Viðskipti erlent

Glencore hagnast um 280 milljarða

Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra.

Viðskipti erlent

Ævintýralegur ferill Steve Jobs

Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum.

Viðskipti erlent

Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple

Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs.

Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfismat Japans

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Japans um eitt stig eða úr Aa2 og niður í Aa3. Horfur eru sagðar stöðugar. Samhliða þessu lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan.

Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar að nýju

Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. "Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur eykst í Noregi

Hagvöxtur í Noregi jókst þegar leið á sumarið, samkvæmt tölum frá Hagstofunni í Noregi sem norska blaðið e24 vísar til. Á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðslan í Noregi um 1% ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna. Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 0,5%. Aukning landsframleiðslunnar er a miklu leyti skýrð með því að orkuframleiðsla hafi aukist á öðrum ársfjórðungi og skýri hún um fjórðung af hagvextinum.

Viðskipti erlent

Svindlað á Dönum í gullkaupum

Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda.

Viðskipti erlent

Nýr iPad á markað næsta sumar

Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar.

Viðskipti erlent

Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street

Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina.

Viðskipti erlent

Evrópsk bankakreppa í uppsiglingu

„Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“

Viðskipti erlent

Ferrari bíll seldur á 1,9 milljarða

Ferrari Testa Rossa bifreið frá árinu 1957 var seld á uppboði í Kaliforníu um helgina fyrir 16,4 milljónir dollara eða tæplega 1,9 milljarða króna. Þetta er mesta verð sem borgað hefur verið fyrir bifreið í sögunni.

Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í jafnvægi

Markaðir í Evrópu eru í jafnvægi eftir að þeir voru opnaðir í morgun. FTSE vísitalan hækkar mest eða um tæpt prósent en Dax í Frankfurt og Cac 40 í París eru einnig í smávægilegum plús.

Viðskipti erlent

Varaforseti Bandaríkjanna reynir að róa Kínverja

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Á lokadegi heimsóknar sinnar sagði Biden að allar þær eignir sem Kínverjar ættu í bandarískum dollurum væru öruggar. Á fréttavef BBC segir að samskipti Bandaríkjanna og Kínverja hafi stirðnað mjög mikið að undanförnu vegna skulda Bandaríkjanna. Kínverjar hafi gagnrýnt stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa hækkað skuldaþakið. Einnig hafi Kínverjar lýst áhyggjum af lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent