Veður

Kaldasti mars­mánuður í rúm 40 ár

Síðastliðinn marsmánuður var sá kaldasti í rúm fjörutíu ár, eða síðan 1979 og einkenndist hann af stöðugum norðaustlægum áttum. Nýafstaðinn vetur var jafnframt sá kaldasti síðan veturinn 1994 til 1995. Veðurfræðingur segir veturinn hafa verið óvenjulegan fyrir þær sakir hvað hann var kaflaskiptur og hvað hann einkenndist af löngum kuldaköflum.

Veður

Snjókoma fyrir norðan

Suðlæg eða breytileg átt verður í dag og nær þremur til átta metrum á sekúndu. Stöku skúrir eða él, hiti 0 til 7 stig yfir daginn. Vaxandi suðaustanátt í nótt. Snjókoma er á Akureyri en búist er við sól seinni part dags. Úrkomulítið verður á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Hiti verður á bilinu fjögur til ellefu stig eftir hádegi.

Veður

Slydda og snjó­koma

Búast má við suðvestlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrar á sekúndu, hvassast suðaustanlands, en austan og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum framan af degi. Skúrir og hiti 2 til 8 stig sunnan- og vestanlands, en slydda eða snjókoma og hiti um frostmark norðantil.

Veður

Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana

Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana.

Veður

Hvasst syðst og hvessir enn í nótt

Víðáttumikil lægð liggur nú langt suður í hafi og færir okkur austlæga átt í dag með stöku éljum fyrir austan, en að mestu skýjað og þurrt vestanlands.

Veður

Vara­samt ferða­veður austan­lands en bjart suð­vestan­til

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu en þrettán til tuttugu um suðaustanvert landið. Reikna má með éljum fyrir norðan, snjókomu austantil og skafrenningi á suðaustanlands og því er enn varasamt ferðaveður á þeim slóðum.

Veður

Djúp lægð veldur norð­austan­stormi

Langt suður í hafi er víðáttumikil og djúp lægð sem veldur norðaustanstormi á landinu, en roki syðst. Það gekk á með hríðarveðri í flestum landshlutum í nótt, en fór síðan að rofa til sunnan- og vestanlands.

Veður

Hvassir austan­vindar og snjó­koma með köflum syðst

Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara.

Veður

Gular við­varanir vegna storms og hríðar

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Vestfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna austan og norðaustan hvassviðris eða storms sem skellur á landið á í kvöld og á morgun.

Veður

Víða bjart veður en von á stormi á morgun

Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, golu eða kalda en annhvössum vindi syðst á landinu. Víða verður bjart veður, en suðaustan- og austanlands verður líklega eitthvað þungbúnara.

Veður

Á­fram norð­læg átt í vændum

Áfram er norðlæg átt í vændum og verður vindur víða á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu. Hvassari vindstrengir geta látið á sér kræla við austurströndina. Frost verður á bilinu átta til fimmtán stig í dag.

Veður

Á­fram norð­læg átt og frost að tíu stigum

Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu næstu daga og má reikna með norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Búist er við éljum fyrir norðan og austan en úrkomulítið sunnan heiða.

Veður

Samfellt kuldakast í vændum

Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft.

Veður