Viðskipti erlent

FIH bankinn skilaði 23 milljarða tapi í fyrra

FIH bankinn í Danmörku skilaði rétt rúmlega milljarðs danskra króna tapi á síðasta ári eða sem svarar til 23 milljarða króna.

Það sem einkum skýrir tapið eru miklar afskriftir á lánum bankans en í frétt um uppgjörið á vefsíðu börsen segir að m.a. hafi bankinn lagt rúmlega 300 milljónir danskra króna inn á sérstakan afskriftareiking sinn til að mæta fyrirsjáanlegu tapi af þessum lánum.

Eins og oft hefur komið fram er greiðsla á yfir helmingi af söluverðinu sem Seðlabanki Íslands fékk fyrir FIH bankann árið 2010 bundið við gengi hans fram á næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×