Tónlist

Strand­­gestir í Vestur­bænum í stríði við einka­bílinn

Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins.

Tónlist

Þessi komust áfram í úrslit Eurovision

Þau tíu ríki sem komust áfram frá fyrra undankvöldi Söngvakvöldi evrópskra sjónvarpsstöðva eru Noregur, Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan, Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð, Belgía og Úkraína.

Tónlist

Guðný María gefur út lag og myndband um Tinder

„Þetta var lokaverkefnið mitt í raftónlist í vor, en ég hef verið í stöðugu námi í FÍH og MÍT síðustu tvo vetur og meira að segja síðasta sumar líka,“ segir tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir sem frumsýnir nýtt tónlistarmyndband við lagið Tinder.

Tónlist

Superserious frumsýnir myndband

Sveitin Superserious frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Let's Be Grown Ups sem er af væntanlegri plötu sem kemur í sumar sem mun heita Let's get serious.

Tónlist

Daði fær silfurplötu í Bretlandi

Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

Tónlist

„Tilfinningin er hreint út sagt alveg mögnuð“

Eldgosið við Fagradalsfjall spilar stórt hlutverk í nýju myndbandi píanóleikarana og tónskáldsins Eydísar Evensen. Lagið Bylur er af samnefndri plötu Eydísar, sem kom út í dag. Platan er gefin út af Sony útgáfufyrirtækinu XXIM Records.

Tónlist

Pale Moon gefur út hjá AU! Records á Spáni

Hljómsveitin Pale Moon var að senda frá sér lagið Parachutes. Lagið er upplífgandi en á sama tíma pínu sljóvgandi. Pale Moon var að skrifa undir samning við AU! Records á Spáni þar sem þau búa og er ný plata væntanleg í haust.

Tónlist

Föstudagsplaylisti Flaaryr

Reykvíkingurinn Diego Manatrizio gerir tilraunakennda tónlist undir nafninu Flaaryr, oftar en ekki vopnaður „undirbúnum“ klassískum gítar sem hann þjösnast á á ýmsa vegu og lúppar svo í marglaga tónverk.

Tónlist

Bríet hlaut fern verðlaun

Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 

Tónlist

Fleiri dýr en fólk í myndbandinu

Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7.

Tónlist

Bassi Maraj slær öll met á Spotify og er rétt að byrja

Raunveruleikastjarnan og nú tónlistarmaðurinn Bassi Maraj hefur vægast sagt slegið í gegn undanfarin misseri. Nýtt lag hans, sem kom út í gær, fór beint í efsta sæti íslenska vinsældalistans á Spotify og segist Bassi binda vonir við að lagið verði vinsælt á klúbbnum í sumar. „Ef hann einhvern tímann opnar.“

Tónlist

Hildur vinnur Gram­my-verð­laun fyrir Jókerinn

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.

Tónlist

„Strákar eru minna hrifnir af stelpum sem ögra þeim“

„Ég samdi þetta lag til þess að ég gæti sungið það fyrir mig sjálfa fyrir framan spegil þegar ég þarf aðeins að peppa sjálfstraustið. Lagið er frásögn af því hvernig strákar eru minna hrifnir af stelpum sem ögra þeim,“ segir söngkonan Leyla Blue í viðtali við Vísi.

Tónlist

Föstudagsplaylisti LaFontaine

Teknótófan Jóhannes LaFontaine, sem þeytir iðulega skífum og gefur út tónlist undir eftirnafni sínu, setti saman föstudagslagalista vikunnar.

Tónlist