Viðskipti erlent

Helmingslíkur á að hægt verði að bjarga SAS

Fundað er um það í kvöld hvort hægt verði að bjarga SAS flugfélaginu frá gjaldþroti. Fram kemur á viðskiptavefnum epn.dk að von sé á niðurstöðu um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Forstjóri félagsins hefur sagt að það séu um helmingslíkur á því að hægt verði að bjarga félaginu. Áður en niðurstaða liggur fyrir þurfa stjórnendur SAS og starfsmenn að vera sammála um niðurskurðaraðgerðir. Þar er meðal annars um að ræða lækkun launa og skerðingu á lífeyrisréttindum. Stjórnendur SAS segjast ætla að senda tilkynningu þegar niðurstaða hefur fengist.

Viðskipti erlent

JP Morgan og Credit Suisse greiddu 55 milljarða í sektir

Tveir af stærstu bönkum heims, JP Morgan Chase og Credit Suisse, greiddu samtals 417 milljónir dala, jafnvirði um 55 milljarða króna, í sektir til fjármálaeftirlitsins í New York, vegna sölu bankanna á skuldatryggingum er tengjast húsnæðislánum til fjárfesta, en eignirnar reyndust því sem næst verðlausar eignir.

Viðskipti erlent

Segja SAS aðeins nokkrum vikum frá gjaldþroti

Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að í raun sé SAS flugfélagið aðeins nokkrum vikum frá því að verða gjaldþrota. Áður hefur komið fram í fréttum að ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs séu farnar að undirbúa sig undir gjaldþrot SAS.

Viðskipti erlent

Nokia í verulegum vanda

Sala á snjallsímum eykst stöðugt, en Nokia símaframleiðandinn á í vök að verjast. Tölur frá greiningafyrirtækinu Gartner sýna að snjallsímasala jókst um tæp 47% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabili í fyrra. Sala á öðrum farsímum dróst hins vegar saman um 3,1%.

Viðskipti erlent

SAS fækkar starfsmönnum um 40%

Norræna flugfélagið SAS mun á næstunni fækka starfsmönnum sínum um 40% eða um 6.000 manns með uppsögnum og sölu dótturfélaga. Þá verða laun og lífeyrisgreiðslur starfsmanna lækkuð til að létta undir rekstri félagsins sem á í verulegum fjárhagsvandræðum.

Viðskipti erlent

Grikkir þurfa lengri tíma og meira fé

Í minnisblaði sem sett var saman fyrir fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu, sem nú funda í Brussell, kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi að fá 32 milljarða evra, jafnvirði um 5.200 milljarða króna, til viðbótar við lán sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa þegar veitt til landsins vegna efnahagsvanda.

Viðskipti erlent

Verð á gulli hækkar

Verð á gulli hefur farið hækkandi undanfarin misseri á mörkuðum í Bandaríkjunum. Svo virðist sem fjárfestar séu farnir að veðja á að verðbólga muni aukast í Bandaríkjunum og verð á gulli hækka, að því er segir á vef Wall Street Journal (WSJ).

Viðskipti erlent

Burger King breiðist út um Norðurlöndin

Skyndibitakeðjan Burger King mun fjölga sölustöðum í Danmörku og Svíþjóð verulega á næstunni. Ástæðan er sú að norska skyndibitakeðjan Umoe Restaurant Group hefur gert samkomulag um að veitingastaðir sínir verði reknir undir merkjum Burger King. Umoe verður jafnframt aðalþjónustuaðili þeirra Burger King staða sem þegar voru settir upp. ´

Viðskipti erlent

Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða

Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni.

Viðskipti erlent