Tónlist

Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur

Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni.

Tónlist

Allt í kjölfar Airwaves?

Hljómsveitir og tónlistarfólk sem dreymir um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Air­waves í haust geta byrjað að sækja um. Ýmislegt gott hefur rekið á fjörur íslenskra sveita í kjölfar Airwaves þannig að það er margt galnara hægt að gera en að senda inn umsókn.

Tónlist

Ávaxtarkarfan verður að sinfóníu

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson situr nú sveittur og semur hljómsveitarverk úr tónlist Ávaxtarkörfunanar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áætlað er að það verði flutt 12. júní en þetta barnaleikrit Þorvalds og Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur sló eftirminnilega í gegn þegar það var frumsýnt árið 1998. Það var síðan tekið aftur til sýningar árið 2003 og var aðsóknin engu síðri þá.

Tónlist

Deerhoof: Friend Opportunity -fjórar stjörnur

The Runners Four með Deerhoof var án ef ein af bestu plötum ársins 2005 og var mun sykursætari en fyrri verk hljómsveitarinnar. Á Friend Opportunity hljómar Deerhoof mun líkari því sem hún gerði fyrir The Runners Four en poppið heldur þó áfram að vera nokkuð ríkjandi. Hér er samt ekki um að ræða eitthvað einn, tveir, þrír tyggjókúlu popp, heldur rokkað, vel framsækið og dýrslegt popp.

Tónlist

Fyrir rokkþyrsta

Hljómsveitin Dr. Spock hyggst veita rokkþyrstum almúganum fyllingu á skemmtistaðnum Grand Rokki í kvöld. Þeim til fulltingis verða félagar úr hljómsveitinni Drep. Fyrrgreinda bandið er þekkt fyrir líflega og hressandi sviðsframkomu og má því líklegt teljast að það verði svolítið fútt í þessu hjá þeim.

Tónlist

Ólík öllu öðru

Bandaríska hljómsveitin The Doors fagnar því um þessar mundir með viðamikilli endurútgáfuröð að fjörutíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu Doors-plötunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp kynnin af þessari áhrifamiklu sveit og skoðaði nýju útgáfurnar.

Tónlist

Nýtt frá White Stripes

Ný plata frá hljómsveitinni The White Stripes kemur í verslanir hinn 18. júní næstkomandi. Þetta verður sjötta hljóðversplata The White Stripes, sú fyrsta síðan Get Behind Me Satan kom út árið 2005.

Tónlist

Sólin skein skært í Borgarleikhúsinu

Afmælistónleikar hljómsveitarinnar Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld heppnuðust frábærlega. Helgi Björnsson og félagar voru í miklu stuði og áhorfendur nutu stundarinnar vel.

Tónlist

Til heiðurs merkisberunum

Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur fram á laugardag. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún heppnaðist með afbrigðum vel í fyrra.

Tónlist

Sígauni með sinfóníunni

Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja.

Tónlist

Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur

We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið.

Tónlist

Fullnaðarsigur Skerjafjarðarskáldsins

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld unnið fullnaðarsigur í deilu sinni og Sveins Rúnars Sigurðsonar vegna Eurovsion-lagsins Valentine‘s Lost.

Tónlist

Á heimshornaflakki

Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng.

Tónlist

Aldrei fór ég suður á allra vörum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar.

Tónlist

Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007.

Tónlist

Björk í Saturday Night Live á laugardaginn

Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Kynnir þáttarins þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson.

Tónlist

Angurværð og spé

Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld.

Tónlist

The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur

Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag.

Tónlist

Veisla fyrir augu og eyru

Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður.

Tónlist

Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum

Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar.

Tónlist

Engin mótmælahljómsveit

Fyrsta plata Skáta í fullri lengd, Ghost of the Bollocks to Come, er komin út á vegum útgáfufélagsins Grandmothers Records. Freyr Bjarnason ræddi við gítarleikarann Benedikt Reynisson.

Tónlist

Ekki springa!

Hinn geðþekki óperusöngvari Kristinn Sigmundsson æfir nú hlutverk Mefistós fyrir uppfærslu Semperóperunnar í Dresden í Þýskalandi á óperunni Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. Verkið byggir á sorgarleik Goethes um eitt þekktasta fall bókmenntasögunnar þar sem Kristinn leikur hinn illa en óumræðanlega heillandi Mefistó sem verður örlagavaldur Fásts.

Tónlist

Kristallinn hljómar

Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Listasafni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Mozart og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur.

Tónlist

Fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar

Nú er lag fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir að láta af sér kveða. Þær sveitir sem eiga upptökur í pokahorninu - hvort sem um er að ræða fullbúnar upptökur eða hráan efnivið úr bílskúrnum - eiga möguleika á að fá spilun í COKE ZERO listanum sem er á miðvikudögum kl. 18. Þar með geta þær orðið Ungstirni vikunnar og stígið fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar!

Tónlist

Tilfinningaleg tjáning

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Wulfgang kemur út í dag. Þessi efnilega sveit er á leið í tónleikaferðalag um Kína og virðist eiga bjarta tíma framundan.

Tónlist

Hara skrifar undir samning við Concert

„Hljómsveitin byrjar að æfa strax á miðvikudag og Jógvan byrjar að syngja á fimmtudaginn,“ segir Einar Bárðarson en ráðgert er að fyrsta platan með færeyska söngvaranum Jógvan komi út strax í byrjun maí. Einar stóð uppi sem sigurvegari á föstudaginn langa þegar úrslitin í X-Factor voru kunngjörð en skjólstæðingur hans Jógvan hafði mikla yfirburði og sigraði með yfir sjötíu prósent allra atkvæða.

Tónlist

Þriðja plata Kings of Leon

Rokksveitin Kings of Leon frá Nash­ville hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Because of the Times. Hún inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem hefur verið mikið spilað að undanförnu.

Tónlist