Viðskipti erlent

ESB og BNA ætla í fríverslunarviðræður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama heldur ræðu. Mynd/ Getty.
Obama heldur ræðu. Mynd/ Getty.
Evrópusambandið og Bandaríkin ætla að hefja formlegar viðræður um fríverslunarsamning. BBC fréttastofan segir að um verði að ræða stærsta fríverslunarsamning sögunnar.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti þetta í dag eftir að Barack Obama ávarpaði þjóð sína. Framtíðarsamningar milli þessa tveggja efnahagsrisa myndi breyta öllu, og ýta undir hagvöxt beggja vegna Atlantshafsins, sagði Barroso þegar hann tilkynnti um viðræðurnar í Brussel.

Evrópusambandið telur að góður samningur gæti aukið meðallandsframleiðslu um 0,5% Í ræðu í fulltrúadeild þingsins í dag sagði Obama að Bandaríkin tækju þátt í þessum viðræðum. Samningurinn yrði til þess að auka útflutning Bandaríkjanna og efla atvinnumarkaðinn í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×