og Stones Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að hljómsveitin sé í sama klassa og goðsagnirnar í The Rolling Stones. „Allir vita hverjir við erum. Við erum pottþétt komnir í sömu deild og Stones núna,“ sagði Gallagher. „Allir hafa heyrt um Stones, allir vita hvernig þeir hljóma og allir vita hvað þeir gera.“ Tónlist 29.11.2008 04:00
Veisla hefst í Hallgrímskirkju Á morgun hefst 27. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Eins og undanfarin ár fer nýtt starfsár af stað með myndlistarsýningu og Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju. Tónlist 29.11.2008 03:00
Lögin eru háð geðsveiflum Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Tónlist 28.11.2008 06:45
Órafmagnaðir Fjallabræður Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. Tónlist 28.11.2008 06:15
Fór beint á toppinn Söngkonan Beyoncé fór beint á toppinn á Billboard-listanum í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sína, hina tvöföldu I Am… Sasha Fierce. Þetta er í þriðja sinn í röð sem hún fer beint á toppinn þar í landi með plötu. Tónlist 28.11.2008 05:00
Emilíana með aðra tónleika Það seldist upp samdægurs á tónleika Emilíönu Torrini í Háskólabíói 13. desember og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið eftir. Miðaverð er 4.900 krónur en þar sem sérstakt ungmennaverð fyrir 13-16 ára gafst vel á Sigur Rósar tónleikana í Höllinni á dögunum verður sama tilboð í gangi á seinni tónleika Emilíönu. Miðasalan hefst í dag á midi.is en unglingamiðana er hægt að nálgast í verslun Skífunnar á Laugavegi gegn skilríkjum. Þessir miðar kosta eitt þúsund krónur og getur hver unglingur keypt tvo miða. Tónlist 28.11.2008 05:00
Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Tónlist 28.11.2008 05:00
Rífandi góðir dómar Jóhann Jóhannsson fær rífandi góða dóma fyrir nýju plötuna sína, Fordlandia. Platan er ósungin en segir sögur um misheppnaðar útópíur. Lagaheitin og útskýringar sem Jóhann birtir á netinu segja söguna. Gagnrýnendur beggja vegna Atlantshafsins eru yfir sig hrifnir. Tónlist 28.11.2008 03:45
Stóns loks á Íslandi Fyrstu tónleikar Stóns eru í kvöld á Players í Kópavogi. Þetta er tökulagasveit sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum. Stóns eru valinkunnir menn úr íslenska rokkinu, Frosti Júníor í Esju er Charlie Watts, Kalli í Lights on the Highway er Bill Wyman, Biggi í Motion Boys er Brian Jones og Bjarni og Bjössi í Mínus eru Keith og Mick. Tónlist 28.11.2008 02:00